Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1915, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.05.1915, Blaðsíða 1
Sjávarútvegurinn. Þessi atvinnuvegur færist árlega meira i aukana hér á landi. Fyrrum var hann dvergvaxinn bróðir landbúnaðarins, en nú er hann að vaxa stóra bróður yfir höfuð. Fólksmagnið í sveitunum vex ekki, af því að jörðunum hefir ekki verið skift, búnað- aðurinn ekki verið á því stigi að það væri hægt. En sjórinn hefir tekið við þeim sem hans ieituðu, fælt þá og klætt, eða stytt þeim aldur. Hvern atvinnuveg má skoða skUyrði ^ Þrem hliðum. 1. Iivernig hann er fyrir einstaklinginn. 2. Hvernig hann er fyrir þjóðarbúið ár frá ári. 3. Hvernig hann er fyrir þjóðarstofn- inn, þegar litið er á aldir og j)úsundir ára. Sjávarútvegurinn hér við land uppfyllir það frumskilyrði hverrar atvinnngreinar, að hann getur gefið mikið í aðra hönd. Fiskur er mikill við Island, og hefir verið frá því sögur hófust. Hvort fiski- náman er ótæmandi, er annað mál. Marg- ir fiskifróðir menn búast við, aðhinn „vilti stofn hafsins" geti gengið til þurðar, og muni gera það eins og raun er á orðin með dýr merkurinnar. Þess vegna eru Norðmenn farnir að klekja út fiski, gera hann að húsdýri. Sú aðferð ber vott um menningu þeirra. Fátœkt Þrátt fyrir þessa ríku auðs- íslenskra uppsprettn i sjónum, eru fáir sjómaiina. þejr meim j-jkir, sem sjóinn stunda. Engar skýrslur eru að vísu til er sýna efnamun landbænda og fiskimanna. En kunnugir vita að sjómenn yfirleitt eru fátækari. Þeir hafa minna og lakara að sér í húsum, fæði og klæðum. Þeir geta minna gert fyrir börn sin, og þeir eiga mun minni bókakost en sveitamenn. Þetta er hárrétt um heildirnar báðar, en auðvitað ekki um alla einstaklinga. Eins og allir vita eru hvergi fleiri fiski- menn búsettir á einum stað en hér i Rvik. Arsarður þeirra á vélbátum og skútum er 5—800 kr., á botnvörpungum að meðal- tali 1200 kr. Botnvörpungaskipstjórar og útgerðarmenn hafa vitanlega mun meira. En útgerðirnar eru altaf að fækka ogstækka (sbr. síðustu hagsk. um fiskiv.j.. Nú munu allir sem þekkja, viðurkenna að fjölskylda sem verður að lifa fyrir ó— 800 kr. i Rvík er mjög illa stödd. Átak- anlegast er að sjá húsakynnin, kjallara- herberbergi og loftsmugur þar sem 5 -8 manneskjur elda mat, eta, vinna og sofa. Bækur og blöð fá og af lélegasta tagi. Mun betur eru hásetar á botnvörpungum settir að þessu leyti, en þó hafa þeir sann- anlega minna kaup og verri kjör en sveta- bændur. Sanit er kauphækkunin þar mikil framför. Annars hefir miklum reyk verið þyrloð upp um, hvað sjávarútvegurinn gæfi meira í aðra hönd en sveitabúskapur. Menn hafa vitnað i útflutningsskýrslurnar, að við fengjum 12 miljónir inn i landið árlega fyrirsjávarafurðir, en ekki nema 3 fyr- ir landvörur. Þetta er satt á pappírnum. En þá er ótalið í skýrslunum alt það sem neytt er í landinu sjálfu af landvörum,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.