Morgunblaðið - 26.10.2008, Síða 50
50 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2008
Í
síðustu viku kom fyrsta breið-
skífa sveitarinnar, Pull Hard,
út. Innihaldið er kraftmikið
pönkrokk, vel þétt og rokk-
andi og nánast undarlegt að
sveitin sé ekki nema eins og hálfs árs
gömul. Á Airwaves í fyrra vakti sveit-
in einnig athygli fyrir kraftmikið sett
en síðan þá hefur hún spilað nánast
um hverja einustu helgi og steinninn
því slípaður frá morgni til kvölds. Í ár
sló sveitin hálfpartinn í gegn, spilaði á
fernum tónleikum á og í kringum
Airwaves og plata hennar mokaðist
út, var mest selda plata sveitar á há-
tíðinni. Aðdáendur utan úr heimi
komu gagngert til að sjá hana (my-
space!) og þungarokksbiblían Kerr-
ang! er í góðu bandi við meðlimi. Tón-
leikaferðalög um Kína (í apríl/maí) og
Bandaríkin (september) eru þá að
baki og ýmis sambönd eru að komast
á úti í löndum. Lag sveitarinnar,
„Blizzard“ er þá í öðru sæti X-Dom-
inoslista X-ins 977 og hefur jafnframt
verið að fá spilun á Rás 2. Hér er
komin kornung sveit, nýbúin að gefa
út sína fyrstu plötu – og það á litlu
merki – en er strax hokin af reynslu.
Við spilum endalaust
Ég sest niður með bandinu eins og
það leggur sig, strax eftir að ljós-
myndarinn hefur lokið sér af. Að taka
viðtal við heila hljómsveit getur verið
bagalegt, allt leysist upp í flipp og
málæði en svo er ekki í þessu tilfelli.
Jú, vissulega rýkur orkan og ástríðan
upp en í þessu tilfelli er það gefandi.
Það er allt á fullu spani hjá sveitinni,
sjálfstraustið í toppi og ekkert er
ómögulegt en sveitina skipa þau Orri
(trommur), Eygló (söngur), Lotta
(gítar), Eyrún (gítar) og Ástrós
(bassi).
„Það var geðveikt að fara til Kína,“
segir Orri. „Það má segja að sú ferð
hafi þétt bandið enn frekar og gert
það að því sem það er í dag. Þar á
undan vorum við búin að spila u.þ.b.
50 sinnum á Amsterdam og því góð
tilbreyting að spila fyrir fleiri.“
Eyrún segir stemninguna úti í Kína
ólýsanlega.
„Það var alltaf troðfullt á tónleikum
og Kínverjarnir allir í ýktum pönk-
múnderingum. Og tóku líka þvílíkan
þátt í tónleikunum, allir glaðir og æst-
ir. Íslenskir áhorfendur eru mun erf-
iðari.“
Vicky-liðar lýsa Hafnarfirði sem
gróskumiklum rokkbæ og Orri, sem
er sá eini sem er ekki þaðan, hristir
hausinn yfir ástandinu.
„Það er bara rokk hérna!“ segir
hann og dæsir. Lotta tekur við.
„Hljómsveitir hittast í æfinga-
húsnæði, eða á tónleikum í Gamla
bókasafninu eða bara á barnum á A.
Hansen. Stundum er verið að
djamma saman í æfingahúsnæði og
þannig varð þessi hljómsveit til, sam-
sláttur úr tveimur hljómsveitum.“
Nokkrar stelpnanna höfðu verið í
kántrísveit með Lay Low sem hún
hefur stundum minnst á en þegar
fimmmenningarnir sem nú skipa
Vicky hittust á æfingu urðu talsverð
hljóðfæraumskipti (Eyrún fór t.d. af
trommum á gítar) og Orri settist á
bak við settið – blindfullur. Og ferða-
lagið síðan hefur verið ævintýri líkast
– leiðin hefur eiginlega legið beint
upp á við og verið heldur greið bar-
asta.
„Við spiluðum svo mikið að við
höfðum ekki tíma til að semja nýtt
efni,“ segir Lotta og er mikið niðri
fyrir. „Við sömdum fjögur lög á
fyrstu þremur æfingunum og á fyrstu
tónleikunum þurftum við að renna í
gegnum þau tvisvar, þrisvar. Fólk
öskraði eftir meira og við vorum búin
að spila göt á þessi örfáu lög.“
Og að redda tónleikum hefur verið
lítið mál.
„Við erum alltaf beðnar … afsakið
beðin um að spila,“ segir Eygló og
hlær. „Við eigum vinasveitir eins og
Cliff Clavin, We Made God, Ashton
Cut, Wulfgang og nú erum við alltaf
að spila með Agent Fresco.“
Rokkgellur … og -gæi
Platan kemur út á litlu merki sem
kallast Töfrahellirinn en það rekur
Ásgeir nokkur Guðmundsson sem er
umboðsmaður sveitarinnar og er
einnig skráður sem upptökustjórn-
andi plötunnar. Hann kom sveitinni
út til Kína og hefur verið að vinna að
framgangi hennar úti í Bandaríkj-
unum, Bretlandi og Þýskalandi.
„Við erum komin í gott samband
úti í Þýskalandi,“ segir Orri. „Þá er
búið að bjóða okkur að gefa út plöt-
una í Bandaríkjunum og það er svona
verið að pota í Bretland.“
Platan var tekin upp í Tanknum,
hljóðveri sem er á Flateyri við Ön-
undarfjörð. Um er að ræða gamlan
lýsistank sem byggður var 1925 en
hefur nú verið innréttaður sem hljóð-
ver. Upptökuna gerði Önundur Páls-
son, eigandi Tanksins.
