Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 10
18 SKINFAXI Forsetinn (og í forfölium hans varaforset- inn) kemur fram fyrir hönd bandalagsins útávið. 4. gr. Akvæði um frumkvæmdastjórninii. Framkvæmdastjórnin sér um störf þau, er gera þarf fyrir alþjóðaþing og ráðstefn- ur, ettir að miðstjórnarnefndin hefir undir- búið þau. Einnig sér hún um allar fram- kvæmdir, er fyrir kunna að koma, og skift- ir starfinu á milli sín. Tilkynning um alþjóðaþing eða ráðstefnu, ber að birta með minst þriggja mánaða fyrirvara. 5. gr. Fjármál. Framkvæmdastjórnin fer með efni ]>anda- lagsins. Þau eru: a. tillög félaga, sambanda ogeinstakra félagsmanna. b. Gjafir frá vinum og styrktarmönnum. c. styrkirfrá landsstjórnum, héruðum o.íl. 6. gr. Tilliig. Árstillagið er einn eyrir af hverjum fé- lagsmanni, þáttfakanda Iandssambands eða bandalags. Minst þó 20 kr. (20 mörk) fyrir hvert landssamband. Tillög einstakra félagsmanna ákveður framkvæmdastjórnin. 7. gr. AlþjóÖaþlug og ráðstefnnr. Sanikomur atkvæðisbærra fulltrúa heita ráðstefnur. Ráðstefna, sem einstakir fé- lagsmenn alþjóðabandalagsins og einstakir félagar hinna þátttakandi bandalaga og sambanda eru á, heitir alþjóðaþing (Kon- gress). Alþjóðaráðstefnurnar kjósa miðstjórnar- nefndina, gera lagabreytingar og veita lausn frá störfum bandalagsins; þar skal og leggja fram reikninga þess til samþykt- ar. Einnig úrskurða þær, hverjir hafa at- kvæðisrétt. Sérhver nýkosin miðstjórnarnefnd heldur þegar stjórnskipunarfund (Konstituierende Sitzung) og undirbýr starfið í næstu fram- tíð. 8. gr. Frumvörp til lagabreytinga og breytinga á starfskrá framkvæmdastjórnarinnar skulu komin til forseta tveim mánuðum fyr en halda skal ráðstefnu þá, sem taka skal ákvörðun um breytingarnar. Dresden Si2. maí 1914. (H. H. þýddi). Heilsufar og klæðnaður, Margt stuðlar að því að Islendingar eru ekki jafn heilsuhraustir eins og þeir voru áður. Dáðlítil fæða, eldhiti og klæðnaður- inn m. fl. gerir það að verkum að þjóðin er að verða veikbygð og þollítil. Áður gerði kjöt og fiskur Islendinga hrausta og þolna, smjörið gerði þá heitfenga, skyrið varði þá berklaveiki og fjallagrösin veittu þeim heilnæm efni úr jurtaríkinu. Nú nota menn mest kornmat og kaffi og þeirri breytingu fylgir hvíti dauðinn, tannveiklun og yfirleitt líkamleg hnignun Þá er og dapurt að sjá skrifstofumenn ogaðra. sem vanir eru miklum ofnhita. Slíkir menn mega vart koma út i frostkælu svo að þeim sé ekki hætta búin af innkulsi, lungna- bólgu o. s. frv. Eg skal ekki neita því, að hæfilegur hiti er nauðsynlegur, en sá hiti á að vera að þakka fötunum, en ekki eldinum. Það er bæði broslegt og gremju- legt að sjá hvernig sumt fólk býr sig. Eg skal t. d benda á hégómagjarnar stúlkur; það er ekki nóg með það að sumar stúlk- ur eyði öllu árskaupi sínu í skjóllaus föt og þýðingarlaust skraut, heldur þurfa þær einnig að hafa |>au ljót og óhentug, eins og þau hljóta að verða i augum þeirra, sem meta meira rétta hugsun en prjál og tildur. Ballfötin eru ermalaus. Um það bera vitni spiltir og litljótir handlegg- ir. Hálsinn og bringan verða að vera ber. Um það ber vitni kvef og tæring Búning- urinn verður allur að vera úr finu efni.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.