Morgunblaðið - 26.10.2008, Qupperneq 45
Minningar 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008
✝ Steingrímur Sæ-mundsson fædd-
ist á Egilsstöðum í
Vopnafirði 19. apríl
1939. Hann lést 6.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sæmundur Gríms-
son, f. 1897, d. 1961,
og Helga Methúsal-
emsdóttir, f. 1903, d.
1997. Systkini Stein-
gríms eru Stein-
grímur, f. 1919, d.
1939, Jóhanna, f.
1919, Björn, f. 1931,
Ólafur, f. 1932, Guðlaug, f. 1933,
Sigríður, f. 1934, Baldur, f. 1936,
Hilmar, f. 1944, og Sæmundur, f.
1950.
Eiginkona Steingríms er Guðný
K. Valdimarsdóttir, f. 11. júlí
1937. Þau giftu sig 13. maí 1962.
Börn þeirra eru: 1) Valdís Anna, f.
1957, gift Hafsteini Bjarnasyni,
börn þeirra Hera Sif, Eva. 2) Sæ-
mundur, f. 1958, kvæntur Bryn-
dísi Hafsteinsdóttir,
börn þeirra Tinna
Dröfn, Karen Ýr,
Axel Örn. 3) Sindri,
f. 1969, kvæntur
Sharon Kerr, börn
þeirra Kirsten Ash-
ley, Alda Kría. 4)
Baldur, f. 1972.
Steingrímur bjó á
Vopnafirði til ársins
1986 og var lengst
af starfandi hjá
Kaupfélagi Vopn-
firðinga eða þar til
hann gerðist sjálf-
stæður atvinnurekandi og rak
bóka- og gjafavöruverslun á
Vopnafirði í nokkur ár. Árið 1986
flutti hann í Hveragerði og starf-
aði hjá Essó allt þar til að hann
flutti til Reykjavíkur árið 1993 og
hóf störf hjá Hjálpartækjamiðstöð
Tryggingastofnunar ríkisins og
þar starfaði hann til dánardags.
Útför Steingríms fór fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Afar eru þarfaþing. Á Vopnafirði
skín sólin og amma leiðir mig. Við
hittum afa og hann gefur mér marg-
litt armband úr búðinni. Ég hleyp um
í stóra garðinum í Kambahrauni og
kalla á eftir afa: Afi skafi! Afi hlær.
Ég horfi á afa smíða í bílskúrnum. Ég
flýti mér að sofna á kvöldin þegar ég
er í pössun hjá afa og ömmu því afi
hrýtur svo hátt. Ég spila marías við
afa allan daginn og drekk mjólk úr
Tomma og Jenna glasi – afi leyfir
mér stundum að vinna.
Ég fer í golf með afa og hann kenn-
ir mér að pútta án þess að beygja úln-
liðinn. Ég sit á kaffihúsi í París með
afa og við horfum á fólkið. Ég kem í
mat til ömmu og afa í Breiðholtið og
rökræði um pólitík og heimsmál við
afa – hann leyfir mér ekki lengur að
vinna heldur hlær að mér þegar ég er
orðin rauð í framan af æsingi. En ég
fæ samt ennþá að strjúka honum um
skallann og kúra smá-stund í hálsa-
kotið hans þegar við sitjum saman í
sófanum – þó ég sé orðin fullorðin –
því ég verð alltaf afastelpa.
Eva.
„Dáinn, horfinn, harmafregn“.
Hann Steingrímur bróðir minn er
farinn yfir móðuna miklu. Það er eitt-
hvað svo tómlegt að standa frammi
fyrir því að geta ekki labbað að sím-
anum og hringt í Steingrím eða eiga
ekki von á því að heyra dyrabjölluna
hringja og sagt sé: „Hæ systa, þetta
er ég“ Ég ætla ekki að halda langa
lofræðu um hann, því hann myndi
segja ef hann gæti: „Hafðu þetta fyr-
ir þig.“ Mun ég því stikla á stóru.
Það sem einkenndi lífshlaup Stein-
gríms var manngæska, víðsýni og
verksnilld. Var hann því eftirsóttur
starfskraftur og naut vinnunnar til
hins ýtrasta.
Áhugamál átti hann mörg og bar
þar hæst golf-íþróttina þar sem hann
var sannarlega á heimavelli. Ferða-
lög voru honum einnig afar hugleikin,
minnist ég ferðalaga sem hann bauð
mér í með þeim hjónum mér til mik-
illar ánægju og engan skemmtilegri
ferðafélaga þekkti ég því hann var
náttúruunnandi, fagurkeri, söngvari
af guðs náð með sína björtu tenór-
rödd og dansari góður. Hann hafði
einstaklega notalega nærveru að
ógleymdu hógværa glettnislega
skopskyninu, þrátt fyrir að stutt væri
í alvöruna.
