Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 11
SKINFAXI 19 Það er ekki fataskjól, sem þær kaupa heldur fatahégómi. Slíkt má segja um karlmennina suma. Fólk virðist ekki skilja, hvað áriðandi er að klæðast hlýjum föt- um, og hversu skaðlegt er að nota skjól- lítinn fatnað, skaðlegt — uppá heilsuna og efnahaginn. Vér ættum að fara að vinna ullina okkar sjálfir, vera ætíð i prjónuðum ullar- nærfötum og hlýjum vaðmálsfötum á vet- urna. Ver höfum vanalega svo lítið að gera í heimahúsum að tóvinna getur aftur náð fornu gengi, ef áhuginn lifir enn hjá íslenskri þjóð. Okkur ætti að vera í minni hvílíkur fjöldi af fólki deyr af lungnabólgu, eink- um nú i ár. Ef vér athuguðum vandlega orsökina. mundi hún reynast sprottin af eldhitanum og óvarkárni í klæðn- aði Vér ættum heldur ekki að gleyma, hversu margir deyja úr tæringu eða hversu margir þjást af tannveiki. Ætli fæðunni, sem vér neytum nú á tímum, sé ekki mikið um það að kenna? Valdimar Benidiktsson. frá Syðri-Ey. Um filistea, i. P’rægur filistei í Rvík keypti 1906 hús- hjall að gjaldþrota manui fyrir 3000 kr. Hann lagfærði kofann fyrir aðrar 3000 kr. og metur siðan á 15,000. Um það bil flntti ungur iðnaðarmaður til Rvikur. Hann var ókunnur í bænum, en átti þar þó einn málkunningja, sem var hið mesta var- menni, og önnur hönd braskarans. Nú verður samkomulag með filisteanum og þessum náunga, að þeir skuli veiða að- komumanninn. Skyldi filisteinn ginna hann til að kaupa húsið, en vinurinn telja hon- um trú um að þetta væri gott kaup og fá að launum 1000 kr., ef vel tækist. Og það varð. Maðurinn keypti húsið á 15000 kr. og leiddi margt hann til þess. Fyrst að hann var þá enn ókunnugur í bænum. I öðru lagi var filisteinn, sem seldi, þá um stund leigjandi að mest.um hluta hússins, og borgaði það missiri þrefalt hærri leigu heldur en ástæða var til, og glapti þetta manninum sýn. Og í þriðja lagi voru ráð hins keypta vinar. Eftir eitt missiri fór filisteinn úr húsinu, og kom þá í ljós að eigi varð það leigt nema svo sem væri það um 7000 kr. virði. Nú liðu nokkur ár. Eigandinn gat varla risið undir gjöldunum af húsinu; kaup hans hvarf í botnlausa útgjaldahít, uns hann varð gjaldþrota eftir margra ára bar- áttu. Æfi hans var eyðilögð með þessu eina óhappi. En filistearnir báðir voru æ því meira metnir af flestum samtíðarmönn- um sínum, sem meira safnaðist í sjóð þeirra af misjafnlega fengnu fé. Fyrirlestrar. Þeir sem hafa lofað eða veitt ádrátt um að flytja erindi í ungmennafélögunum fyr- ir fjórðungssambandið eru þessir: Stefán Hannesson kennari, Litla-Hvammí í nokkrum ungmennafélögum í Skaftafells- sýslu. Sigurður Yigfússon, Brúnum, í ung- mennafélögum í Rangárvallasýslu, og einn- ig eí til vill, þeir Jakob 0. Lárusson prest- urí Holti og Guðbrandur Magnússon bóndi sama staðar. Páll Bjarnason kennari, Stokkseyri, i nokkurum félögum i Árnessýslu. Páll Jónsson kennari á Hvanneyri i U_ M. F. Egill Skalla-Grímsson og U. M. F. Dagrenning. Bjarni Ásgeirsson Knarrar- nesi í U. M. F. Egill Skalla-Grímsson og U. M. F. Björn Hítdælakappi. — Ung- mennafélögin eru því beðin um að snúa sé.i til þeirra um þetla efni, og í£kveða í samráði við þá, hvar og hvenær þeir flytji erindi sín. Aðrir sem fjórðungsstjórnin hefir beðið um fyrirlestra hafa annaðhvort ekki svar- að ennþá eða neitað. Reykjavík 28. des. 1914. F. h. fjórðungsslj. Sunnlendingafj. Jón Ivarsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.