Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 49

Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008 Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur í kvöld kl. 20, danshljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Skrifstofa fé- lagsins er opin virka daga kl. 10-16, sími 588-2111. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9-16.30 er fjölbreytt dagskrá, opnar vinnustofur, spilasalur o.fl. Á fimmtud. kl. 12.30 er bútasaumur. Mánudaga kl. 9 og föstudaga kl. 13 er fjölbreytt leikfimi (frítt) og kaffi í ÍR heimilinu v/ Skógarsel, kennari er Júlíus Arnarsson íþróttakennari. Hæðargarður 31 | Fjölskyldugangan kl. 10. Ókeypis leiðbeiningar á tölvur á mánudögum og miðvikudögum. Farið verður á Hart í bak fimmtud. 13. nóv. kl. 14. Miðaverð er 2.800 kr., skráning er hafin. Skúli Lórentzson, skyggnilýsing miðvikudag kl. 20, verð kr. 1.500. Uppl. í síma 411-2390. Íþróttafélagið Glóð | Æfingar fyrir sýn- ingar í Kópavogsskóla á þriðjud. kl. 14.30. Á miðvikudag eru almennir hóp- dansar í Lindaskóla kl. 15 og ringó í Snæ- landsskóla kl. 19 . Á fimmtudag er línu- dans kl. 16.30 í Húnabúð. Uppl. í síma: 564-1490, 554-2780 og 554-5330. Korpúlfar, Grafarvogi | Ganga á morg- un kl. 10 frá Egilshöll. Bútasaumur á morgun kl. 13-16. Vesturgata 7 | Vilhjálmur Bjarnason að- júnkt hjá viðskiptadeild Háskóla Íslands ræðir um þjóðlífið og fjármálin á þriðju- daginn kl. 13. Umræður og fyrirspurnir á eftir og kaffiveitingar. Glerbræðslu- námskeið 4. nóvember kl. 9.15-12. Upp- lýsingar og skráning í síma 535-2740. Farið verður í Þjóðleikhúsið að sjá Hart í bak eftir Jökul Jakobson fimmtudaginn 13. nóvember kl. 14. Kaffi í hléinu. Nánari uppl. í síma 535-2740. Lögga, læknir og lögfræðingur Kippan HVERNIG MUNDIR ÞÚ LÝSA SJÁLFUM ÞÉR? ERTU NÓGU HUGRAKKUR TIL AÐ SEGJA FÓLKI HVER SKOÐUN ÞÍN ER Í RAUN OG VERU EIGINLEGA EIGINLEGA? ÉG ER NÓGU HUGRAKKUR... EN ÉG HEF ENGAR SKOÐANIR ÉG SÉ ÞIG MEÐ HÓPI AF FALLEGUM, ERLENDUM KONUM Á SÓLBAÐSSTRÖND ÞAÐ GETUR EKKI VERIÐ... HÚN HLÝTUR AÐ VERA EITTHVAÐ BILUÐ LÆRÐU AÐ SEGJA FÓLKI TIL NEI, ÞÚ HEFÐIR FYRST ÁTT AÐ SEGJA, „PASSAÐU ÞIG Á BÍLNUM!“... SÍÐAN, „EKKI KEYRA SVONA HRATT!“ FINNST ÞÉR EKKI ÓÞOLANDI ÞEGAR ÞAÐ ERU AFGANGAR SEM ÞÚ VEIST EKKI HVAÐ ÞÚ ÁTT AÐ GERA VIÐ? ÞETTA ER NÝI STJÖRNUFRÆÐI -KENNARINN OKKAR EFTIR AÐ HAFA UNNIÐ HJÁ ÞESSU FYRIRTÆKI Í MÖRG ÁR HÖFUM VIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ REKA ÞIG TIL AÐ SÝNA ÞÉR HVERSU MIKIÐ TILFINNINGAR ÞÍNAR SNERTA FYRIRTÆKIÐ HEF ÉG ÁKVEÐIÐ AÐ LÁTA EINS OG ÞÚ SKIPTIR MÁLI ERTU AÐ NOTA TÖLVUNA MÍNA TIL AÐ SKOÐA TÖLVUPÓSTINN ÞINN? KENNDU ÞEIR ÞÉR EKKI NEITT Í HLÝÐNISSKÓLANUM? TIL að gera góðan snjóbolta þarf snjórinn helst að vera dálítið blautur. Þessar dömur dunduðu sér við að hnoða snjóbolta í Bankastrætinu og gera það listilega vel. Morgunblaðið/Valdís Thor Snjóboltagerð Sundabraut MIG langar til að biðja lítillar bónar núna þeg- ar Sundabrautin hefur verið slegin af um ófyr- irséða framtíð. En hún er sú að allir sem verða fastir í umferðarteppu í Ártúnsbrekkunni líti í spegilinn og spyrji sjálf- an sig: er það mér að kenna að ég sit hér fast- ur og á ekki aðra leið? Er það mér að kenna að einfaldasta, fljótlegasta og ódýrasta leiðin við umferðarflæði úr borg- inni og til fjölmennra íbúðahverfa var ekki valin? Leið sem fagmenn Vegagerðarinnar höfðu mælt með og