Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 43

Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 43
Minningar 43 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 Sími: 525 9930 hotelsaga@hotelsaga.is www.hotelsaga.is Hótel Saga annast erfidr ykkjur af virðingu og alúð. Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta. Erfidrykkjur af alúð ✝ Elskuleg eiginkona mín, INGA ÁSTA EIRÍKSDÓTTIR, Kleppsvegi 62, áður til heimilis í Efstasundi 53, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 23. október. Útför verður auglýst síðar. Þórður Guðnason. ✝ INGA DÓRA KARLSDÓTTIR lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánudaginn 20. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 29. október kl. 15.00. Arndís Ágústsdóttir, Þórunn Oddsdóttir, Örn Ottesen Hauksson. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN PÁLSSON kennari, Blönduósi, lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss þriðjudaginn 21. október. Útförin fer fram frá Blönduósskirkju mánudaginn 27. október kl. 15.00. Guðný Pálsdóttir, Páll Kristinsson, Ása Bernharðsdóttir, Hjálmfríður Kristinsdóttir, Ólafur G. Sæmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, SIGURÐUR HELGASON frá Heggsstöðum, Hrafnhólum 2, Reykjavík, lést á Landspítala við Hringbraut fimmtudaginn 23. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Soffía Kristjánsdóttir, Ágúst Heiðar Sigurðsson, Margrét Haraldsdóttir, Álfheiður Sigurðardóttir, Daði Guðmundsson, Helga Guðrún Sigurðardóttir, Guðný Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Fylkir Ágústsson er látinn. Ég hafði reyndar frétt af veik- indum hans í gegnum vinnufélaga mannsins míns, en ekkert gert í því. Það eru mörg ár síðan ég hitti Fylki, en þá var ég stödd á Ísafirði í stuttri heimsókn. Ég hitti hann stutt frá Kaupfélaginu og Alþýðu- húsinu. Hann heilsaði mér með sundhandabandi. Það yljaði mér um hjartarrætur. Fylkir var sundþjálf- arinn minn um 5 ára skeið, frá ár- unum 1963 –1968. Þá fór ég í Menntaskólann á Akureyri og smám saman slitnuðu tengslin. Þessi 5 ár var Fylkir sá einstakling- ur sem hafði mikil áhrif á mótun mína. Mótunarár unglingsins eru þau mikilvægustu fyrir heill og hamingju hvers og eins. Ég man sérstaklega eftir því þegar Fylkir talaði við sundhópinn sinn og hafði þá fengið grun um að eitthvert okk- ar væri byrjað að fikta við að reykja. Það líkaði honum ekki og sagði okkur að ef hann fengi staðfestingu á því, þá væri sá hinn sami ekki lengur í sundhópnum. Íþróttaiðkun og reykingar færu ekki saman. Það hætti enginn í sundhópnum og ég efa það ekki að þetta hafði áhrif. Sem sundþjálfari var Fylkir ein- staklega ósérhlífinn og duglegur. Hann beitti ýmsum aðferðum sem enn eru notaðir í dag. Hann lét okk- ur t.d. hlaupa úti. Mér er minn- isstætt þegar við hlupum langleið- ina til Hnífsdals í stilltu og köldu veðri. Stjörnurnar skinu í myrkrinu og það var góð tilfinning að tilheyra hópnum hans Fylkis. Fylkir lét okk- ur líka mæta á morgunæfingar. Þá urðum við að vakna eldsnemma því æfingin varð að klárast fyrir skóla- tímann. Það reyndist okkur ansi erf- itt, en við mættum samt, því Fylkir hafði einstakt lag að fá okkur til að mæta. Þá voru æfingar tvisvar sinn- um sama daginn. Fylkir kom með ýmsar nýjungar í þjálfunina. Við notuðum t.d. teygjur til að styrkja handleggina. Við fórum í þó nokkrar keppnisferðir með Fylki. Mér er mjög minnisstæð fyrsta ferðin sem við fórum til Akureyrar á Íslands- meistaramót sumarið 1964. Þá var farin landleiðin á tveimur bílum og keyrði Fylkir annan þeirra en for- maður Vestra, Pétur Sigurðsson, hinn. Við hófum ferðina á því að fara siglandi með Fagranesinu inn í Ögur. Þaðan hófst keyrslan alla leið til Akureyrar. Þetta varð ævintýri líkast, enda