Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1916, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.01.1916, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI -ef til vill sá núlifandi íslendingur, sem ■mestri meðfæddri gáfu er gæddur í þá átt. I ræðu má mælskumaðurinn velta steypi- flóði sinna eigin hugsana óbrotnu yíir áheyrendur sína, og beygja þá undir áhrif sín. En í skáldsögu er það óviðeigandi. Áhrif skáldsins verða þar að koma lesar- anum að óvörum, með orðum og athöfn- um fólksins í sögunni. Á Islandi er ljóð- listin svo gömul og rótgróin að andi og eðli hennar hefir gegnsýrt þjóðina. Skáld- sagnalistin er aftur á móti ung í landinu ag skáld okkar hafa ekki, sem varla er von, numið til fulls „byggingarhst" skáld- sagnagerðarinnur. Allmörgum af sögum <Juðmundar er nokkuð áfátt í þessu efni, en að minsta kosti ein þeirra er þó mjög fullkomin bæði að formi og öllu öðru leyti. Það er „Gamla heyið“. Sú saga er yfirleitt hreinasta perla, og væri full þörf að minnast hennar rækilega. Má vera að síðar verði tóm til þess. Sigurður Guðmundsson: Ágrip af fornislenshri bókmentasögu. Bóka- verslun Sigf. Eymundssonar gaf út. Verð 1 kr. Lítil en góð bók. Segir frá þremur höfuðgreinum fornu bókmentanna: Kvæð- unum, sögunum og sagnaritunum. Áður en lýst er einstökum verkum er sagt frá sameiginlegum einkennum þeirra allra í stuttu en glöggu máli. I innganginum um sögurnar er t. d. sagt frá uppruna þeirra, ættartilfmningunni, ættarböndunum, ættar- metnaði, sem hvatti niðjana til að geyma vandlega loflegar minnningar; söguþorsta þjóðarinnar og hversu blóðhefndin olli því að nóg voru söguefnin. Þá hversu ritlist- in berst til landsins og breiðist út með kristninni. Gerð grein fyrir sannsögulegu og skáldlegu gildi þeirra, frá söguaðferð- inni og sögustílnum. Þá er sagt efnið úr helstu sögunum og bent á hver lífsskoðun gegnsýrir þær. Bókin er skýr og skemti- leg, glöggur munur gerður á auka- og aðal- SKINFAXI. Mánaðarrit U. M. F. 1. Verð: 2 krónur. Ritstjóri: Jónas Jónsson, Skólavörðustíg 35. Sími 418. Afgreiðslumaður: Egill Guttormsson. Skólavörðustig 16. Sími 144. atriðum, ekkert efni tekið til meðferðar nema það sé skýrt rækilega, málið ljóst og einfalt, persónulýsingar ákveðnar og glöggar. „Allur er hann stórskorinn og hrikalegur utan og innan“ (Egill). „Gáfu- maður og ófriðarseggur“ (Hvamm-Sturla). „Kuldakraftur“ um skáldskap Eysteins munks. Hið síðasttalda mun orka tví- mælis en vel sagt fyrir því. — Bókin á að vera kenslubók og er vel til þess fall- in. En hún er líka vel löguð til að vera sjálffræðari fyrir skynsama og hugsandi menn. Ýmislegt. ííámsskcið á Akureyri. Ólafur Sveinsson hafði þar íþróttakenslu fyrir jólin. Aðsókn var mikil og áhugi, segir bréfritari að norðan. Steinþór Gnðmundsson fór í jólaleyfinu upp í Borgarfjörð og mun hafa flutt þar fyrirlestra í sumum ungmennafélögunum. Veg-na þrengsla biður áframhald af greinum eftir Bennó og Guðmund frá Mosdal. Ennfremur bíða allmargar nýjar greinar eftir aðra hötunda. Ritstjóri: Jónas Jónsson frá Hriflu. Félagsprentsmiðjan

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.