væri vafalaust langt komin í dag ef þeir hefðu mátt ráða. En ég hef grun um að það yrðu ekk- ert voðalega margir sem mundu svara þessari spurningu játandi, nema að þeir hafi verið meðlimir í borgarstjórn liðinna ára eða þátttak- endur í einhverjum íbúasamtökum, en það eru tíu manna hópar sem koma saman í blokkaríbúð og fá blaðamenn til að bakka sig upp. En Jóhann Hafstein reið á vaðið og heimtaði einhverja Golden Gate brú, og Hanna Birna er nú föst í því að krefjast neðansjávarganga. En brýr eru til að yfirstíga fljót eða ófærur og jarðgöng til að koma í stað erfiðra fjallvega, en að hvolfa sér niður í sjó- inn við Skúlagötu er heimska. Og ég held að sjaldan hafi jafn fáir gert jafn mörgum jafn illt og í þessu máli. En svo berast gleðilegar fréttir af veg- inum á milli Þingvalla og Laug- arvatns, en þar hafa loks verið yf- irstignir þeir mannlegu þröskuldar sem hafa hamlað þeirri framkvæmd árum saman. Leó S. Ágústsson. Aukin hætta UM margra vikna skeið hafa menn á vegum gatnamálastjóra staðið í því að umturna hluta Fellsmúla og Háaleit- isbrautar. Vegna kveinandi konu var rokið til og farið í að umturna Fells- múla. Ástæðan var sú að konan full- yrti að þarna væri um hættulega götu að ræða. Síðustu 24 ár hef ég ekið margsinnis um þessa götu daglega. Á þessari götu er einn hættulegur stað- ur þar sem mörg umferðaróhöpp hafa orðið og mér vitanlega engin með slysum á fólki. Það er þar sem ekið er út af Hreyfilsplaninu inn á Fellsmúlann. Í byltingunni vegna um- ræddrar konu hefur ekkert verið gert til þess að bæta úr á þess- um óhappastað. Niður Háaleitisbraut frá Fellsmúla tekur steininn úr. Þar er ak- brautin sveigð til og frá, þannig að þrír hlykkir eru gerðir á þann hluta sem niður liggur, eyja sem aðskildi akbraut- irnar er fjarlægð til þess að sveigja ak- brautirnar saman og frá útkeyrslum tveggja íbúðarhúsa. Þar hef ég aldrei séð um- ferðaróhapp, en líklegt má telja að íbúum þessara húsa þyki sér ógnað, þegar þeir þurfa að aka út frá húsum sínum. Þar sem akbrautin hallar til vinstri, í þessu beygjurugli, má vænta þess í hálku muni koma til árekstra, þegar ökumenn á leið niður bregðast við hálkunni með því að stíga á hemla til þess að hægja á bifreiðum sínum, sem þá renna yfir á gagnstæða ak- rein. Þarna tel ég að gatnahönnuðir hafi gert mikil mistök enda virðast þeir ekki þekkja miðflóttaaflið. Nið- urstaða mín er sú að þessi verk séu óþörf og fullkomlega ástæðulaus auk þess að í þau hefur trúlega verið hent a.m.k. tuttugu milljónum króna. Kristinn Snæland leigubílstjóri. Norræna húsið ÞAÐ bar svo við um daginn, þegar ég kom að Norræna húsinu og hafði ekki komið þar alllengi, að við blasti skilti á þremur tungumálum um sýning- arsali, efst á íslensku, svo á ensku og neðst á sænsku. Þótt lítið efni væri, sló þetta mig. Inni var á vegg kynn- ing á húsinu á tveimur tungumálum samhliða, íslensku og ensku, en ekki öðrum tungumálum. Það hefur verið sjálfsagt í starf- semi Norræna hússins, að þar eru fyrstu tungumálin íslenska og danska/norska/sænska, eftir atvikum, en önnur tungumál á eftir, svo sjálf- sagt, að það er ef til vill hvergi tekið fram. Er einhver hugsun á bak við þetta, sem nú blasti við, eða ef til vill hugsunarleysi? Björn S. Stefánsson.        Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Velvakandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.