óalgengt að ungmenni færu í löng ferðalög á þessum tíma. Ekki má gleyma þeirri miklu vinnu sem Fylkir lagði á sig til að halda utan um Vestfjarðametin sem voru ófá sett á þessum árum. Fylkir varð Íslandsmeistari í 100 metra bringusundi á þessum tíma og varð þannig í verki íþróttastjarnan okk- ar. Ég hugsaði ekki um það þá, en í dag þykir það næstum óvinnandi að Fylkir Ágústsson ✝ Jóhannes FylkirÁgústsson fæddist á Ísafirði 24. desember 1943. Hann lést á Land- spítala við Hring- braut 9. október síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 21. október. vera bæði þjálfari og leikmaður. Ég vil með þessu fátæklegu orðum minnast Fylkis og sendi eiginkonu hans, börnum og allri fjöl- skyldu hans, mínar innilegustu samúðar- kveðjur og vona að þau finni styrk í sam- heldninni og Guði. Kolbrún Leifs- dóttir, Sundfélag- inu Vestra. Í dag, þriðjudaginn 21. október, kveðjum við Fylki Ágústsson. Ég kynntist honum fyrst árið 1978 þeg- ar ég fékk að fara úr Kópavoginum vestur á Ísafjörð um sumarið og bjuggu þau þá í Aðalstræti. Þar átti ég að verða þeim Fylki og Láru inn- an handar og passa Jens Andra. Þetta sumar var mér mjög lær- dómsríkt og er stór partur í minni minningu. Mikið var brallað og man ég vel eftir því hvað Fylkir var mik- ill Vestra-maður og stuttu eftir að ég kom var ég komin á kaf í fótbolta með Vestra og keppti með þeim. Það varð nú til þess að minna fór fyrir því að ég gætti Jens Andra en líklega var það Fylki ofar í huga að Vestri hefði fleiri krakka á fótbolta- æfingum. Oft var farið í sundhöllina og iðulega keppti ég við Fylki í sundi en tapaði nú alltaf, jafnvel þó að hann hefði Jens Andra á bakinu. Nú í sumar fór ég ásamt fjölskyldu minni til Danmerkur í sumarfrí og hafði Fylkir veg og vanda af skipu- lagningu og ráðlagði okkur mikið varðandi þessa ferð. Við renndum eina helgina til Hveragerðis og þar var búið að ganga frá öllu, allt klárt. Fylkir og Lára höfðu sett saman skipulag sem sneri fyrst og fremst að krökkunum og sögðu að barna- börn þeirra hefðu haft svo gaman af þessu og hinu. Við gistum þar sem Fylkir hafði mikil sambönd og var sama hvar það var, allir létu vel af þeim Fylki og Láru. Á þessu ferða- lagi okkar komu upp ýmis vanda- mál, eitt símtal til Fylkis og málinu var reddað. Þetta urðu nú nokkur „eitt símtal“ en ekki var hann að telja það eftir sér að senda tölvu- póst, fax eða hringja út til Dan- merkur til að bjarga okkur. Minn- ing um frábæra ferð situr í kolli fjögurra barna og okkar Önnu. Elsku Lára, Guðmundur, Ágúst, Jens Andri og Jóhanna, tengdabörn og börn. Við sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur og guð veri með ykkur öllum, missir ykkar er mikill en minning um góðan mann situr eftir hjá okkur öllum. Jón, Anna og börn. Ég sá Fylki fyrst sem keppanda á sundmóti í Reykjavík snemma á sjö- unda áratugnum. Hann kom, sá og sigraði. Stór og stæðilegur eins og sannur Vestfjarðavíkingur. Aðal- sundgrein hans var bringusund. Hann bæði vann meistaratitla í þeirri grein oftar en einu sinni og tók þátt í Norðurlandameistara- mótinu í sundi árið 1965 í Finnlandi. Eftir sundkeppniskaflann skildi leiðir og við hittumst ekki aftur fyrr en á níunda áratugnum er við bæði gerðumst sundþjálfarar. Hann end- urvakti sunddeild Vestra en ég í ný- stofnaðri sunddeild í Þorlákshöfn. Hann var vakinn og sofinn yfir sundmönnunum sínum og hafði mik- inn metnað fyrir þeirra hönd. Svo var það 9. júlí 1993 að ég fékk upphringingu. Dimm rödd sagði án þess að kynna sig: Til hamingju með daginn. Ég var smástund að átta mig og þekkja manninn sem átti þessa rödd. Þannig varð það þau ár sem á eftir komu. Hann hringdi í mig þennan mánaðardag og ég í hann á afmælisdaginn hans sem var 24. desember. Hann rak bókhaldsskrifstofu á Ísafirði og