Um leið og ég votta eftirlifandi eig-
inkonu hans, elsku Guðnýju mágkonu
minni, börnum þeirra Baldri, Valdísi,
Sæmundi, Sindra og fjölskyldum
þeirra, mína dýpstu samúð og bið
þeim guðs blessunar í þeirra miklu
sorg, kveð ég hann með þessum orð-
um: Elsku bróðir minn, drengurinn
góði, þín mun verða sárt saknað.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briem.)
Guðlaug systir.
Ég minnist þín, er sé ég sjóinn glitra
við sólar-hvel
og þegar mánans mildu geislar titra
ég man þig vel.
Þessar ljóðlínur flugu í gegnum
huga minn þegar mér barst andláts-
fregn Steingríms bróður míns. En
hann varð bráðkvaddur að morgni 6.
október sl.
Ég er óendanlega þakklát fyrir
heimsóknina hans fyrir u.þ.b. viku áð-
ur en hann kvaddi þennan heim. Við
sátum við eldhúsborðið með kaffiboll-
ana og ræddum ástandið í þjóðfélag-
inu, gagnlegar samræður það. Slóg-
um einnig á léttari strengi og áttum
afar skemmtilega morgunstund. Ég
man að ég horfði á bróður minn þar
sem hann sat á móti mér, með þetta
sérstaka bros og í augunum var hlýja
og prakkaraskapur í bland. Þetta er
góð minning sem ég mun varðveita í
hjarta mínu. Ekki hvarflaði að mér að
þetta yrði okkar síðasta samveru-
stund í þessu lífi. Takk fyrir að gefa
mér hana. Steingrímur ávann sér vin-
semd og virðingu hvar sem hann fór.
Verkleikni hans var óumdeild. Tón-
listin rann í blóðinu. Hann hafði afar
fallega söngrödd og var því liðtækur í
þeirri list. Einstaklega orðheppinn og
skemmtilegur og eru til mörg gull-
korn þar um. Uppáhaldsfrístundaiðj-
an hans var golf og stundaði hann það
eins og annað sem hann tók sér fyrir
hendur af fullum metnaði og til að ná
árangri, enda ófáir bikararnir.
Elsku Guðný mín, Baldur, Valdís,
Sæmundur, Sindri og fjölskyldur, ég
votta ykkur mínu dýpstu samúð og
bið góðan guð að gefa ykkur styrk á
erfiðum tíma.
Ég heyri þig, er þýtur fjarlæg alda
svo þungt og ótt.
Ég heyri þig, er hlustar björkin kalda
um helga nótt.
(J.W. Goethe, þýð. Matth. Joch.)
Með söknuði og þakklæti kveð ég
þig elsku góði bróðir minn.
Sigríður Elísabet
(Sigga systir).
Við viljum minnast Steingríms,
vinnufélaga okkar í hjálpartækjamið-
stöð. Við minnumst hjálpsemi hans
og ósérhlífni jafnt í garð okkar sem
og viðskiptavina, glaðlyndis hans og
kviðlinga sem hann kastaði oft fram
þegar það átti við í dagsins önn. Hann
var mikill húmoristi og yfirleitt stutt í
glettnina hjá honum en hann hafði
ákveðnar skoðanir og lét þær í ljós ef
honum hitnaði í hamsi um stund en
ágreining erfði hann aldrei við nokk-
urn mann. Við minnumst þess hve oft
var glatt á hjalla á kaffistofunni þeg-
ar rætt var um lífsins gang, bæði í
gamni og alvöru. Okkur leið vel með
honum og honum virtist líða vel með
okkur. Hann var mjög virkur í fé-
lagsstarfi okkar og lét sig sjaldan
vanta hvort sem það var þorrablót,
jólaföndur eða annað. Steingrímur
var góður söngmaður, og á ferðum
okkar innanlands sem utan nutum við
kunnáttu hans af vísum og gömlum
dægurlögum.
Steingrímur byrjaði að vinna á
verkstæði hjálpartækjamiðstöðvar í
janúar 1994 og starfaði þar til síðasta
dags, síðast sem verkefnastjóri frá
ágúst 2004. Steingrímur var metnað-
arfullur í starfi, einstaklega handlag-
inn og úrræðagóður sem skilaði sér
vel í starfinu. Viðmót hans var þægi-
legt og alltaf heilsaði hann samstarfs-
fólki sínu og gekk eftir því með sínum
hætti ef hann fékk ekki svar á móti af
einhverjum ástæðum. Hann var mað-
ur persónulegra samskipta og ekki
hrifinn af tölvusamskiptum.
