Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1916, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.01.1916, Blaðsíða 5
SKINFAXI 5 þeim grunnvelli að þegnskylduvinnan væri nokkurskonar verklegur skóli fyrir lífið, og jafnframt til skemtunar. Starfið átti að vera mjög margbreytt, og þótti heldur hilla undir frá þeirri hlið, þar sem vinnuvisind- in komu til sögunnar. En ef framkvæma átti þegnskylduvinnuna eins og forgöngu- maðurinn og ungmennafélögin höfðu hugs- að sér hana, þurfti mjög mikinn og góðan undirbúning, þjóðin að skilja hugmyndina og unna henni, margir vel mentir verk- stjórar að vera til, og þing og stjórn til langframa málinu fylgjandi. En í vetur sem Ieið gerðist það í málinu að skólafé- lagið i efri deild Mentaskólans hafði það nokkrum sinnum til umræðu, kaus í það nefnd og fekk einn þingm. hr. Matthías Ólafsson til að hreyfa því á þingi. I stað þess að reifa málið, eða setja það í nefnd, sem rannsakaði það, skaut þingið af sér ábyrgðinni á þjóðina, en þó öllu helst á ungmennafél. En það er alls ekki rétt. Óeðlilegur vöxtur er kominn í hreyfinguna, og mun fátt gott afleiða. Nú á þegnskyld- uvinnan að vera eingöngu erfiðisvinna. Engir þeir verkstjórar eru til, sem trygging er fyrir eða trú á, að mikið sé af að nema. Vinnuvísindin ekki nema hugmynd enn hér á landi. Málið er frá sjónarmiði 0kkar ungmfél. komið alt of íljótt inn í þingið, enda ekki að okkar tilhlutun, og hugmyndin orðin gerbreytt, vinnan orðin að persónu- skatti á þjóðina. Að vísu hefir landið mikla þörf fyrir slíka vinnu, t. d. til vega. gerða. En áður en við greiðum atkvæði um málið verðum við að athuga það á á ný og sjá hvort við sæltum okkur við nýja grundvöllinn. Ef við höldum fast við hina fyrri skoðun, og fastráðum að stefna að hinu upprunalega marki, þá getur komið til mála að við verðum að leiða atkvæða- greiðsluna hjá okkur, með því að málið sé ótimabært. Skinfaxi óskar eftir stutt- orðum greinum um þetta efni. Siðspilling. Nú er eitt ár liðið, síðan bannlögin gengu til fulls í gildi. Vinir þeirra og stuðn- ingsmenn ætluðust til, að þau yrðu þjóð- inni til blessunar, einkum til siðlegrar efl~ ingar, því að ærið oft höfðu menn í öl- æði sagt og gert margt, sem var ilt og andstyggilegt. En nú kveður við í þeim tón hjá ýmsum mönnum, að það verði að nema þessi lög úr gildi, því að þau séu stórhættuleg siðferði landsmanna. Hvers vegna? Af þvi að þau séu brotin og venji menn á ólöghlýðni. En hverir segja þetta? Einmitt sjálfir andbanning- arnir og þeir háværastir, sem mest brjóta. Siðgæðishugmyndir þeirra eru næsta undar. legar: Þeir brjóta fyrst Iögin, eins laumu- lega og þeir geta. En um leið og þeir eru orðnir sekir um vítaverða breytni, berja þeir sér á brjóst og segja fullir vandlætingar: „Sjáið siðleysið!“ I stað þess ættu þeir að hrópa: „Sjáið okkur, sem erum svo sið- ferðislega veikir, að við fótum troðum lög landsins, en höfum enga manndáð til að fá þeim breytt á drengilegan hátt!“ ENSKUB ALKUR. Lilja. Eplit eitt ek banna at bíta Báðum ykkr en þið munut ráða; Deyja skulut, ef efnit eigi Einfalt boð með dyggleik hreinum. Eysteinn Ásgrimsson, The Lily. One fruit I bid that both of ye Forbear — yet let your will be free; If ye in faith sincere do not Keep this command, be death your lot. Eirikur Magnússon þýddi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.