Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.1916, Qupperneq 1

Skinfaxi - 01.01.1916, Qupperneq 1
1. BLAÐ REYKJAVÍK JANÚAR 1916. VII. ÁR. Hvað er dýrast? Siðastliðið vor héldu höfuðstaðarbúar liátíðlegan afmælisdag Jóns Sigurðssonar «ftir venju. Þá flutti dr. Sig. Nordal ræðu þá, sem hér fer á eftir (tekin eftir Isafold). Ræðan er að margra manna dómi ein hin snjallasta tímamótaáininning. Er hún því endurprentuð einmitt nú, af því að hún er •orð í tíma talað til unga fólksins í land- inu. Þó að stefnan sé þar mörkuð af manni utan okkar vébanda, gætum við fylgt henni •engu að síður. Háttvirta samkoma! Mér finst alt benda á, að 17. júní •sé að verða þjóðhátiðardagur okkar Is- lendinga, sé að verða hér á landi það sama og t. d. 17. maí hjá Norðmönn- um. Ef svo fer, þá verðum við liklega einir um það að halda afmæli einstaks manns svo hátíðlegt. Þjóðhátíðir annara þjóða eru venjulega minningardagar stjórn- arlaga og lýðveldis eða þá einhvers stór- viðburðar í sögu landsins. Hvers vegna höfum við kosið þennan dag? Ein orsökin liggur í augum uppi. Stjórnarhættir vorir hafa verið svo vaxnir, að við höfum ekki getað gert okkur stjórn- arskrá eingöngu eftir eigin geðþótta. Við höfum átt að sækja hana undir högg ann- arar þjóðar. Það er því eðlilegt, að afmæli hennar sé okkur ekki óblandið fagnaðar- efni. En manninn höfum við eignast, manninn, sem allur var okkar og sem á fulla aðdáun allra. Á minningu Jóns Sig- urðssonar ber engan skugga fremur en á ísland sjálft á þessum miðsumardögum. En eg vil mega leggja dýpri skilning í þessa sérstöðu okkar. Þó að það, að einhverju leyti getið verið tilviljun, að við höldum hátíðlegt afmæli manns og ekki t. d. lagabálks — þá lítur það áreiðanlega út eins og tilætlun. Mér finst íslenska þjóðin með þvi vera að viður- kenna, að manngildið sé það fyrsta nauð- synlega, eina nauðsynlega. An þess séu lögin magnlaus, féð verðlaust og allar ytri framfarir einskisnýtar — og stundum verra en það. Þegar eg hugsa um veratdarstriðið mikla, sem nú geisar, dettur mér oft í hug sama sagan, íslensk þjóðsaga, sem þið þekkið öll saman. Bakkabræður voru að rífa hrís í hárri fjallshlíð, bundu það í bagga og létu þá velta ofan á jafnsléttu. Alt í einu fóru þeir að hugsa um, að enginn væri til þess að líta eftir böggunum á leiðinni og þegar niður kæmi, og mundu þeir því týnast. Þeir tóku því einn bróðurinn, bundu hann innan í hrís-bagga svo að höfuðið eitt stóð út úr og létu síðan baggann veltu niður. Um kvöldið komu þeir ofan og fóru að leita bróður síns. Þeir fundu hrisbagg- ann og Gisla-Eirík-Helga i. Það vantaði ekki á hann nema höfuðið. Því hafði hann glatað á Ieiðinni. Hvað eftir annað hefir mannkynið gleymt því, að ytri framfarir eru þvi að eins nýtar, að þær geri manninn meiri og betri, og um leið hamingjusainari. Það

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.