Morgunblaðið - 26.10.2008, Side 39

Morgunblaðið - 26.10.2008, Side 39
Umræðan 39 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 Faxafen 10 - 108 Reykjavík - eignir@eignir.is Til sölu eða leigu glæsilegt einbýli Til sölu eða leigu einstaklega fallegt 184 fm fjölskylduhús í toppstandi við Þing- hólsbraut, sunnanmegin í vesturbæ Kópa- vogs. Mjög skjólgóður staður, rólegt og gróið hverfi. Stutt í alla þjónustu. Á aðal- hæð er rúmgott anddyri, hol, fallegt bað- herbergi með sturtu, fjögur góð svefnher- bergi með góðu skápaplássi, gott, vel skipulagt eldhús með góðri innréttingu, búr og útgengi út í fallegan garð á móti suðri með stórri verönd og heitum potti. Úr holi er gengið upp nokkrar tröppur í góða og bjarta stofu og borðstofu. Fallegur arinn og frábært útsýni yfir á Bessastaði, Snæfellsjökul og Keili. Úr stofu er útgengi út á svalir og þaðan einnig á veröndina. Á jarðhæð er gott baðherbergi með fal- legum innréttingum. Þar eru einnig góðir skápar og stórt og gott þvottahús með útgengi út í garð. Allar innréttingar hafa verið endurnýjaðar á mjög smekklegan hátt. Fallegt parket og náttúruflísar á öllum gólfum. Góður upphitaður bílskúr. Garðurinn er allur endurnýjaður. Hiti í plani og gert ráð fyrir lýsingu. Þetta er eign fyrir fólk sem vill hafa fallegt í kringum sig. Verð: tilboð. Skipti möguleg á minni eign. Upplýsingar gefur Aðalheiður eða Brynja á skrifstofu Eignaumboðsins Sími 580 4600 Aðalheiður Karlsdóttir, lögg.fasteignasali www.eignir.is LAUGARÁSVEGUR 1 - TIL SÖLU Falleg og björt 3ja herbergja útsýnisíbúð á efstu hæð með stórum svölum við Laugarásveg sem er 92 fm og er með miklu útsýni. Skiptist þannig: Stofa, tvö svefnherbergi, baðherbergi og eldhús. Sérgeymsla í kjallara. Parket á gólfum. Tvöfaldur ísskápur fylgir. Snyrtileg sameign. Allt húsið tekið í gegn að utan 2006-2007. Til afhendingar strax. Verðhugmynd 28,5 millj. Áhv. lán til 40 ára, 14,1 millj. Vextir 4,2%. Upplýsingar veitir Karl í síma 892 0160. Eignin er innréttuð sem veitingastaður með öllum tilskildum leyfum og búnaði. Gæti einnig hentað undir skrifstofur, verslun eða þjónustu. Nánari upplýsingar veitir Karl í s. 892 0160 - karl@kirkjuhvoll.com Til leigu Vesturgata 6-8 MARGT hefur tekið breytingum síðast- liðna áratugi á Íslandi. Uppbygging vega- kerfisins er ein af breytingunum sem snerta flesta. Á fyrri hluta síðustu aldar var það oft eina úrræðið að fara gangandi í marga klukkutíma eða dagleiðir til þess að komast á milli staða. Þá voru gengnir troðningar eða farnar vegleysur. Svo komu bílarnir og akfærir vegir. Í dag fengju fyrstu bílvegirnir varla nafnið jeppa- slóðar svo torfærir voru þeir. Á síðustu árum og í lok tutt- ugustu aldarinnar hafa svo vegirnir verið endurbyggðir. Ákaf- inn við að lagfæra vegina hefur stundum komið niður á fyrirhyggjunni. Langt fram eftir tuttugustu öldinni voru byggðar einbreiðar brýr yfir vatns- föll á fjölförnum vegum. Nú er verið að útrýma einbreiðu brúnum. Ákafinn við vegagerðina og skortur á fyrirhyggju virðist þó enn ríkjandi. Á tuttugustu og fyrstu öld- inni verður að reikna með því að þörfin á því að komast á milli staða á góðum vegi teljist sjálfsögð. Ein- breiðu brýrnar hverfi. Fyrirhyggja um það að teikna og gera nýja og endurbyggða vegi með góðum án- ingarstöðum hefur ekki enn náð tökum á því fólki sem þau verk vinna. Á undanförnum árum hafa verið lagðir og endurbyggðir vegir með háum vegköntum án útskots