Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1916, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.03.1916, Blaðsíða 1
Brotin lög. Það er ekki ýkja langt á milli götustrák- -anna, sem brjóta hluti, er verða á vegi þeirra og sumra lögbrjóta, sem nú vaða >uppi i þjóðfélaginn íslenska. Lögin eru sá skjólveggur, sem skýlir og verndar ein- staklinginn og alla siðmenningu. Án þeirra eða ef þau væru flest eða öll brotin, stæðu mennirnir aftur varnarlausir frammi fyrir eymd villimenskunnar. Þetta er auð- vitað einfaldur og alkunnur sannleiki. En því miður virðast margir íslendingar tæp- lega þekkja hann. Breytni þeirra ber vott um það. Til að skýra þetta vil eg minn- ast lítið eitt á bannlögin. Allir vita hversvegna þau lög voru gerð. Drykkjuskapur hafði verið hér afarmikill öldum saman, svo mikill, að snemma á einokunartimanum fór eiun hinn merkasti biskup í Skálholti fram á það, að bannað yrði að flytja vin til landsins. En þá strandaði vínbannið á mótstöðu kaupmanna, því að þeir græddu á engu meir en vín- inu. Drykkjuskapurinn hélt áfram í land- inu. Óteljandi menn drukku frá sér heilsu, vit og virðingu. Óteljandi sinnum höfðu ölóðir menn hegðað sér eins og viltar skepnur og misboðið sínum nánustu, sem máttarminni voru. Fjöldamargar ættir höfðu úrkynjast og veiklast af vínnautn- inni, og hér eins og annarstaðar hafði geð- veiki og margir aðrir sjúkdómar fylgt í spor vínguðsins. Fátækt, vanheilsa, úrkynjun, grimd við aumingja og almenn siðspilling yfirleitt höfðu hvarvetna siglt í kjölfar vínsins. Loksins kemur meiri hluta þjóðarinnar og þingmannanna saman um, að þessi skaðræðisdrykkur skuli útlægur úr landinu. Hvað gerist þá ? AIl- mikill flokkur manna rís upp og segir að þessi lög megi brjóta. Þeir reyndu jafn- vel að espa fólk til að brjóta þau svo stór- vægilega, að óframkvæmanlegt yrði að hegna sökudólgunum. Andi götustrákanna hafði þó ekki yfirhönd í það sinn. En þess- ar fortölur, og fjótt eftirdæmi manna, sem mikið bar á í landinu, hefir stórspilt þjóð- inni og vilt henni svo sýn, að allmargir menn stæra sig af lögbrotunum, þykjast meiri menn, af því að þeir hafi getað náð i vín með óleyfilegum hætti. Þessa menn skort- ir jafn tilfinnanlega þegnskap og dreng- lyndi eins og„syni götunnar“, sem laumastá nóttum inn i klefana við Sundlaugina og Iþróttavöllinn — til að stela og eyðileggja. Slíkir menn hafa það skaplyndi, að þeir ættu að fá að vita, hvað það er að vera utangarðs í mannfélaginu. Ef andi þeirra og „siðmenning“ nær yfirtökum í landinu, þá er þjóðarhofið meira en gluggabrotið. Það er eyðilagt með öllu, því að hinn blindi kraftur lágra og viltra hvata hefir þá felt stoðirnar, sem voru máttarviðir i byggingunni. En undir rústunum liggja saklausir jafnt sem sekir. Fáir skaðræðis- menn geta valdið ótrúlega miklu böli, ef þeir eru leystir undan nauðsynlegum aga og heilbrigðu eftirliti.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.