„Við tókum plötuna upp á fimmtán
tímum,“ segir Eyrún. „Rúlluðum
þessu inn beint, söngurinn var svo
tekinn upp síðar. Við prufuðum að
taka upp eins og vant er, trommur
sér, gítara sér o.s.frv. en það virkaði
engan veginn. Þetta byggist of mikið
á því að vera saman og ná upp ein-
hverri stemningu. Þetta er svo mikið
tónleikaband.“
Svo þegar upptökum var lokið um
nóttina keyrði sveitin beinustu leið
heim, yfir Steingrímsfjarðarheiði, og
festist þar.
„Björgunarsveitin Dagrenning á
Hólmavík kom og bjargaði okkur,“
segir Lotta og hlær sínum smitandi
hlátri. „Hún er efst á þakkalista plöt-
unnar!“
Eins og gefur að skilja kom sveitin
með lögin fullkláruð inn í hljóðverið,
enda lítið svigrúm til að vera að dútla
eitthvað við lögin á svo skömmum
tíma.
„Við vildum hafa þetta hreint og
beint,“ segir Lotta. „Ná einhverju
grúvi upp og sleppa öllum óþarfa pæl-
ingum.“
Ákveðið var að breyta nafninu úr
Vicky Pollard í Vicky til að rugla fólk í
Bretlandi ekki í ríminu, fari svo að sveit-
in spili eitthvað þar og gefi svo út plötu í
kjölfarið. Vicky Pollard er nafn á per-
sónu í Little Britain-gamanþáttunum.
Í auga stormsins
Morgunblaðið/Frikki
Hoppandi glöð Vicky er á fullu stími um þessar mundir og teygir ástríðufulla rokkanga sína víðs vegar um veröldina. Harla gott hjá svo ungri hljómsveit.
Ungsveitin Vicky (áður Vicky Pollard), skipuð fjórum ungum hnátum og einum hnokka, sló í gegn á umliðinni Airwaves-hátíð.
Býsna margt er í farvatninu hjá þessari ungu og bráðefnilegu sveit og settist Arnar Eggert Thoroddsen á rökstóla með sveit-
inni í heimabænum, hinni miklu rokk og ról útungunarstöð Hafnarfirði.
» Fólk kemur til okkar blaðskellandi og segist
ekki hafa búist við þessu. Fólk virðist hissa á því
að við getum hent í almennilega rokktónleika. Fólk
afskrifar stelpubönd venjulega áður en þau eru bú-
in að spila eina nótu.“
TIL allrar hamingju hafa komið fram sveitir
í gegnum tíðina sem brjóta upp alltumlykj-
andi testósterónflæði nútímarokks. Lítum á
nokkrar þekktar sveitir úr sögunni sem hafa
sömu skipan og Vicky, þ.e. karlmaður lemur
húðir en restin af hljóðfæraleiknum er í
höndum kvenfólks.
Throwing Muses Þessi dásamlega ný-
bylgjusveit var leidd af þeim stjúpsystrum,
Kristin Hersh og Tanyu Donelly og var
blómaskeið hennar á níunda áratugnum. Á
fyrstu þremur breiðskífunum var sveitin
skipuð þeim stöllum en auk þeirra voru
bassaleikarinn Leslie Langston og trymbill-
inn Dave Narcizo í bandinu. Síðasta plata
þessarar liðsskipunar var Hunkpapa (1989)
sem er af flestum talin besta verk Throwing
Muses.
The Breeders Þessi sveit, sem var hug-
arfóstur Pixies-limsins Kim Deal „sló“ í gegn
árið 1994 með plötunni Last Splash, eink-
anlega þó með laginu „Cannonball“ (þú veist
alveg að þú kannt að humma það …). Fyrsta
platan, Pod, kom út árið 1990 og þá voru í
sveitinni ásamt Deal áðurnefnd Donelly, Jo-
sephine Wiggs úr Perfect Disaster en um
trommuslátt sá Britt nokkur Walford, betur
þekktur sem meðlimur í Slint, einni áhrifarík-
ustu jaðarrokkssveit allra tíma. Á Last Splash
hafði tvíburasystir Deal, Kelley leyst Don-
nelly af og Jim McPherson hafði leyst Wal-
ford af (ég er kominn með hausverk af þess-
um poppnördahætti. Segjum þetta gott …).
Kolrassa krókríðandi/Bellatrix Er
Kolrassa sigraði Músíktilraunir árið 1992 var
hún eingöngu skipuð stúlkum. Fljótlega eftir
útkomu Drápu, fyrstu plötu sveitarinnar,
gekk Birgitta Vilbergsdóttir úr sveitinni en
Karl Ágúst Guðmundsson, Kalli, leysti hana
af. Hann kom úr dauðarokkssveitinni Sorori-
cide og þótti þessi tilfærsla ansi djörf á sínum
tíma. Hann leysti sitt með miklum sóma og
skellti sér meira að segja í kjól á fyrstu tón-
leikunum til að undirstrika hvert hann væri
kominn.
Velvet Underground Jæja, nú snúum
við þessu á rönguna hérna í lokin, svona upp
á flippið. Þessi gríðarlega áhrifamikla sveit
(sumir segja hana mikilvægustu rokksveit
allra tíma) var skipuð þeim Lou Reed, Sterl-
ing Morrison og John Cale en á trommum var
Maureen Tucker og var hún standandi við þá
iðju. Hún leysti Angus MacLise af, en hann
hafði neitað að spila fyrir borgandi áhorf-
endur (hvílíkir tímar sem þetta voru …). Nico
telst ekki með í þessari greiningu, enda
gestasöngvari á margfrægri fyrstu plötu
sveitarinnar.
Bellatrix Kalli var einn í kvennaveldi.
Strákurinn sér um taktinn, stelpurnar um hitt