Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1916, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.01.1916, Blaðsíða 6
6 SKINFAXl Fagrar listir. iii. Á fótstallinum að minnisvarða Jóns Sig- urðssonar er dálítil lágmynd, sem sagt er að listamaðurinn, sem gerði myndastyttuna, fiafi lagt ofan á aðalverkið. Það er mjög ■sennileg saga. Ekki vegna þess að mynda- styttan þyríti meðgjafar við frá hendi Ein- ars Jónssonar, heldur af því ab engum nema listamanninum sjálfum mun hafa komið í hug að heiðra minningu forsetans nema með einni mynd á sama stað. Sú mynd, sem þjóðin gaf íé til og gamlir sam- herjar forsetar forsetans réðu nokkru um, hversu haga skyldi, á að vera nákvæm eftirmynd Jóns Sigurðssonar eins og hann var í ræðustólnum. Það er tilkomumikil mynd, sem þolir vel samanburð við sams- konar verk með öðrum þjóðum. En ef gestsaugað sér rétt, þá mun Einari Jóns- syni ekki hafa þótt nóg, að sýna forset- ann með líkamsgervinu einu jsaman. Hon- um hefir þótt, sem þar yrði ekki öllu kom- ið að, sem segja þyrfti til að sýna innsta eðli þjóðhetjunnar. Það vildi hann sýna í líkingamyndinni á fótstallinum. Það er brautryðjandinn, maður höfði hærri en fólkið, forustumaður þjóðarinnar, sem ryð- ur henni veg gegn um kletta og klung- ur. Frarn undan er alt lokað hveijum meðalmanni. Stuðlabergshamarinn gnæfir við himin á aðra hönd en til hinnar er fárdjúpur afgrunnur. En risinn mikli, sem «r að leiða þjóðina sína út af eyðimörk- inni, ryður brautina, klýfur stuðiana úr berginu, lyftir þeim með heljarátaki og fleygir í djúpið. En í spor hans þyrpist manngrúinn út á hamrastallinn og eftir honum, fullviss um að fram undan muni leiðin dyggilega rudd inn í hið fyrirheitna land. Enginn hefir sagt mér það, en þó þyk- ist eg þess fullviss, að ef Einar Jónsson hefði einn ráðið allri gerð minnisvarðans, þá hefði hann táknað starf og persónu- gildi okkar besta manns, með stórfeng- Iegri líkingarmynd fremur en myndastyttu. En til að vera trúr hugsjónum sínum og skapferli, hefir hann bætt þessari fögru lágmynd við það persónutákn, sem fólkið þráði. [ sambandi eða utan sambands. Samband ungmennafélaganna nær ekki verulega nema yfir Suðurland, Borgarfjörð, Mýrar, Vestfirði og Eyjafjörð.- í Suður- Þingeyjarsýslu er samband, en lög þess eru dálitið frábrugðin lögum U. M. F. I. Sama má segja um samband Skagfirðinga. Þessi tvö sambönd eru hin stærstu fyrir utan iandssambandið, en þó er það óefað hreyfingunni til allmikils baga, að þau hafa ekki séð sér fært að ganga í allsherjar- bandalagið. Þó er miklu ver ástatt í þeim héruðum, þar sem eru mörg félög en með engu innbyrðisskipulagi. Þar eru félögin mjög veik, lifa sannkölluðu dægurflugulífi, eitt, tvö ár og lognast svo útaf. Þá hvíla menn sig nokkur ár, þar til félagsþörfin knýr menn aftur til að taka saman hönd- um á ný. En oftast er það sama sagan endursögð: Skammvint og athafnalítið líf, og þó betra en ekki neilt, meðan það varir. Bak við þessar sveitir eru þau héruð, þar sem enginn félagsskapur er eða hefir verið, Þar er fólkið svo beygt af fátækt eða gamalli kúgun, að það ber ekki viðað rétta úrsér. Þar er undantekningarlaust mjög lítið andlegt líf, og engin samvinna með eldri eða yngri mönnum nema það sem lögin bjóða. Fram- farir og framkvæmdir eru þar litlar og al- gerlega bundnar við einstaka (og það sár- fáa) menn, oftast aðflutta úr öðrum bygð- arlögum. Dugnaður þeirra er að þakka meiri félagsmenningu, sem þeir hafa van- ist i átthögunum. Þessir félagslausu blettir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.