Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1916, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.01.1916, Blaðsíða 1
ofc\xv$ax\ 1. BLAB REYKJAVÍK JANÚAR 1916. VII. ÁR. Hvað er dýrast? Siðastliðið vor héldu höfuðstaðarbúar hátíðlegan afmælisdag Jóns Sigurðssonar «ftir venju. Þá flutti dr. Sig. Nordal ræðu þá, sem hér fer á eftir (tekin eftir Isafold). iíæðan er að margra manna dómi ein hin snjallasta tímamótaáminning. Er hún því «ndurprentuð einmitt nú, af þvi að hún er orð í tíma talað til unga fólksins i land- inu. Þó að stefnan sé þar mörkuð af manni «tan okkar vébanda, gætum við fylgt henni ¦engu að siður. Háttvirta samkoma! Mér finst alt benda á, að 17. ]um fié að verða þjóðhátíðardagur okkar ís- iendinga, sé að verða hér á landi það sama og t. d. 17. maí hjá Norðmönn- um. Ef svo fer, þá verðum við líklega •einir um það að halda afmæli einstaks manns svo hátiðlegt. Þjóðhátíðir annara þjóða eru venjulega minningardagar stjórn- arlaga og lýðveldis eða þá einhvers stór- viðburðar í sögu landsins. Hvers vegna höfum við kosið þennan dag? Ein orsökin liggur í augum uppi. Stjórnarhættir vorir hafa verið svo vaxnir, .að við höfum ekki getað gert okkur stjórn- arskrá eingöngu eftir eigin geðþótta. ViS höfum átt að sækja hana undir högg ann- arar þjóðar. Það er því eðlilegt, að afmæli hennar sé okkur ekki óblandið fagnaðar- «fni. En manninn höfum við eignast, manninn, sem allur var okkar og sem á fulla aðdáun allra. Á minningu Jóns Sig- urðssonar ber engan skugga fremur en á Island sjálft á þessum miðsumardögum. En eg vil mega Ieggja dýpri skilning í þessa sérstöðu okkar. Þó að það, að einhverju leyti getið verið tilviljun, að við höldum hátíðlegt afmæli manns og ekki t. d. lagabálks — þá litur það áreiðanlega út eins og tilætlun. Mér finst íslenska þjóðin með þvi vera að viður- kenna, að manngildið sé það fyrsta nauð- synlega, eina nauðsynlega. Án þess séu lögin magnlaus, féð verðlaust og allar ytri framfarir einskisnýtar — og stundum verra en það. Þégar eg hugsa um veraldarstríðið mikla, sem nú geisar, dettur mér oft í hug sama sagan, islensk þjóðsaga, sem þið þekkið öll saman. Bakkabræður voru að rifa hrís í hárri fjallshlíð, bundu það í bagga og létu þá velta ofan á jafnsléttu. Alt í einu fóru þeir að hugsa um, að enginn væri til þess að líta eftir böggunum á leiðinni og þegar niður kæmi, og mundu þeir því týnast. Þeir tóku því einn bróðurinn, bundu hann innan í hrís-bagga svo að höfuðið eitt stóð út úr og létu síðan baggann veltu niður. Um kvöldið komu þeir ofan og fóru að leita bróður síns. Þeir fundu hrísbagg- ann og Gisla-Eirik-Helga i. Það vantaði ekki á hann nema höfuðið. Því hafði hann glatað á leiðinni. Hvað eftir annað hefir mannkynið gleymt því, að ytri framfarir eru því að eins nýtar, að þær geri manninn meiri og betri, og um leið hamingjusamari. Það

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.