Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1915, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.07.1915, Blaðsíða 5
SKINFAXI 85 ólíkt farið og flestum mönnum, því að hana vantar sýn, heyrn og mál. Eg ætla samt, að fjöldi heileygra, talandi og heyr- andi, eigi sammerkt í því með henni, að þeir þurfi að nema hlýðni, ef þeim á að farnast vel. Og þjóðfélaginu er sá þegn- kostur ómissandi. Og það verður að muna, að samband er milli viljaþreks og hlýðni. Það þarf viljaþrek til hlýðni, ekki síður en til að stjórna. Því er ef til vili nokkuð hæft í því, að sá kunni ekki að stjórna, er kann eigi að hlýða, þótt margar und- antekningar séu á því. En það mun reynast ekki vandalaust að koma á aga með Islendingum, svo al- óvanir hverskonar aga sem þeir eru. Þetta mun einkum veita örðugt í fyrstu. I þegn- skylduvinnuna koma menn úr öllum átt- um, að austan og vestan, sunnan og norð- an, af öllum stéttum, með gerólíku upp- lagi og uppeldi, sumir vanir vinnu og sýnt um hana, aðrir óharðnaðir og fráhverfir henni. Nú eiga þeir um hríð að vinna sömu vinnu, búa við sömu kjör, lúta sama boði og banni. Og mun ærinn vandi að stjórna svo sundurleitum lýð, meðan lagið er að komast á. Einhver mesta raunin verður því að ná í hæfa for- erflðleikinn. ÍnSa- Tveir merkir meiln' sinn úr hvorum stjórnmála- flokki, hafa og sagt við mig, að mestur örðugleiki á framkvæmd þegnskylduvinn- unnar verði að útvega dugandi liðshöfð- höfðingja. Þeir verða að vera búnir sjald- gæfum hæfileika, þeim persónukrafti, er menn ósjálfrátt lúta, og samfara honum mannúð og mannskilningi. Annar erfið- leikinn yrði á refsingum, hvernig þeim skyldi beitt. Hermann Jónasson leggur það til f Andvararitgerð sinni (1908;, að vinnutíminn yrði lengdur fyrir þá sem brotlegir yrðu, og virðist það skynsamlegt. Það er því auðsætt afþessum hugleið- ingum, að vel þarf að hugsa þetta mál. Kauðsyn á ÆttÍ að skÍPa millil)in§a' milliþingrauefnd. nefnd í það. Hlutverk hennar yrði að rannsaka, hver vinna væri hentugust, er aga yrði best við komið, semja meginreglur allar og skipanir um vinnuna, hversu afla skyldi góðra foringja o. s. frv. Hún ætti líka að kynna sér, hvort ekki mætti hafa nokkurt eftirlit með, hvernig vinnendur verðu tómstundum sín-. um. Slikt á sér að nokkru stað í enska hernum, eftir því sem danskur herfyrirliði segir frá í blaðinu „Politiken11 6. maí þ. á. Þegnskylduvinnan ætti líka að geta orðið til andlegrar nytsemdar, ef rétt væri að farið. — — Eg drap á það í seinustu ættjT/ðaíá^t. §rein minni’ að vér ísIend' ingar gætum, ef til vill, kent það stórþjóðum heimsins, að ráð væri til þess að koma inn hjá þegnunum fórn- fýsi fyrir ættland sitt og óherskáum heranda. Síðan eg reit þá grein, hefi eg lesið ritgerð um þetta sama efni eftir frægasta sálarfræð- inginn, er uppi var um seinustu aldamót og á fyrsta tug 20. aldar, William James. Hún er i „Memories and Studies“ og heitir „The Moral Equivalent of War“ (Dr. Guðm. Finnbogason hefir þýtt kafla úr henni í bók sinni „Vit og strit“). Hann heldur þvf fram, að alrétt sé sú kenning hernaðarsinna, að styrjaldir og hermenska hafi skapað suma eiginleika manna, þá er þeir megi aldrei glata, sem sé hugrekki og harðfengi og sjálfsvirðing. Stríð geti ekki horfið, fyrr en siðferðislegt samgildi þeirra komi í staðinn. Og hann trúir því fastlega, að takast muni að finna það. Og hann stingur upp á þvi, að í stað útboðs til herþjónustu komi útboð æskulýðsins til hers þess, sem stefnt er gegn náttúrunni. Og hann efar ekki, að þetta mundi verða æskulýðnum mjög holt, siðferðisgagnið mikið á marga lund og mundi efla fórn- fýsi og reynast ærið til viðhalds karlmensku og hreysti, þótt friður kæmist á í heimi, Þess verður vonandi ekki langt að biða, að sú skoðun ryður sér til rúms, að þegn- skyldutillaga Hermanns Jónassonar sé eitt

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.