það æxlaðist þannig, að hann tók að sér bókhaldið og skilaði skattskýrslum fyrir okkur. Kass- arnir með gögnunum fóru bara með póstinum á milli landshluta. Þeir stoppuðu aldrei lengi þar. Það var aldrei dráttur á skilum hjá Fylki. Góðar móttökur fengum við hjá þeim Láru þegar við lögðum land undir fót. Það var svignandi borð af mat og nóg var húsplássið. Það var líka skemmtilegt að skreppa í berja- ferð á Barðaströndina. Það var bara gaman en lítið um ber. Þau voru oftar á ferðinni á milli en við. Að fara til Reykjavíkur var bara að skreppa suður. Það var líka aðeins hluti af leiðinni til Danmerk- ur þar sem hann var með annan fót- inn vegna vinnu sinnar fyrir Fylk- ir.is, hvort sem það var símleiðis, í tölvunni eða með flugi. Það styttist heldur betur bilið á milli okkar þegar þau fluttu frá Ísa- firði til Hveragerðis rétt fyrir síð- ustu jól. Þetta ár er líka búið að vera skemmtilegt. Eins og áður hef- ur verið notalegt að heimsækja þau. Það var líka á áætlun að skreppa saman til Danmerkur fyrir jólin. Fráfall Fylkis var ótímabært og snöggt. Við hjónin sitjum hnípin og syrgjum góðan vin og sendum Láru og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hrafnhildur. Elsku Stína frænka. Ef ég gæti þá myndi ég skrifa þetta með bleiku og spreyja svo Angel yf- ir bara fyrir þig. Bleiki liturinn var í miklu uppáhaldi hjá þér og hlóg- um við að því að líklega væri þetta í genunum því dóttir mín vill bara vera í bleiku. En nú ertu farin í ferðina miklu, alltof snemma eftir hetjulega bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Eftir stendur sneisafullur banki af ynd- islegum minningum um yndislega frænku sem var aðeins tíu árum eldri en ég. Stína var aðalfrænkan og leit ég á hana sem stóru systur þar sem ég átti enga og fannst allt sem hún gerði vera flott. Allt sem Stína gerði var svo vel gert og snið- ugt, hún var mér fyrirmynd í svo mörgu jafnframt því að vera sjálf falleg, fáguð og geislandi. Stína fór í Húsmæðraskólann á Laugarvatni þar sem Jensa frænka var við völd og þangað ætlaði „Osta“ frænka að sjálfsögðu líka.Við frænkurnar í stórfjölskyldunni stofnuðum FF, þ.e. Frænkufélagið, og eru margar góðar minningar tengdar þeim fundum. Í upphafi fengum við allar nælur sem á stóð FF sem Stína bjó að sjálfsögðu til og ekki nóg með það heldur saumaði hún bleikan Kristín Sigríður Halldórsdóttir ✝ Kristín SigríðurHalldórsdóttir fæddist í Reykjavík 13. júlí 1966. Hún lést á líknardeild Landspítalans 19. september síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fella- og Hólakirkju 30. september. poka undir hverja nælu. Hvað komast marg- ar frænkur í rauða Lödu sport? Það veit frænkufélagið því eft- ir einn góðan Frænkuhitting sem var útreiðartúr upp í Laxnes og grill á eftir og þurfti að koma öll- um frænkunum heim og var pabbi fenginn til að sjá um það. Vegna starfs síns bjó Stína erlendis í nokkur ár, m.a. í Stokkhólmi, New York og síðast í Kanada. Ég heim- sótti Stínu bæði til Stokkhólms og NY og áttum við þar ógleymanlega daga þar sem ég hafði Stínu frænku alveg út af fyrir mig. Það var frá- bær tími. Alltaf þegar Stína frænka kom heim í frí voru haldnar veislur í Bjarkarholtinu og svo seinna í Æsufellinu þar sem stórfjölskyldan hittist með góðum mat og húll- umhæi. Alls staðar þar sem Stína bjó gerði hún heimili sitt að hlýjum og góðum stað. Alltaf passaði allt inn hjá Stínu þó búslóðin væri flutt landa á milli í mismunandi íbúðir, allt svo smekklegt og vel fyrir kom- ið. Ég kveð þig, elsku Stína frænka, með söknuð í hjarta og veit að amma tekur vel á móti þér. Öllum aðstandendum votta ég mína inni- legustu samúð. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Knús og kossar. Ásta frænka og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.