Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.02.1916, Blaðsíða 12
SKINFAXI. lagssvæðinu o. s. frv. En hér þarf meira við. Það þarf að brýna fyrir komumanni Iðg og reglur félagsins, og skýra tilgang þess, svo hann viti að hverju hann gengur. Þess munu dæmi að félögum hefir farið best að stofni, meðan stofnendur, sem fjallað höfðu um lögin og samþykt þau, voru einir um hitu, en þá hnignað, er fleiri flyktust inn í félagið með mismun- andi skilningi á tilgangi þess og stefnumarki. Sannast þá sem oftar, að ekki má meta eftir höfðafjölda. En að því er snertir afstöðu ung- mennafélaganna í þessu efni, þá er það hinsvegar tilgangur þeirra, að hafa vekjandi áhrif á sem flesta af æskulýðnum, og því ber þeim skylda til að vaka yfir því, að menn sé ekki i félagi af fordild einni, til að tolla í (ískunni, eða öðrum álíka hvötum. I þessu efni þyrftu þau að taka fordæmi af fóstbræðralaginu forna, þó það auðvitað yrði að vera í ann- ari mynd. Eg get t. d. ekki álitið heppilegt að taka upp eiða í svo al- mennum félagsskap, en það er áhorfs- mál, hvort eigi væri rétt að binda inngöngu i fél. einhverri sérstakri kvöð, t. d. starfi að gróðrarstöð fé- lagsins, ef það ætti slíka, því að þá sæ- ist strax, hvað menn vildi á sig leggja til að vera í félaginu. Að lokum vil ég taka það fram, að svo Andi og- gott sem það er að hafa sett TxShstafur. sér góð lög, þá veltur mest á því, í livaða anda þeim er framfylgt. Og komi eitthvert vafaatriði fyrir á skilningi laganna, eða virðist orð þeirra koma í bága við nauðsynlega starfsemi félagsins, þá á andi og stefna laganna að ráða fyr- ir dauðum bókstafnum. J. G. Vonin — Æskan. Við höldum, þegar dimmir og dregur fyrir sól, Að dáin sé vonin og byrgt hið síðsta skjól; En altaf skapast von, þar sem æskan stýrir löndum, Og endalaust er vorið á slíkum Furðu- ströndum. Bergþór Jónsson. Jarðspjöli. Ef vér veitum eftirtekt landinu í kring- um oss þá sjáum vér að það er víða að blása upp, einkum í fjalllendum. Eg man t. d. vel eftir mörgum grænum og grasi- vöxnum brekkum og breiðum, sem nú á fáum árum eru orðnar gróðurlaus fúaflög. Þessu veldur mest snjórinn sem liggur yfir í þykkum sköflum langt fram á sumar. Ætti öllum Islendingum að vera það sorgarefni að sjá þvílíka eyðileggingu á landinu. En því er nú svo varið að ílestir eru tilfinningalausir gagnvart landinu og hjálpa fremur til eyðileggingarinnar, en að reisa rönd við henni, og verður það einna mest með hinum gamla, Ijóta vana að rífa hrís til eldiviðar á bæjum, og er það enn gert svo takmarkalaust að sjaldgæft er nú orðið að sjá fallega hríslu nálægt bygð, og víða sér maður að beitiland fyrir sauðfé er gjöreytt fyrir gegndarlaust hrísríf. Hrísið hefir á stórum svæðum haldið saman jarðveginum og skýlt veik- byggðari gróðri, svo kemur maðurinn og slítur hrísið, þennan fallega og tápmikla gróður, upp með rótum og skilur eftir upptættan jarðveginn og ber flögin og eiga þau svæði vanalega enga viðreisnarvon, og er margur fallegur blettur þannig kominn í auðn.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.