Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 3
SKINFAXI. 19 fram það besta í sinni andlegu eign. Skólanir orðnir einskonar kensluvélar, og -sóttir meira af því að það er orðin tíska, •«n af því að það sé knýjandi innri þörf. Einkum mun þessu vera svo farið i Dan- mörku, og Dftnum sjálfum Ijóst og um leið áhyggjuefni. Öðru máli að gegna um Noreg. Þar ■er lýðháskólastefnan nú fyrst eftir áratuga éaráttu að festa rætur. Hreyfingin er þar •enn með æskuroða á kinnum. Vegna fátæktar skólanna veljast þangað naumast Aðrir menn fyrir kennara en þeir, sem elska starfið og vilja leggja eitthvað í sölurnar. Þar er ekkert bergmál af fyrri ára starfi, enginn ljómi af fornri frægð. Morgunroði vaknandi áhuga nemandanna og kennarans kastar heillandi birtu yfir kenslustofuna. Þar er vorhugur að verki. Skólinn er norskur. Flestir sem átt fiafa kost á því að fara utan hafa leitað til Danmerkur. Af þessu hafa áhrifin orðið einhliða. Að Danir séu mikil menn- ingarþjóð, því neitar enginn, sem til þekkir. En áhrif þeirra á íslenskt þjóðlit hafa ekki -altaf reynst holl. Menn eru farnir að sjá þetta. Islendingurinn verður líka naumast eins heima hjá sjer í Danmörku eins og t. d. í Noregi. Og svo á það við um þjóðina eins og einstaklinginn, að „sá fleira veit er fleira reynir". Þjóðin þarf og á að opna glugga sína í aUar áttir. Norðmenn munu nú vera sú Norður- landaþjóðin, sem hröðustum skrefum fetar inn i nýja tímann. Fáar þjóðir munu hafa átt i senu eins mikla menn á sviði andans, verknaðarins og vísindanna sem þeir. Afreksmenn þeirra hafa brotist jöfnum höndum gegnum hafís að heims- skautunum og gegnum hugarís að hjört- unum. Ahrifin eru auðsæ í þjóðlífinu. Hugarjarðvegur þjóðarinnar var orðinn þur, samanbarinn og illa hirtur. En skáldin fliiklu tóku að sér að plægja og sá og vökva. Og þetta hefir svarað kostnaði, því að nú vex vel í akrinum og andans gróður þjóðarinnar er mikill. Árið 1905 og viðburðir þess, hafa líka lyft undir þjóðina, auðgað hana að vilja og framtakssemi, skýrt markið sem fram- undan er, og að er kept. Það er eins og æskukrafturinn hafi lifnað aftur í þjóðinni. Og þennan kraft þóttist eg verða var við í Noregi, hvar sem eg fór, alt frá hús- manninum, sem starfaði í tómstundum að því að færa út akurinn sinn svo mikið sem kostur var á, til háskóiakennnarans, sem hafði sett sér það mark að ráða gálu norðurljósanna. Um skáldið mikla og vakningamanninn Henrik Wergeland er það sagt, að þegar hann var á ferð um Noreg hafi hann fylt vasa sína og skreppu með trjáfræi. Þessu fræi dreifði hann yfir auðnina þar sem leið hans lá, í von um að það myndi festa þar rætur og vaxa. Hvernig þessi skóg- rækt hans liefir lánast veit eg ekki. En hitt veit eg, að víða um Noreg hefir sá hinn sarni stórhugur, er lá á hak við þenn- an verknað hans orðið það framkvæmdar- afl i lífi einstaklinganna, er gert hefir hug- sjónina að veruleika. Dæmi eru jafnvel til þess, að menn flytji mold á járnbraut- um til þess að koma rækt í grýtta og klettótta jörð. Virðist þar á bak við standa sami stórhugurinn; og hugsjón skáldsins orðin áþreifanleg, standandi föstum fótum í heimi veruleikans. Þennan anda þurfum vér íslendingar að drekka í oss. Hér strandar svo margt á tortryggni gagnvart tíðarfarinu og landinu, að það sem er auðvelt er talið ókleyft. Þetta er að verða Iengra en eg ætlaðist til. En það sem eg vildi sagt hafa, er í fám orðum þetta: Þér ungu menn og konur, sem eigið þess kost að fara utan, og veljið ykkur lýðháskóla fyrir dválarstað, munið að til er staður, sem verúleg andleg nautn er að dvelja á. Sá staður er i landi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.