Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1915, Qupperneq 1

Skinfaxi - 01.08.1915, Qupperneq 1
Samgöngur. íslenska sam- g'ónguleysið. „Vegabæturnar eru eiginlega einu gæð- in sem við almúgamenn fáum hjá lands- sjóðnum“, sagði bóndi nokkur, sem var að ryðja götuna yfir Svínaskarð, við ferða- mann sem fór í vor um þjóðveginn. Veg- urinn sá er slæmur og samgöngubótin lítil -en þó betri en ekki neitt. Svínaskarðs- vegurinn, sem Kjósarbóndinn var þakk- íátur fyrir, er gott dæmi um samgöngur ihér á Iandi, þar sem mannshöndin er að byrja á verki, sem aldir þarf til að vinna. Sjálfsagt vita Islendingar, hérumbil einsog aðrir menn, að góðar sanigöngur eru jafnnauðsynlegar þjóðunum til heilbrigðra framfara eins og blóðrásin líkamanum. :Samt eru samgöngur á Islandi verri en hjá nokkurri annari Evrópuþjóð. Hér Jþarf tvo til þrjá mánuði til að koma bréfi •millri sumra staða innanlands og fá svar, (úr svipaðri fjarlægð eins og erlendis þarf -eilt dægur til. Sama má segja um manna- og vöru-flutninga. Nú eru því miður ekki minstu líkur til, að við getum komið samgöngum okkar i jafngott horf eins og nágranna-þjóðirnar í þéttbygðu löndunum. Landið okkar er svo risastórt og ógreiðfært, en þjóðin sár fá- menn. Noregur, sem er eitt hið strjálbygð- asta land í álfunni, er þrem sinnum stærra land, heldur en ísland, en þjóðin um þrjá- tíu sinnum fjölmennari. Járnbrautir eru Jiið eina þekta samgöngutæki, sem tryggir verulega örar samgöngur á landi. En þær eru mjög dýrar, svo dýrar að ekki virð- ast nein tiltök, að núlifandi kynslóð ís- lendinga geti bygt þær, svo að um muni. Ef leggja ætti járnbraut frá Rvík um slétt lendið sunnanlands (með hæfileguni liliðar- álmum) mundi það kosta um 10 miljónir króna, en braut frá Rvík til Akureyrar 25 miljónir, þó að hún væri ekki vandaðri en ódýrustu brautir sem Þjóðverjar leggja um sléttlendi. Og þrátt fyrir þetta væri bálft landið járnbrautarlaust. Nú er lánstrausti okkar svo háttað, að það hefir verið mjög erfitt, hiti siðustu ár, að fá að láni x/4 miljón króna handa íslandi, svo að mjög virðast fara að einu líkurnar til að við fengjum tugi miljóna að láni, nema þá með afar kjörum, og hinsvegar máttur þjóðarinnar lítill til að standa straum af slíku láni, þótt það fengist í bili. Sú mun því verða niðurstaðan, að ef bæta á ís- lenskar samgöngur í lieild sinni, þá má ekki byggja þá áætlun á járnbrautum. Nú sem stendur eru landpóstaferðir frá höfuðstöðum einu sinni í mánuði; reglu- legar strandferðir álíka örar um sutnar- tímann, en næstum engar a. m. k. tíma úr vetrinum fyrir norðan land. Þar að auki flytja millilanda- ^lelöTna'!0" skÍPÍn Póst viS °8 við með ströndum fram. Þessu fyrir- komulagi þarf að breyta, og sniða það eft- ir þörfum og mætti okkar, sem nú lifum. Og það er bersýnilegt að breytingin hlýtur að verða í því fólgin að auka og bæta strandferðirnar stórvægilega, leggja nið-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.