Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.1915, Qupperneq 1

Skinfaxi - 01.03.1915, Qupperneq 1
3. BLAÐ REYKJAVÍK, MARS 1915 VI. ÁR Mentamálin. Sjálfsagt mun mörgum manni þykja rangt að farið, að nefna mentamálin fyrst, þegar rætt er um viðreisn þjóðarinnar. Algengara er að heyra atvinnumálum, sam- göngum, bankamálum, verslun o. s. frv. skipað í æðsta sessinn. En þetta er hér gert af ásettu ráði, og bygt á því, að at- vinnnurekstur, samgöngur og peningamál hverrar þjóðar eru í góðu Eltsyníegt.UÖ" eSa lélegu ástandi- eftir Þvi> hversu liáttað er menningu fólksins. Tökum dæmi. Grindvíkingar og Hafnamenn á Suðurnesjum eiga yfir veg- leysur og hraun að fara í kaupstað. I þúsund ár hefir fólldð i þessum bygðum klöngrast yfir illfært hraunið, en aldrei, að kalla má, rutt steini úr götunni. En nú í tvö seinustu árin taka sjómennirnir í þess- um verstöðum hálfan hlut af skipi hverju, «r þaðan gengur til fiskjar, og leggja til veganna. I meðalári safnast þannig í báð- um stöðunum um 5000 kr., og eftir örfá ár munu þessi frjálsu fjárframlög ná lang- firægt til að brúa hraunið, gera yfir það nýtísku akbraut, sem síðan verður undir- «taða annara framfara, í byggingum, at- vinnurekstri, viðskiftum, og hverskonar menningu. Þarna er bersýnilegt að fram- ■sýni, félagshyggja og mannlund eru frum- skilyrði verklegu framfaranna. Það sem hér verður sagt um mentamálin, miðar eingöngu að því, að sannfæra menn uni þá miklu nauðsyn, sem er á, að útbreiða þekkingu og hollar lífsskoðanir, áður en þjóðinni er ætlað að ráðast i dýrar og um- fangsmiklar verklegar endurbætur. Ekki er úr vegi að líta á ^Japansmenny' fáein dæmi frá öðrum Þ.Í05' um, máli þessu til sönnun- ar. Það er vel kunnugt, hve kænlega Finnlendingar verjast yfirgangi og ásælni Rússa. Má segja að Finnar beiti ætið krók á móti hverju bragði, og ónýti þann- ig tilgang Rússanna, sem er sá, að drepa finskt þjóðerni. En hitt er ef til vill mið- ur kunnugt, að Finnar lögðu meiri stund á að efla góða alþýðumentun, heldur en gerðist um aðrar Norðurálfuþjóðir á 19. öldinni. Lögðu þeirra vitrustu menn þar á ráð, að svo skyldi til haga vörninni, er þeir sáu hvað Rússum bjó í brjósti. Ann- að dæmi eru Japansmenn. Fyrir hálfri öld voru þeir máttlítil undirlægja hvers þess ræningja, er vildi hrjá landið og þjóð- ina. Nú eru þeir meðal hinna voldugustu þjóða í heimi. Af hverju stafar breyting- in? Ekki af verklegu framförunum sjálf- um, heldur hugmyndunum, þekkingunni og reynslunni, sem þeir hafa fengið með því að nema af vestrænu þjóðunum. Enginn vafi er á því, að ver hefði farið, og það stórum, ef þeir hefðu byrjað á að flytja austur í Japan líkama vestrænu menning- arinnar, og reynt að blása anda austrænn- ar kyrstöðu í aðflutta haminn. Mörg önn- ur dæmi mætti telja þessu til sönnunar, ef rúmið leyfði. Andleg- fátækt En hvernig er þá ástutt hér? íslendinga. Talsverð framför, en þyrfti

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.