Morgunblaðið - 03.11.2008, Page 9

Morgunblaðið - 03.11.2008, Page 9
Bylting í laxeldi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kynntist tækninýjungum Vaka hjá þeim Hermanni Krist- jánssyni og Hólmgeiri Guðmundssyni eftir að fregnir bárust af leigusamningnum. Morgubnlaðið/RAX Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is ÞAÐ ríkir almenn ánægja hjá for- svarsmönnum hátæknifyrirtæk- isins Vaka með nýjan leigusamn- ing við laxeldisfyrirtækið Marine Harvest. Um er að ræða 200 millj- óna króna samning um leigu á nýjum búnaði, raunar þeim fyrsta sinnar tegundar, sem mælir stærð og vöxt fiska neðansjávar. „Við höfum áður átt í viðskipt- um við Marine Harvest, sem er stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi,“ segir Hermann Kristjánsson framkvæmdastjóri Vaka. „Að þessu sinni vorum við hins vegar að leigja þeim svolítið stóran pakka til að nota við laxeldi sitt í Skotlandi.“ Marine Harvest er einnig með fiskeldi í Noregi, Skotlandi, Chile og Kanada og segir Hermann því vel möguleika á að frekari leigu- samningar á búnaðinum fylgi í kjölfarið á næstunni. „Við viljum þó ekki vera að byggja neinar skýjaborgir, en þessi nýja kynslóð af búnaði býður vissulega upp á ákveðna byltingu í rekstri fiskeld- isstöðva. Reynslan af búnaðinum verður síðan vonandi það góð að menn vilji fá hann sem Tæknin hefur verið nokkur ár í þróun og má, að sögn Hermanns, nota búnaðinn alls staðar þar sem lax- eldi fer fram. Þykir hann því bjóða upp á mikla vaxtarmögu- leika fyrir fyrirtækið, sem er nú þegar með um 96% af veltu sinni erlendis. Selur Vaki í dag vörur til 50 landa og eru stærstu markaðirnir í Noregi, Skotlandi, Kanada, Chile og við Miðjarðarhafið. Efnahagsvandinn hér heima hefur valdið fyrirtækinu rétt eins og öðrum útflutningsfyrirtækjum erfiðleikum. „Við vorum hins veg- ar með svo góða stöðu þegar kreppan skall á að undanfarnar vikur höfum við einfaldlega sleppt því að reka á eftir greiðslum erlendis frá,“ segir Hermann og bætir við að slíkt geti þeir þó ekki gert endalaust. Hann telur lítil fyrirtæki í þekkingariðnaðinum, fyrirtæki á borð við Vaka, geta átt eftir að reynast vel við endurreisn hag- kerfisins. „Það eru þó nokkur fyrirtæki hér á landi sem svipar til okkar og eru að gera góða hluti. Lausn- in þarf nefnilega ekki alltaf að felast í einum stórum hlut, eins og til dæmis álveri, heldur geta smærri fyrirtæki líka átt sinn þátt í lausninni.“ Geta reynst vel við endurreisn hagkerfisins  Fyrsti mælibúnaður sinnar tegundar  Fleiri leigusamningar kunna að fylgja í kjölfarið Í HNOTSKURN »96% af veltu Vaka eru er-lendis. »Vaki selur nú vörur til 50landa og eru stærstu markaðirnir í Noregi, Skot- landi, Kanada, Chile og við Miðjarðarhafið. »Um 80% af veltu fyrirtæk-isins sitja eftir í íslensku hagkerfi. Morgunblaðið/RAX Hátæknibúnaður Reynir Kristófers- son er einn 40 starfsmanna Vaka. Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2008 Miðvikudaginn 5. nóvember kl. 12 á 20. hæð í Turninum, Kópavogi. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir verðlaunin og sem fyrr eru þau veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á líðandi ári og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst. Við ákvörðun um verðlaunahafa er tekið mið af fagmennsku við markaðsmálin. Í ár eru eftirfarandi fyrirtæki tilnefnd: Síminn Vodafone Össur Samhliða fer fram val á Markaðsmanni ársins. Kynnt verður hugmyndavinna fulltrúaráðs ÍMARK um aðkomu markaðsfólks að lausn þeirra þrenginga sem Ísland er nú að ganga í gegnum. Turninn í Kópavogi, 20. hæð, kl. 12.00 - 13.30. Verð 3.800 kr. fyrir ÍMARKfélaga og 4.900 kr. fyrir aðra – hádegisverður innifalinn. Skráning á imark.is eða á imark@imark.is. Markaðsverðlaun ÍMARK 2008 t í s k u h ú s Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 opið 10-18 - laugard. 11-15 Ný sending Nóvembertilboð 20% afsláttur þessa viku VEGNA þess alvarlega ástands sem nú er uppi í samfélaginu hefur ver- ið ákveðið að láta fé það sem gestir Hafnarfjarðarkirkju láta af hendi rakna í morgunmessum á mið- vikudögum í haust renna til Mæðra- styrksnefndar Hafnarfjarðar. Í morgunmessum er vaninn að láta söfnunarbauk ganga fyrir alt- arisgöngu og geta þeir sem vilja gefið fé, sem rennur til góðra verka. Mun söfnunin halda áfram fram yfir fyrsta miðvikudag í að- ventu, en þá verður söfnunarféð af- hent. Eru allir sem áhuga hafa hvattir til að leggja söfnuninni lið á miðvikudagsmorgnum nú í nóv- ember. Frá byrjun september hefur ver- ið sungin gregorsk messa í Hafn- arfjarðarkirkju kl. 8 alla mið- vikudagsmorgna. Eftir messuna er boðið upp á léttan morgunverð í safnaðarheimili kirkjunnar. Messuþjónustu annast sr. Þór- hallur Heimisson en forsöngvari er Guðmundur Sigurðsson organisti og sönghópurinn Lux aeterna. Safnað fyrir Mæðrastyrks- nefnd við morgunmessu RJÚPNAVEIÐI hófst á laugardag- inn og fór vel af stað að sögn Sigmars B. Haukssonar, formanns Skotveiði- félags Íslands, þótt stofninn sé enn lítill og veiðin misjöfn. Mikil hefð er fyrir því að flestir fari af stað fyrstu veiðihelgina og má því búast við að um 3.000 veiðimenn hafi verið á kreiki. Næstu helgar á eftir jafnast fjöldinn svo út, en veiði- mönnum hefur raunar fækkað frá því sem áður var þegar um 5.000 manns fóru að jafnaði á rjúpu. „Menn veiða með öðru hugarfari núna,“ segir Sigmar. „Menn eru hættir magnveiðum en veiða bara lítið fyrir sig og sína.“ Fyrsta veiðihelgin gekk þó ekki slysalaust fyrir sig, því Landhelgis- gæslan var þrisvar kölluð út vegna rjúpnaskyttna og sótti þyrla gæsl- unnar m.a. mann sem fótbrotnaði illa. Sigmar bendir á að þegar svo stór hópur manna er úti í náttúrunni í einu að vetri til geti því miður orðið slys. Þau séu hinsvegar tiltölulega fátíð miðað við þann mikla fjölda sem er á veiðum hverju sinni. Rjúpnaveiðitímabilið stendur til 30. nóv. og er veiði heimil fjóra daga vikunnar, fimmtudag til sunnudag. Rjúpnaveiðin fór vel af stað  Um 3.000 rjúpnaskyttur voru á ferð og gekk veiðin vel  Landhelgisgæslan fékk þrjú útköll vegna veiðimanna Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Fyrst Hannes Sigmarsson fékk eina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.