Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1915, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.05.1915, Blaðsíða 10
58 SKINFAXI Fera kinnroða fyrir neitt sem aS því lýtur. ÞaS er alt og sumt. Jið lesa upphátt. Helst til vi'Sa er sá siSur lagSur niSur aS einn lesi upphátt fyrir alla á kvöldin. Því meifi gleSi var mér aS hitta, eigi alls fyrir löngu, einn félagsbróSur, ofan úr sveit, sem heldur viS þessum gamla góSa siS. „Eg get ekki fengiS mig til aS Iesa sjálf- ■ur í hljóSi, og skipa svo fólkinu til vinn- unnar“ mælti hann. Þetta var vel mælt, og ekki ætlaS aS koma i blöSin, þó þess sé hér getiS. Hver sá gerir gott verk, sem heldur viS gamla heimalestrinum. Hann þokar mönnum saman. Hann kem- ur góSum anda inn á heimilunum. Hann er vottur um, aS á þeim bæ sé bæSi unniS og hugsaS vel. Þegnskylda — Landræktarskylda. (Brot úr erindi). — — — Þá ætla eg aS drepa á þegn- skylduna. ÞiS kannist viS hugmyndina. Nú eru 12 ár síSan hún kom fram á alþingi. -ÖSru hverju hefir hún veriS rædd í tíma- ritum, blöSum og á mannamótum. Til- laga þessi vakti mikla athygli og lögSust margir á móti henni, kölluSu hana „þræla- vinnu“ og mörgum ónota-hnútum var kastaS aS ílutningsmanni hennar, Her- manni Jónassyni, hinum mætasta manni. Er þaS háskasamleg óhæfa aS taka illa jafnsjaldsénum gestum og nýjum fram- farahugmyndum. VirSist einsætt aS sýna þeim alla gestrisni, rannsaka þær ræki- lega og þakka flutningsmönnum frjósenii þeirra og viSleitni góSa, og þaS þótt rök verSi leidd aS því, aS þær komi ekki aS því gagni, er til var ætlast. Reynslan sýn- ir líka, aS mörg hugsjón, er virSist í fyrstu hin mesta fjarstæSa, rySur sér síSar til framkvæmda og þykir þá vinna þjóSunum gagn og gæfu. Því er ráSIegast aS fara sér hægt, þótt mönnum getist illa að þeim. Og eg spái þvi um þegnskylduna, að formælendur hennar beri sigur úr býtum, þótt þeir færu halloka í öndverSu og væru þá kallaðir næsta glámskygnir. Mér er engin launung á, að eg var hugmynd- inni mótfallinn, er hún kom fram. En eg hefi nú skift skoðun. Og veldur því eink- um kennarareynsla mín. I mentaskólanum hættir nemöndum — og hefir lengi — hætl við að beita brögð- um til að smeygja fram af sér skyldu- störfum sínum. Og leikur sú list ekki vel skaplyndi ungra sveina. Hætt við, að þeir komi sér undan sunmm erfiðisstörfum og ýmiskonar óþægindum, er þeir eru gengnir í þjónustu þjóðfélagsins, því einatt til hins mesta skaða. Skóla vora skortir aga, og nær er þaS ætlun minni, að mörg laus- ung og léttúð, er vart verður meS þjóð vorri, eigi rót sina að rekja til þess. I hvívetna kveður otmikið að tómlæti og á- hugaleysi nemenda, einkum reykvíkskra námsmanna. Og reynist torsótt að kippa þessu í lag. Og eg efa, að þetta verði vel lagfært, nema einhver öfl fyrir utan skól- ana veiti þeim aðstoS sína til þess. Og eg segi ykkur satt, að mentaskól- anum er ekki einum áfátt í þessum efn- um. Agaleysi, eftirlitsleysi, fyrirhyggjuleysi þjáir þjóðlíf vort. Á því leikur engiuu vafi. Húsbændur og vinnuveitendur kvarta um léttúS og hugsunarleysi verkmanna sinna og hjúa. Og fátt eitt er hér gert eins vel og tiðkast meS öðrum þjóðum, hvort held- ur andleg eða líkandeg störf eða iðnireiga í hlut. Og mundi vinnuveitandinn mikli, ríkiS, ekki geta sagt líkt um ýmsa starfs- menn sína, þótt sumir þeirra skipi vel embætti sín og stöður? Og þetta stafar vart af því, að vér séum yfirleitt ver gefn- ir en aðrar þjóðir. Það má marka af því, að ýmsir Islendingar gerast hinir mestu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.