Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 5
SKINFAXI 13 Þeim sem hlýða á fyrirlestra, horfa á sjónleiki eða aðrar skemtanir, er gert að skyldu að borga við innganginn. Eins væri það ekki ósanngjarnt að krefjast þess, að fréttablöð og mánaðarrit, sem árlega eru gefm út, séu borguð fyrirfram við hver áramót Og þá reglu ættu öll blöð á land- inu að heimta, og fylgja framvegis. Ungmennafélagar ættu að verða fyrstir til að endurbæta blaðasölu á landinu, og byrja á Skinfaxa, sínu eigin málgagni, sem þeim er óefað öllum Ijúft að styðja og eíla. Þeir mundu hljóta þökk og heið- ur hjá öllum góðum mönnum, ef þeir yrðu fyrstir til að ryðja hér nýja braut, ])ví að reglusemi í íleiru en blaðasötu mundi á eftir fara. Reglan ætti að vera þessi: að borga blaðið fyrirfram við hver áramót, en heimta að það sé skilvíslega sent. Þess má geta að blaðaútgefendur verða að borga mánaðarlega: pappír, prentun, ritstjórn, afgreiðslu o. tl., af því sem inn kem- ur fyrir blaðið. Að útgáfu blaðsins, prent- un o. 11., vinna fátækir fjölskyldumenn, sem verða að fá borgun fyrir vinnu sína mánaðarlega til þess að geta framfleytt lífinu. Standi nú kaupendur ekki í skilum með borgun fyrir blaðið, fyr en seint og siðarmeir eða jafnvel aldrei, seinkar út- borgun á launum verkamannanna, sem að blaðinu vinna og bíður þeirra þá örbyrgð, ef þeir missa atvinnuna Að þurfa að svifta einhvern mann atvinnu þeirri, sem hann hefir gert að Iífsstarfi sínu, vegna ó- skilsemi og óreiðu annara ber ekki vott um annað en spiltan hugsunarhátt þeirra, sem orsök eru í uppsögninni. Að hafa heiðarleg viðskifti við hvern sem er, og í sérhverju, er skylda sem á öllum hvílir, og ekki síst ungmennafélög- um, sem svo dýrt hafa að kveðið í stefnu- skrá sinni, enda hafa margir þeirra sýnt það í viðskiftum sinum við Skinfaxa und- anfarin ár. Nú er heitið á alla góða ungmennafé- laga, og aðra, sem kaupa Skinfaxa að taka upp þá meginreglu þegar i stað, að borga hann fyrirfram, og þá sem skulda blaðinu frá fyrra ári að gera skil hið fyrsta. Þá er og bón útgefanda sú: að hver einstakur kaupandi Skinfaxa úlvegi einn kaupanda að blaðinu í viðbót. Með því móti tvöfaldast kaupendatala blaðsins, og Skinfaxi stæði sig við að gefa kaupendum sínum enn einu sinni góða og nytsama bók. Það er viðurkent í orði að Skinfaxi sé „okkar besta blað“. Getum við þá ekki sýnt það í verki. Eins og nú stendur á verður lítið eitt dregið úr stærð blaðsins, á yfirstandandi ári, án þess þó að verðið lækki. En þó er óvíst að það verði nema fyrst um sinn. Það er komið undir skilvísi kaupenda, og hve mikið kaupendatalan eykst. Frá nýári 1915 verður líka sölulaunum litið eitt breytt. Útsölumönnum, sem hafa 3 til 10 kaupendur að Skinfaxa verður borgað 10 °/0, Þeir sem hafa 10—20 kaup- endur fá 15 °/0, en þeir útsölumenn, sem hafa þar yfir fá 20 °/0 af sölverði blaðs- nis. Þetta er lækkun frá því, sem áður var. En gætið þess útsölumenn góðir og kaup- endur, að tilgangurinn með útgáfu Skin- faxa er ekki sá að græða peninga heldur til að glæða samheldni og félags- anda innan ungmennafélagsskaparins, jafn - tramt því sem blaðið ræðir álmgamál félaganna. Þeir sem vinna að ritstjórn, afgreiðslu og innheimtu blaðsins, starfa að því í frítímum sínum — og oft á nóttunni og fá skammarlega lítið, eða alls ekkert fyrir fyrirhöfn sína Þeim þætti sannarlega gott ef þeir fengju 20 aura af hverju ein- taki blaðsins, sem seldist. Þetta kemur til af því að blaðið getur ekki nema með herkjum borgað pappír og prentun, vegna vangreiðslu á andvirðinu. Eina ráðið til að kippa þessu í lag er það, sem bent er á hér að framan, að fyrst og fremst allir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.