Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 4
12 SKINFAXI Blaðaskilvísi. Oft er það siður útgefenda að gefa skil- vísum kaupendum að blöðum og tímarit- um sínum svo kallaðan kaupbæti. Oftast nær eru valdar til þess skemtilegar og fróðlegar bækur, og stundum líka skáld- sagnaþvættingur eða myndir, sem lítið eða ekkert er varið í. Þetta er gert í því skyni, að auka útbreiðslu blaðanna, bvetja menn til að standa í skilum o. s. frv. Gerir út- gefandinn að jafnaði ráð fyrir að aukin kaupendatala og skilvísi manna muni borga kostnaðinn, sem af kaupbætinum Ieiðir. Kaupbætinn má lika skoða sem svo, að með honum sé verið að kaupa áskrifend- ur blaðanna til að standa í skilum með borgunina = kaupa menn til að verða ekki óreiðumenn; enda íinst mörgum það skylda, að láta borga sér fyrir að vera orðheldinn og skilvís. Einnig má líta svo á kaupbætinn, að útgefanda þyki blaðið ekki þess virði að það sé borgað, nema einhver aukageta fylgi því. Skinfaxi hefir nú komist líka út á þessa kaupbætisbraut, eins og sum hin blöðin, og sýnir með því að hann tollir í tísk- unni og vill geðjast öllum kaupendum sín- um. Hann hefir jafnvel farið svo langt, að bann getur skilvísum kaupendum sínum rit, sem liggur við, að sé eins mik- ils virði og heill árgangur af blaðinu sjálfu. Hvað sem geta má sér til, í hvaða til- gangi til þeirra er stofnað, þá er ekki þess að dylja, að meðal annars er það gert í því skyni að auðga menn að þekkingu og mentun; þessvegna otar blaðið ekki að kaupendum sínum skáldsagnarusli og ein- hverjum þvættingi eða glingri sem ekkert gildi hefir, og sem gleyml er þegar gleypt er, heldur nytsamri fræðibók eftir einn okkar lærðasta mann. Hún fjallar ekki einungis um þau mál, sem hvern góðan ungmennafélaga varðar, heldur hvern ein- stakling þjóðarinnar, sem kominn er til vits og ára. En þó að Skinfaxi hafi verið svona riflegur við kaupendur sína í þetta sinn, er óvíst að bann hafi ástæðu til þess framvegis. Þó er undir því komið, hve kaupendur hans standa vel í skiluni, og hve duglegir þeir verða að útbreiða blaðið. I sambandi við þetta, sem að framan er sagl, væri engin vanþörf á að drepa lítið eitt á blaðaútgáfu, eins og hún er rekin bér á landi, en rúmið í Skinfaxa Ieyfir það ekki, nema að litlu leyti. Oskil- vísi blaðakaupenda er yfirleitt svo mikii, að furðu gegnir. Og það er verst, að ó- hætt má fullyrða, að þessi óskiisemi eigi að mestu rót sína að rekja til blaðaútgef- endanna sjálfra. Þeir hafa — minsta kosti sumir hverjir — vanið menn á óskilsemi og kæruleysi í þessum greinum. Oft eru mönnum út um land send blöð, án þess að þeir hafi beðið um þau, í þeirri von, að þau verði keypt. Hefir þetta komið mönnum á þá skoðun, að þeir fengju blöðin ókeypis, þangað til einn góðan veð- urdag, eftir mörg ár, þegar skuldin er búin að safnast fyrir, og tilfinnanlegt er að greiða hana í einu, fá menn reikning fyrir blaðið. Þegar svona er komið, segja menn stundum blaðinu upp, og vilja ekk- ert með það hafa, án þess að borga, en útgefandi situr eftir með sárt ennið. Stundum er mönnum skrifað um leið og þeim er sent blaðið, og þeir beðnir að kaupa það eða útvega kaupendur að því, en þá vill það eigi ósjaldan til að humm- að er fram af sér að svara, svo blaðið er sent i óvissu, þangað til seint og síðar- meir, að útgefandi fær að vita, að menn kæra sig ekki um það. Blaðaóskilsemin kemur fram í ýmsum myndum, og aðallega eru það „pólitísku“ flokksblöðin, sem bún á rót sína að rekja til; þeim er fyrir öllu að koma skoðun sinni inn i íólkið, Iivað sem skilvísinni líður frá hendi þess.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.