Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1916, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.01.1916, Blaðsíða 7
SKINFAXI 7 á landinu eru nokkurskonar eyða i þjóð- félaginu. Að visu eru ]mr vinnandi, starf- andi menn, en starfsaðferðir þeirra og tök á lífinu eru heilli öld á eftir tímanum, þeim sjálfum til mestra óheilla. Yið „sambandsmenn“ í ungmennafélags- skapnum viljum að hreyfingin breiðist yfir alt landið, ekki okkar vegna, sem þar höf- um starfað, heldur þjóðarinnar vegna, sem getur haft stórmikið gott af skipulagi okk- ar. En þegar um er að ræða útbreiðslu þessa félagsskapar, þá nær engri átt að hugsa fyrst um kalblettina, þar sem varla verður vart nokkurs félagsanda. Þar vant- ar jarðveginn, enn sem komið er. Nei, okkar starf verður fyrst og fremst að vera það, að koma skipulagi á félögin, sem eru til víðs vegar urn land, en ekki eru í neinu sambandi. Og þar næst að Ieita samninga við sýslu-sambönd utan sam- bandsins um að hverfa inn í heildina. Hagnaðurinn við það að hafa ungmenna- félag, sem er í allherjarsambandinu, er mjög mikill. Fyrst og fremst er hverri bygð holt að hafa félag, þar sem æskan hefir hæfilegt verksvið, þar sem unga fólk- ið getur i einu glatt sig, og starfað alvar- lega, vanist við félagsskap og samvinnu, vanist á að starfa og taka hæfilegt tillit til annara. Slík samtök eru hinn gagn- legasti skóli fyrir tilvonandi borgara. Síðar meir bíða þeirra önnur og alvarlegri við- fangsefni. En því aðeins mun fullorðna fólkinu farast þau vel úr hendi, að það hafi æft sig ungt við starf og samheldni. En reynslan er búin að sýna, að slík fé- lög geta ekki lifað til lengdar, ef þau standa ein og óstudd. Það er gamla sagan um stafina og knippið, endurtekin einu sinni enn. En sýslu- eða héraða-sambönd eru ekki nóg; þau eru líka of veik. Þau þurfa að ganga i allsherjarsambandið. Þá fyrst er samvinnan orðin sterk og fullkom- in. Smá og veik sambönd hafa ekki jafn- mörg og lífgandi vakningarlyf eins og lands- sambandið getur haft. Það getur haft og hefir duglega íþróttakennara og fyrirlesara, til að senda um landið og styrkja félags- skapinn. Það hefir blað, sem ekki mundi vera til, ef ekki væri neitt allsherjarsam- band i landinu. Áhrif þess eru eingöngu að þakka landssambandinu. Landsjóður styrkir ungmennafélögin með dálitlu fjár- framlagi, en sem von er, geta ekki önn- ur félög en þau, sem starfa með í U. M. F. í. orðið þess styrks aðnjótandi. Getur þá ekki forgöngumönnum binna skipulags- lausu félaga komið saman við okkur um að stetna að nánari samvinnu, gera ung- mennafélagsbreyfinguna að varanlegum þætti í framsókn og viðreisn þjóðarinnar? En til þess þurfa öll félögin að starfa, i sameiningu. Bókafregn. Guðmundur Friðjónsson: Tólf sögur. Sig. Kristjánsson gaf út. Sögur þessar eru að mörgu leyti ein- kennilegar. Höf. er, svo sem kunnugt er, sveitabóndi, sem aldrei hefir átt heima i kaupstað eða borg, einmitt þeim stöðum, sem móta mest flest önnur skáld. Sög- urnar tólf sýna lesandanuin lífið frá nýrri hlið og í nýjum búningi, Málið er snjallt og hreint, og kennir óvíða málskrúðs, sem stundum fyr spilti skáldskap Guðmundar. Efnið er tekið úr heimahögum; líklega eru allar sögurnar sannar að mestu leyti og eykur það gildi þeirra, ekki síst síðar meir. En meðferð efnisins er mjög per- sónuleg, mjög eðlileg skáldinu. Skoðanir og lífsstefna Guðmundar koma fram í hverri setningu. En einmitt þetta er að sumu leyti hættulegt söguforminu; skáldið má ekki gefa of mikið af sínum hugsunum, nema fyrir munn söguhetjanna. Senni- lega ber meira á þessu með Guðmund heldur en ella mundi, af þvi að hann er mjög æfður og mjög snjall ræðumaður,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.