Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1915, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.03.1915, Blaðsíða 3
SKINFAXI 27 bókasöfn, sem börnin hefðu greiða götu að, og væru þau kostuð að mestu af al- mannafé. Kennurunum bæri skylda til að örva börnin til að nota bækurnar, og kenna þeim að nota þær réttilega. Þannig væri börnunum gefinn kostur á að nema það. sem væri við þeirra hæfi, og þeim að skapi, en engri nauðung beitt. Tornæmu börnin fengju að læra því meiri og fjölbreyttari beimilisiðnað, sem þeim væri ósýnna um bóknámið. I kaupstöðunum þyrfti enn- fremur nokkurskonar gæslumenn. Þeir ætlu að fara smáferðir með börnunum, •draga hug þeirra frá götunni, líta eftir þeim á leikvöllunum, og gefa foreldrunum góðar bendingar. Þeir ættu að vera band- íiður milli heimilanna annarsvegar, og skól- ans og bókasafnsins hinsvegar. Ef fylgt væri þessu ráði, mátti fækka kennurum um 3/4, og bæta kjör þeirra meir en að sama skapi. Þá mætti fá í kennarastéttina úrvalsmenn. Börnunum færi meira fram í sannarlegri menningu, yrðu heilbrigðari og framsæknari. Upp- ■eldið væri þá sniðið eftir þörfum barnanna, «n ekki eftir kröfum fullorðinsáranna. Mörgum manni þætti líklega skrtííu-uir. Þessi skólavist nógu löng. En framgjörnu unglingarnir mundu gjöra meiri kröfur. Handa þeim ættu að vera til þriggja vetra skólar, sniðnir eftir nýju skólunum ensku, að því sem við verð- ur komið hér á landi. Þeir ættu að vera einn í hverri sýslu, i sveit, og rúma 30— 40 manns bver, standa vetrarlangt og fram undir slátt. Niu mánaða dvöl á slíkum skóla ætti ekki að þurfa að verða dýrari en missirisvist i bæjunum (sbr. Hvanneyri og Rvíkurskólana). I þessum skólum yrði að búa menn undir íslenska Iifsbaráttu. Vinnuvisindin (sbr. grein um þá hreyfingu hér í blaðinu) að eiga þar beima. Ennfremur hverskon- ar hressandi iþróttir, sem hér má við koma. Af tungumálum móðurmálið og enska, en sænska og þýska fyrir þá, sem yíir meira gætu komist. Þá kæmi staðgóð fræðsla um náttúruna, um grundvallarlög í efnis- heiminum, lífinu, og mannfélaginu eins og það er og hefir verið. Hverjum yrði að úthluta, eftir því sem hann hefði eðli og löngun til að þiggja. Letingjar og slark- arar ættu að vera rækir. Þessar stofnan- ir kæmu að miklu leyti í stað unglinga- gagnfræða- og kvennaskóla, sem miður eiga við þarfir fólksins. Og i sömu átt — til sveitanna — mundu dragast fleiri og fleiri mentastofnanir því meir og betur, sem um málið væri hugsað. Að siðustu er eftir að minnast Utanferðir. , e o , a utanterðirnar. banngjarnt væri að verja allmiklu fé á hverju ári til utanfarar efnilegum mönnnm, af öllum stéttum, en þó svo, að þeir menn allir væru báðir eftirliti, og að þeir færu í ákveðnum og gagnlegum tilgangi. Þjóðin er og verður lítil. Og hve vel sem unnið er að framförum hér á landi, þá verða þó forgöngumennirnir á hverju sviði, að leita til annara landa, læra af þeim, sem bestir eru, og flytja síðan nýjungarnar heim til ættjarðarinnar. En þessir farfugl- ar verða að muna, að þeir eiga ékki að fara erindisleysu út í lönd. Þeir eiga að láta meginstrauma samtíðarinnar fylla and- ann, og snúa síðan heim með afl og þekk- ingu til að drotna yfir náttúrunni og gera hana mönnunum undirgefna. Heima og erlendis. Fossarnir. Stjórn Eimskipafélagsins á enn])á þvf sjaldgæfa láni að fagna, að flestir menn eru ánægðir með gjörðir hennar, enda er skamt af liöið. Hún hefir valið þá leið, að heita skipin eftir fossum, og mun erfitt að benda á aðra nafna-heild, sem betur átti við. En hví er fossakongurinn í Jök- ulsá ekki nefndur enn? Ekki hefir verið

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.