Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 1
Brotni glugginn. Vestanvert við Reykjavíkurbæ er allstórt afgirt svæði, hinn nafnkunni Iþróttavöllur. Þegar honum var komið á fót, fyrirfáein- ■um árum, voru forgöngumennirnir í fjár- vandræðum, því að kostnaðurinn var all- mikill, en lítil bein arðsvon. Þeir tóku því með þökkum boði efnamanns nokkurs, að hann skyldi gefa Iþróttavellinum allmikla fjárhæð, en fá að launum að foyggja lítinn útsýnisturn innan girðingar- innar, þar sem gott var sýni yfir allan völlinn. Þetta varð að samningum og mað- «rinn lét byggja þarna dálítið skýli með mörgum smágluggum. Hann mun hafa íbúist við, að þessi eign sín yrði látin í íriði, og að hann gæti þar gengið að sínu sæti óskemdu, þegar eitthvað væri um að vera á vellinum. En svo varð ekki. Eftir fáeinar vikur ihöfðu götustrákarnir heimsótt staðinn. Þeir sáu, að hann var varnarlaus og rúðurnar •dágóður skotspónn fyrir kastæfingar. Þeir neyttu góðs færis og brutu með grjótkasti 'hverja einustu rúðu i húsinu, svo að það •er síðan til óprýðis og angurs þeim, sem homa nærri þessum stöðvum, og hugsa tum það, sem fyrir augun ber. Víða erlendis standa hús mannlaus tím- ■unum saman, t. d. sumarhús og skemti- hallir utanvert við borgir. Og ekki ber á <jðru en að slik mannvirki séu látin óáreitt. þó að þau séu ekki undir stöðugri vernd eigendanna. Þar ætti þó fremur að vera um götustráka og skril að ræða en hér, en það virðist eins og við eigum tiltölu- lega meira af ótömdu, hamslausu eyðilegg- ingareðli, sem leggst fyrst á það varnar- lausa, en situr á sér þar setn varnir eru fyrir. Mýmörg eru dæmin um þenn- an siðferðislega veikleika manna hér á landi. Jafnskjótt og hús eða mannvirki eru yfirgefin. koma einhverir skaðsemdar- menn og skemma þau, sér til gamans. Einna Ijótast er að sjá merkin um þessa andlegu órækt í sumum sæluhúsunum á fjallvegum hér á landi. Mér mun lengi verða i minni kofortsræfill, sem norðan- póstur hafði skilið eftir í sæluhúsinu á Holtavörðuheiði, ef til vill með einhverjum nauðsynlegum áhöldum, sem gott var fyr- ir hann að eiga þar. Kofortið hafði verið járnbent og traustlega smíðað, en til hvers var það móti skemdaranda ferðamannsins, sem vissi sig óhultan uppi á reginfjöllum. Þarna Iá kofortsgarmurinn síðan, holrifinn og tómur, eftir einhvern andlegan aum- ingja, sem ekki sveifst að níðast á dauð- um hlut, sem geymdur var i mannlausu ferðamannahæli. Svipað er að segja um umgengnina í sæluhúsunum. í stað þess að allir ættu að finna til ánægju yfirþess- um nauðsynlegu griðastöðum manna, sem eru í hættu staddir, virðast helst til marg- ir vegfarendur gera sitt ýtrasta til að spilla þeim. En þetta eru raunar smávægileg dæmi, en nóg til að benda á siðferðislega veilu í þjóðinni. Alt lif siðaðra manna byggist á því, að hver einstaklingur hafi vald yfir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.