Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1915, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.05.1915, Blaðsíða 7
SKINFAXI 55 að meiri mönnum, og gera okkur færa um að vinna meira og spara meira. Hve mikið vinna nú ungmennafélögin úr þessari námu? „Nú getur hver einn skygnst í sinni sveit“, og hver maður stung- ið hendinni í sinn eigin barm. Hver sannur félagsskapur verður að byggjast á því, að félagsmenn meti hann meira en frelsi sitt, hag og þægindi. Ef hann er ekki bygður á því, þá er hann bygður á sandi. Líklega er í flestum fé- iögum eitthvað af mönnum, sem gera sér þetta meira eða minna Ijóst, og vilja leggja eitthvað í sölurnar fyrir félag sitt, en oft virðast hinir vera fleiri, sem ganga í fé- lögin og úr þeim aftur hugsunarlítið, aðeins eftir því, hvernig þeim finst einhver gola anda í það og það skiftið. Þessvegna er svo margt félagið ekkert annað en „dæg- urfluga, árdegisgeislar upp sem vekja, en sem næturkyljur buga“. Þið, sem gangið í ungmennafélag, eruð þið knúð lil þess af lönguninni til að vinna félaginu, þjóðinni og sjálfum ykkur gagn? Hafið þið gert ykkur það ljóst, að félagið hlýtur að svifta ykkur nokkrum hluta af ykkar dýrmæta frelsi? Hvernig fer, þegar þið fáið ekki að dansa, eins og ykkur lyst- ir fyrir öðrum störfum, sem eru félaginu, landinu og sjálfum ykkur ennþá nauðsyn- legri? Hvernig fer, þegar félagið heimtar af ykkur sjáifsafneitun, og kallar ykkur til erfiðra, eða að mirista kosti alvarlegra starfa, einmitt þegar þið ætluðuð að skemta ykkur best? Hvernig fer, þegar félagið heimtar af ykkur peningana, sem verja átti fyrir vindla eða ný slifsi? Ef þið bregðist, þegar mest á reynir; þá er ekki Iítið í hættu. Aðalhættan er sú, að alvörumenn félagsins leggi árar í bát, trúlausir á sjálfa sig og aðra, trúlausir á allan félagsskap, trúlausir á sigur hins góða. Hvernig fer fyrir þeirri þjóð, þar sem flestir elska frelsið takmarkalaust eins og villidýr og þola engin félagsbönd, en sum- ir örvænta um félagsskap og framtíð þjóð- arinnar? Mér finst ástandið vera nokkuð svipað þessu hér á landi. Hið eina rétta er að ganga i félag, sem stefnir að þörfu marki, og vinna því alt það gagn, sem auðið er, reyna að tak- marka frelsisþrána og sætta sig og aðra við félagsböndin, og þreytast aldrei, hve lítill sem árangurinn verður. Eg trúi því staðfastlega, að þetta sé skyfda hvers manns. Sigurgeir Friðriksson. Heima og erlendis. Heguingr eða lækning. Sr. Kjartan Helgason hefir vakið máls á þvi á því í Kirkjublaðinu, að hegningar- löggjöfin okkar mundi vera orðin nokkuð gamaldags. Hann hefir bent á,að miklu betur ætti við að betra misgerðamenn heldur en að hegna þeim. Þetta umtal er svo nýafstaðið, að ekki er von neinna framkvæmda, enda mun þess langt að bíða. Lögfræðingarnir íslensku hafa haft annað með tímann að gera heldur en að kynna sér og fræða almenning um nýjar stefnur í löggjöf og landsstjórn erlendis. Samt hafa orðið nýjungar í þeim efnum, og þær miklar. Það má segja að þrenskonar skoðunarháttur hafi ráðið dómum og að- gerðum siðaðra manna er þeir hafa hegnt fyrir yfirsjónir. Elsta skoðunin er fólgin í setningunni alkunnu: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Forníslendingar höfðu yfirleitt þennan hugsunarhátt, og hann hélst í Evrópu fram á 18. öld. Alla þá stund var beitt limlestingum, pyntingum og hvers- konar misþyrmingum við fanga undir rann- sókn, og að sama skapi voru dýflissurnar hræðilegar vistarverur. Mannvinum 18.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.