Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.1916, Qupperneq 2

Skinfaxi - 01.03.1916, Qupperneq 2
SKINFAXI 26 Úti-íþróttir. (Eftir Bennó.) Knattspyrna. VI. (Frh.) Um langan aldur var knattspyrnan iðkuð með mjög ófullkomnum Ieikreglum, eins og þeim, að leyfilegt var að grípa knöttinn með höndunum, er hann kom í loftinu frá mótherja (mótspilara), var ])að kallað „fair catch“, og gaf það rétt til aukaspyrnu (fri- spark). Einnig var leyfilegt að bera knött- inn og bregða keppendunum, og i hvert skifti sem mark var „skorað“ (A goal scored) var skift um markhlið o. s. frv. Það var ekki fyr en árið 1863, er stofnaður var félagsskapurmeðal enskra knattspyrnufélaga („The English P'ootball Association“) að fast skipulag komst á leikinn, og að öll þessi brögð voru talin óleyfileg, sem að framan eru nefnd. Er nú engum keppanda leyfi- legt að slá, bregða eða sparka í keppendur, né snerta knöttinn viljandi, með höndum, nema markverði — en þó aðeins eftir vissum reglum (sjá knattsp.lögin 8. grein.) Eftir stofnun þessa ágœta félagsskapar, útbreiddist knattspyrnan mjög, þó að nnnar knattleikur, knattspyrnunni nokkuð líkur, væri einnig í hávegum hafður, og keppti mjög um völdin við knattspyrnuleikinn. Þessum leik — ef leik skyldi kalla — var gefið nafnið „Rugby FootbalI“, og er það mesti fantaleikur, sem ég hefi ennþá séð. Hver keppandi má nota hendur og fætur eftir vild, hælkróka, öll leggjabrögð, og ýms önnur þrælabrögð, sem nöfnum tjáir að nefna. Kemur það líka oft fyrir, næstum því í hverjum leik — að menn verða óvígir, fara úr liði, hand- og fótleggsbrotna. Er ólíkt betri og skemmtilegri leikur knatt- spyrnau, en þessi ryskinga-fantaleikur. En þó ber ekki að neita því, að alvarleg meiðsli geta orðið í knattspyrnu, ef hrotta- lega er leikið, og dómaranum ekki hlýtt, sem skyldi — er því vel að athuga, að knattspyrna fari fram með leikni liðleik og ofstopalaust. Gleyma sér aldrei svo- að menn sparki í mótherja í stað knatt- arins, en af því stafar inesta hætta (fótbrot, liðskekkjur og fl.) Þráfaldlega kemur það fyrir að menn spyrna í mótherja af gremju og reiði, yfir því að þeir mistu knöttinn á rásinni. A dómari leiksins^ að hegna slíkum mönnum mjög strang- lega — gjöra þá leikræka; það er eina ráðið, sem dugar, og um leið betrar. En hefir þó aldrei verið notað hér á landi. Árið 1866 var ennþá breytt knattsp.' lögunum þannig að rangstæðu (off side) reglurnar voru mikið bættar og lagfærðar. Getur nú t. d. enginn keppenda orðið rang^ stæður (off side) á sínum vallarhelmingi (svæðisins), og m. fl. Þá var og rétt á eftir þessu stofnuð alþjóðastjórn knattsp.félaga. (The Inter- national P’ootball Board), sem saman stend- ur af 8 — átta — mönnum, sem valdir eru af Englands-, Skota-, íra- og Wales- búum (P'ootball Association) tveir menn frá hvorum þeirra. Hafa þeir á hendi aðalúrskurðarvald, og framkvæmdir á regl- um og lagabreytingum knattsp. en þó get- ur lagabreyting ekki fram farið, nema með samhljóða atkvæðum þessara átta manna (frá „The Internationall Football Board“). En reglum þeim, Iögum og laga skýringum, sem þeir setja, verða svo öll knattsp.félög að hlíta og Idýða. Árið 1872 fór fyrsti' þjóðarkappleikur milli Englendinga og. Skota fram, og brátt komu svo Irar og Walesbúar þar á eftir. 1873—74 byrjuðu fyrstu knattsp.kapp- leikarnir milli háskólabæjanna Oxford og Cambridge, sem nú eru frægir mjög uin> allan hinn mentaða heim. Á Englandi eru rúm 10000 knattsp.- félög, með mörg hundruð þúsund, slarj- andi meðlimum, en eins og þið vitið þá er knattsp. sú langútbreiddasta íþrótt Eng- lands. Er þetta því ef til vill ekki svo-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.