um víð- feðma landshluta. Á stöku stað er eitthvað gert. Útskot sem fólksbíll kemst illa fyrir á eða breikkun veg- ar um bílbreidd. En eins og ein- breiðu brýrnar – ekki mannvirki morg- undagsins né dagsins í dag. Mikill hluti þeirra sem aka um vegina í dag er ferðafólk. Fólk sem er að nota vegina til að skoða landið. Sá sem situr undir stýri á bíl nýtur aðeins hluta þess sem í boði er að sjá meðfram veginum. Svipað er með farþega í venjulegum fólksbíl. Vegirnir og mannvirki þeim tengd eiga ekki bara vera fyrir ökutæk- in heldur líka fyrir það fólk sem í ökutækj- unum er. Áningar- og útsýn- isstaðir þurfa að vera á breytilegum stöðum og með ýmsu móti. Þar má t. d. nefna staði þaðan sem sér vítt yfir, skjól- góða staði þar sem gott væri að hvílast, taka upp nesti, við nátt- úrminjar og -djásn eða sérstakar jarðmynd- anir m.m., staði til þess að huga að ökutækjum og sem víðast eiga að vera góð upplýsingaskilti Það þarf mikla vandvirkni við að ákveða hvar áningarstaðir skuli staðsettir. Oftast er best að þeir séu í nokkurri fjar- lægð frá akvegi, þar gerð góð bíla- stæði og nausynlegt er að inn- og útafkeyrsla sé rúm og auðveld. Þar sem náttúrufegurð er og útsýni fag- urt verður að finna stað fyrir áning- arstað þar sem gott er að njóta um- hverfisins. Ef áhugaverður skoðunarstaður er í nokkurri fjar- lægð frá vegi fylgja því fleiri betri kostir að hafa bílastæðið nær skoð- unarstaðnum en veginum (auðveld- ar aðgengi fatlaðra, minnkar göngu- stígagerð o.fl.). Meðfram vegunum eru víða skjólgóðar lautir og brekk- ur sem kalla á ferðafólkið að koma og hvíla sig smástund eða fá sér bita af nesti. En vegbrúnin er oft of há og ferðafólkið kemst ekki á staðinn. Vegspotti og vel búið bílastæði er það sem koma þarf. Svona áning- arstaður þarf ekki endilega að bjóða upp á sérstakt útsýni né heldur út- sýnisstaður upp á skjól. Þjónusta við ferðafólk er vaxandi atvinnuvegur. Eitt af því mikilvæg- asta sem ferðafólk leitar eftir á leið sinni um landið er að geta notið náttúrunnar, umhverfisins. Því er nauðsynlegt að við hönnun nýrra vega við endurbyggingu vega og víða meðfram eldri vegum verði gert ráð fyrir góðum áning- arstöðum. Á austanverðu Tjörnesi hefur Vegagerðin byggt upp áningarstað sem er fyrirmynd að öðrum góðum. Sá staður virðist sameina flesta þá kosti sem ég hef nefnt hér að fram- an. Náttúrufegurð er mikil, útsýnið gott, út- og aðkeyrsla vel gerð. Tilbúin skjól. Umferð hjólastóla er auðveld um staðinn. Áningarstað- urinn á Tjörnesi er fyrirmynd að þeim kostum sem slíkur staður þarf að vera búinn. Hönnun annarra staða verður að vera breytileg og taka mið af umhverfi. Þessir staðir eiga ekki að líkjast hver öðrum of mikið. Hér er vandasamt verkefni framundan. Þau sem koma að því verki þurfa að vera vel læs á landið og hafa framtíðina ríkulega í huga. Í Morgunblaðinu 16. okt. er grein með nafninu „Tækifærin í ferða- þjónustunni“ eftir Ólöfu Ýri Atla- dóttur ferðamálastjóra. Ólöf Ýrr lýkur við grein sína með þessari hvatningu: „Að framansögðu má vera ljóst hversu þýðingarmikil ferðaþjónustan er okkur Íslend- ingum. Ég er þess fullviss að grein- arinnar bíður enn miðlægara hlut- verk í íslensku þjóðlífi og að hún muni mæta þeim áskorunum sem framundan eru með frumkvæði, sköpunarkraft og bjartsýni að leið- arljósi. Hvað sem á okkur dynur eigum við einstakt land, óteljandi náttúrudjásn og sérstæða menn- ingu, sem óviðjafnanlegt er að kynn- ast. Tímabundnar efnahagsþreng- ingar breyta þar engu um.