Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1915, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.03.1915, Blaðsíða 7
SKfNFAXI 31 um Norðurlands. Takist þessi tilraun vel mun það ýta undir félögin í hinum sýsl- um fjórðungsins að koma á samskonar skipulagi. Tóbaksbindindi. Stjóru lí. T. í. hefir ákveðið að gefa út ársskýrslu sam- bandssins nú í vor, og fær hver, sem er í félagi innan sambandsins eitt eintak. Von- andi verður þessum sið haldið áfram á komandi árum. Má þá vænta þes^ að smátt og smátt aukist mönnum skilningur í þessu efni svo að alment verði yiðurkent að tóbaksnautn sé skaðleg nautn, dýr, og fram úr lagi óþriíleg. Heimildir um tóbaksbindindi, Víða um land hafa verið til og eru til félög og flokkar, sem starfa að útrýmingu tóbaksins. Af ýmsum ástæðum vilja þeir ekki ganga í B. T. I. En þó þeir geri það ekki, þá ættu þeir samt að láta stjórn banda- lagsins vita, hvað líður starfsemi þeirra. Með því einu móti fæst yfirlit yfir alt, sem hefir verið, og er gert til að stemma stigu fyrir tóbaksnautninni hér á landi. Allar þær heimildir má senda Skinfaxa. Orðabelgur. Verið getur að greiða mætti götu heppi- legra nýyrða með að birta þau í blöðum Mætti það verða til að auka þeim fylgi, og stundum til að hvetja aðra til að gera betur. Væri Skinfaxa þökk á, ef orðhagir menn vildu senda honum til birtingar ýmislegt af því tagi. Einkum væri mikil þörf á að fá falleg íslensk orð yfir ýms hálfútlend bögumæli, sem eru að festast í málinu og eru notuð í daglegu taii. Þar sem vissa er fyrir um höfund, verður þess getið, honum til maklegrar sæmdar. 1. Breytnifrœði, (ethic), áður nefnd sið- fræði. H. P. 2. Dœgra, notað sumstaðar á S.v.Iandi um menn, sem liggja heilbrigðir í rúminu, í vetrarkuldanum, til að spara mat. Mætti ef til hafa það um vetrarsvefn dýra (dá). 3. Fésýslumaður, áður fjármálamaður- 4. Hljómgjafi, (gramophone). K. A. 5. Lásnál, áður nefnd öryggisnælar sem er léleg þýðing af útlenda nafninu. 6. Skjallmáll, um mann, sem er gjarn á að skjalla. S. G. 7. Þvnttavinda, á bæjamáli rulla. Ahald til að slélta með nýþveginn þvolt- En verkið heitir að kefia. Félagsmál. Garðrækt. Áður hefir verið bent á hér i blaðinu, að ýms U. M. F. á Norðurlandi Iiafa kom- ið upp heyforðabúrum. Félagsmenn hafa heyjað saman einn sunnudag um heyskap- artímann og gefið félaginu vinnuna. Hafa sum félög haft heyskap þennan fyrir aðal- tekjugrein; árgjöldin verða að vera lágr og því lítið um fé til framkvæmda. Hey- sala félaganna hefir þannig í einu orðið til gagns á tvennan hátt: með því að auka þeim handbært fé, og hrinda af stað fram- kvæmdum, og í öðru lagi komið mörgum bágstöddum manni að haldi í vorharðind- um. Á Suðurlandi hefir þessi siður ekki tíðkast enn. En hins vegar eru sum fé- lögin t. d. Garðarshólmi í Mýrdal að byrja á garðrækt til að auka tekjurnar. Þetta er mjög lofsvert og getur víða átt við. U. M. F. í Skaftafellssýslu. Breytingarnar á sambandslögunum í vor sem Ieið hafa orðið til þess, að sumir U. M. F. i V.-Skaftafellssýslu hafa vakið máls

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.