Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.1915, Blaðsíða 14
SKINFAXI Og þó eru það ennþá stofnendurnir sem mest og best halda hreyfingunni við. En hvernig fer, þegar þeir eru hættir? Ef til vill sofnar þá ungmennafélagsskap- urinn í Iandinu, til mikillar ánægju þeim vitru og góðgjörnu mönnum, sem altaf hafa liaft horn i siðu okkar. Og síst væri þeim ofgott að gleðjast. Hitt er verra, að með svo stuttu starfi hefðum við til lítils lifað. Landið hefði lítið grænkað í hönd- um okkar, fá sár hefðu græðst. Óvinirnir hefðu þá haft rétt fyrir sér, með alla fjand- samlegu dómana. Hættan vofir yfir okkur, sú að verða of gamlir fyrir þá, sem vaxa upp. Viö verð- um að skilja svo við hreiðrið okkar, þeg- ar aldurinn færist yfir, að þar verði heim- ili æskumanna, en ekki gamalmennahæli. Við þurfum að leita vandlega til að vita, hversvegna æskan vill ekki rétta okkur örvandi hönd. Til félagsmanna. Skinfaxa og ungmennafélagshreyfingunni «r mikill bagi að því, hve fáir af félags- mönnum verða til að senda blaðinu línu og segja frá ýmsum framkvæmdum heima fyrir. Yfirlætisleysi er að vísu lofsverð dygð, en getur líka gengið of langt. Hvert gott verk, getur fætt af sér mörg önnur góð verk, ef það er ekki byrgt undir mælikeri. Félagsskapur okkar þarf hress- ingar við. Hann má ekki við að láta neitt það vera gleynit og grafið, sem verða mætti til hvatningar og uppörvunar. Til kaupendanna. Munið að Skinfaxa má borga með frí- merkjum, og þau fást á hverri bréfhirð- iugastöð. En betri þykja þó afgreiðslunni póstávísanir, sem senda má frá póst- stöðunum í hvaða kauptúni sem vera skal. Póstávísun er ódýrasta, tryggasta og fyrirhafnarminsta leið til að senda pen- inga. Frá félagsmönnum. Axel Tliorstelnsson sonur þjóðskáldsinsgóðamundálítið kunn- ur iesendum Skinfaxa. Hann er fæddur og uppalinn í Rvík en hefir hneigst meira að sveitinni og mun ætla að bera þar beinin. Hann hefir numið búfræði á Hvanneyri og í Noregi; er nýkominn þaðan heim aftur. Bíkarður Jóussou myndhöggvari dvelur í Rvík í vetur, vegna ófriðarins, en hefir þó ekki fulllokið námi erlendis. Hefir hann gert margar myndir og snildargóðar. Nýlega hefir verið prentuð mynd af Stgr. heitnum Th., eftir Ríkarð. Hún er ágæta vel gerð. Jóu Ilauuessou í Deildartungu hefir skrifað fróðlega grein um heyskap, í síðasta hefti Búnaðarritsins. Ber hann þar fram tvær nýungar: Að kenna mönnum slátt (og þá síðar önnur algeng störf) á sérstökum námsskeiðum, og að nota megi sérstaka tegund sleða til að flytja á óbundið hey á sumrin, bæði úr votlendi á þurkvöll og yfir þýfi. Svip- aða aðferð munu fornmenn hafa notað, en engu er tilraun Jóns ómerkari fyrir það. Ættu allir búnaðarvinir að kynna sér greinina. Bjarni Bjarnason glímumaðurinn góðkunni, dvaldi síðast- liðið ár við Ieikfimisnám í Kaupm.höfn og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.