Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 5
SKINFAXI 21 En þar mun kenna nokkurs misskilnings. Jóhann gat ekki verið leikskáld hér heima eins og ástæðum okkar var háttað. Frægð hefir hann að vísu hlotið, þó eigi meiri en að maklegleikum. En fé munu leikrit hans •ekki hafa flutthonum enn, svo að um muni. Það er rangt af vitrum mflnnum að tala eftir þvi sem heimskingjar vilja helst heyra. Islenska þjóðin á að hætta að vera hor- kongur, hún þarf þess ekki. Við þurfum enga menn að svelta eða kúga — ekki einu sinni listamennina. Tryg-gingar. Nú mun vera að komast rekspölur á 'brunatryggingarnar hér á landi og er það gleðiefni. Það er okkur ekki samboðið að leggja svo mjög á tæpasta vaðið, að vera án trygginga, en svo er enn um iflesta bæi í sveitum. Þá er hitt og óyndis- úrræði að tryggja i erlendum félögum, eins og nú verður að gera. Hitt er rétta leið- in: Að tryggja aH, sem trygt verður, með islenskri samábyrgð. Mun þess nú skamt að biða með bæi og hús. Annað tryggingarmál mun að líkindum verða deiluefni á komandi árum. Það er elli- tryggingin, sem fyr hefir verið minst á hér í blaðinu. Reikningsfróðum mönnum telst svo til að, ef allir menn í landinu greiddu 10 kr. árlega í ellitryggingarsjóð frá því þeir Jeru 17 ára og til sextugs aldurs, þá myndaðist sjóður í landinu alt að því 40 miljónir, sem lána mætti til öruggra gróðafyrirtækja, þótt bíða þyrfti arðsins svo árum skifti (ræktun). En allir þeir sem yrðu meira en 60 ára gamlir gætu fengið 200 kr. árlega úr sjóðnum, það sem eftir væri æfinnar. Lág eftirlaun að vísu, en þó niundi margt gamalmennið núna þakka fyrir, ef slíkur varasjóður biði þess í ellinni. Maður sem væri trygð- ur þannig og yrði áttræður, hefði greitt í iðgjöld 430 kr. samtals, en fengi í ellistyrk 4000 kr. Sjóðurinn græddi aðallega á vöxtunum, og þeim sem dæu yngri en sextugir. Mönnum mun risa hugur við gjaldabyrgðinni, en ekki er þetta nema leikur einn, ef menn vilja, og líklegadjúp- tækasta framfaramál sem nú er uppi með þjóðinni. Þessi trygging mundi gera gamalmennin óháð ættingjum — og sveit- inni. Hún mundi neyða menn til að vera forsjála. Þó er óbeina gagnið engu síður merkilegt. Nú stranda flestar framfarir, einkum ræktun og landnám, á peninga- leysi. Við fáum ekki lán hjá útlendingum nema með afarkostum, og þó lítið. Gætnir menn vilja fremur kyrstöðu heldur ’en niðurlægjandi og bindandi lántökur er- lendis. En með 40 miljóna sjóð, sem á- vaxta’mætti i landinu sjálfu, væru þjóðinni trygðar skaplegar framfarir. Sjóðurinn þessi mundi verða lífgjafi æskunnar og verndari ellinnar. Nýtt tímarit. Réttur heitir nýtt tímarit, kemur út á Akureyri tvisvar á ári. Ritstjórinn er Þór- ólfur Sigurðsson í Baldursheimi við Mý- vatn, en afgreiðslumaður Finnur Jónsson póstmaður á Akureyri. Árgangurinn kostar 2,25. Rit þetta er einstætt i sinni röð hér á landi. Það á að flytja fræðandi greinar um félagsmál og framfaramál, skýra frá erlendum nýjungum og kenn- ingum og að þá að öllum Iíkindum benda á, að hve miklu leyti þær eiga við hér á Iandi. Aðstandendur ritsins vonast eflir, að þar verði unt á komaudi árum að rök- ræða með nákvæmni helstu viðfangsefni þjóðarinnar, að því er til félagsmála kem- ur. Sennileg^ verður útlendum fræðikenn- ingum leyft fyrst um sinn að hafa yfir- hönd í ritinu, með því þær eru nauðsyn- legar, meðan þjóðin er að átta sig á, hvert hún vill stefna. Síðar kemur að því að laga erlenda reynslu eftir íslenskum ástæð- um. Sumum mönnum kvað koma það undarlega fyrir sjónir, að Réttur ætlar að flytja greinar um ýmsar kenningar, sem erlendis eru fjandsamlegar hver i annarar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.