“ Þessi hvatning ferðamálastjóra er tíma- bær. Ferðaþjónustunnar bíða mörg tækifæri. En þau eru mörg verk- efnin sem tengjast þessum atvinnu- vegi sem horft hefur verið framhjá og ekki sinnt. Þeim þarf mörgum hverjum að koma í verk áður en ferðafólki verður fjölgað að ráði. Áningarstaðir við þjóðveginn Skúli Alexand- ersson skrifar um samgöngumál Skúli Alexandersson » Þjónusta við ferðafólk er vaxandi at- vinnuvegur. Mikilvægast af því sem ferða- fólk leitar eftir á leið sinni um landið er að geta notið náttúrunn- ar. Höfundur er fv. alþingismaður. BRÉF TIL BLAÐSINS ÞAÐ virðist ekki skipta máli við hvern maður talar í dag. Umræðuefn- ið er vonleysi. Svartsýnin er allsráð- andi og enginn virðist sjá fyrir end- ann á þessari kreppu sem við glímum við. En það er þó ekki nema von að svartsýnin sé allsráðandi enda lesum við, eða sjáum, fátt annað en nei- kvæðar fréttir enda er fátt jákvætt að frétta. Stjórnmálamenn hafa lagt kapp á að þegja um aðgerðir og hugsanlegar lausnir en hafa aftur á móti sagt okk- ur að ástandið sé „grafalvarlegt“ og að þetta sé versta efnahagsvandamál í sögu þjóðarinnar. Þetta ýtir svo sannarlega ekki undir bjartsýni og hvað þá undir þá trú að einhver sé við stýrið á þjóðarskútunni. Þessi þag- mælska hjá ríkisstjórninni, sem má líkja við úrræðaleysi, er að brjóta þjóðina niður. Íslendingar hafa ávallt verið stoltir og borið höfuðið hátt og því er sorglegt að sjá hvernig andinn er að fjara út úr fólki. Vonleysið nær hámarki þegar fólk talar um að yf- irgefa landið. Eitt af höfuðverkum stjórnmála- manna er að vekja trú almennings á að allt fari vel. Því miður hefur það ekki átt við um íslenska stjórn- málamenn og þá á ég sérstaklega við ríkisstjórnina sem hefur setið á bak við luktar dyr og neitað að tjá sig um framgang mála. Það virðist enginn ráðherra úr ríkisstjórninni vera tilbú- inn að koma fram og segja á manna- máli hversu slæmar aðstæðunar eru. Almenningur fær einungis að vita þjóðin sé í slæmum málum. Þjóðin á rétt á að vita hvert vandamálið er og þjóðin á svo sannarlega rétt á að fá að fylgjast með framgangi mála. Það er því kaldhæðnislegt að ráðherrar rík- isstjórnarinnar segja hver á fætur öðrum að við verðum öll að standa saman en síðan einangrar rík- isstjórnin sig frá almenningi. Rík- isstjórnin, og þá sérstaklega forsætis- ráðherran, verður að taka sér tak og telja kjark í þjóðina því nú þarfnast þjóðin leiðtoga til þess að koma henni úr þessari efnahagskreppu. For- sætisráðherrann verður að gera upp við sig hvort hann sé sá leiðtogi. Þjóðin má ekki flýja á ögurstundu. Þeir sem geta flúið land skilja eftir þá sem geta ekki flúið í enn verri málum. Þá á ég sérstaklega við þá háskóla- menntuðu. Ég hef sjálfur sótt alla mína menntun á Íslandi, sem ríkið niðurgreiðir, og mér ber því siðferð- isleg skylda til að verða eftir og nota þekkingu mína eftir bestu getu til að byggja upp þjóðfélagið og ég skora á aðra, sem sótt hafa menntun, að gera hið sama. Ég skora einnig á rík- isstjórnina að fara að koma fram við almenning af virðingu og upplýsa hann um vandamálið og mögulegar lausnir. Við erum dugleg þjóð sem hefur oft horft fram í erfiðleika en við stöndum alltaf upprétt eftir erfiðleikana. ÓMAR ÁSBJÖRN ÓSKARSSON meistaranemi í alþjóðaviðskiptum. Stöndum saman Frá Ómari Ásbirni Óskarssyni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.