Við þökkum Steingrími samstarfið
og allar ánægjulegu samverustund-
irnar í leik og starfi. Við sendum ást-
vinum hans, Guðnýju eiginkonu hans
og börnunum,Valdísi, Sæmundi,
Sindra og Baldri og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Minningin um Steingrím lifir á
meðal okkar.
Kveðja frá samstarfsfólki hjálpar-
tækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga
Íslands
Björk Pálsdóttir.
Steingrímur
Sæmundsson
Elsku afi. Það er erfitt að
venjast þeirri hugsun að þú
sért ekki lengur á meðal okk-
ar, sérstaklega þar sem
þetta bar svo brátt að. Ég
mun aldrei gleyma öllum
góðu minningunum um þig
og þær mun ég geyma í
hjarta mínu alla tíð.
Lífs þíns blóm
laut fyrir haustinu.
En eftir stendur,
í hjarta okkar minning.
Elsku amma, megi Guð
gefa þér styrk til að takast á
við missinn og þá miklu
breytingu sem orðið hefur í
lífi þínu. Þú átt alla mína
samúð.
Þín
Karen Ýr.
HINSTA KVEÐJA
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix
✝
Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
HÖGNA GUÐJÓNSSONAR
frá Skallabúðum,
Grundarfirði,
Hjallabraut 33,
Hafnarfirði.
Guð blessi ykkur öll.
Ragnheiður Benidiktsdóttir,
Sigurjóna Högnadóttir, Auðunn Bjarni Ólafsson,
Benidikt Viggó Högnason, Sigrún Hilmarsdóttir,
Sigríður Högnadóttir, Elías Arnar Þorsteinsson,
Guðrún Högnadóttir, Rósant G. Aðalsteinsson,
Ragnhildur Högnadóttir, Haraldur Unnarsson,
Lilja Högnadóttir, Sumarliði Þór Jósefsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
FANNEYJAR HALLDÓRSDÓTTUR
frá Ísafirði.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á
dvalarheimilinu Lundi á Hellu fyrir góða og
kærleiksríka umönnun.
Kristján Óli Maríasson, Helga Axelsdóttir,
Guðmundur Geir Maríasson, Gladys Maríasson,
Friðgerður Kr. Maríasdóttir, Jón S. Baldursson,
Halldór Bjarni Maríasson, Áslaug F. Guðmundsdóttir,
Fanney Maríasdóttir,
Nanna Bára Maríasdóttir, Guðmundur Ingi Einarsson,
ömmubörn, langömmubörn og fjölskyldur.
✝
Þökkum innilega alla þá vináttu og samúð sem
okkur var sýnd, ásamt fallegum orðum, við fráfall
okkar ástkæra eiginmanns, föður, afa og bróður,
ÞORLÁKS SÆVARS HALLDÓRSSONAR
barnalæknis.
Guð veri með ykkur.
Fjölskyldan.
✝
Kæra samferðarfólk,
frá andláti elsku drengsins okkar,
BJARNA PÁLS,
hefur umhyggja ykkar og hlýja umvafið okkur og
veitt fjölskyldunni ómetanlegan styrk á erfiðum
tímum. Sá stuðningur sem við nutum í veikindum
hans jafnt frá vandamönnum, fagfólki sem og
ókunnugum er ómetanlegur, hafið hjartans þökk
fyrir.
Sérstakar þakkir færum við þeim sem gerðu útfarardag Bjarna Páls
ógleymanlegan. Allir voru boðnir og búnir til að heiðra minningu
hans og þrátt fyrir erfiða stund lifa eftir ljúfsárar og fallegar minn-
ingar. Væntumþykja og góðvild ykkar bar drengnum okkar yndis-
lega fagurt vitni.
Guð blessi ykkur öll.
„Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú
ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.“ 23. Davíðssálmur.
Fyrir hönd fjölskyldunnar allrar,
Kristján, Droplaug,
Baldvin, Birkir og Anna Björk.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og systir,
VILBORG KATRÍN
ÞÓRÐARDÓTTIR PETIT,
Brekkustíg 29a,
Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn
20. október.
Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn
29. október kl. 13.00.
Leethor Cray,
Björg Hauks Cray,
Reynir Hauksson, Monica Hauksson,
barnabörn, barnabarnabörn og systkin.