Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1916, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.03.1916, Blaðsíða 5
SKINFAXI 29 Námskeiðið á Akureyri. íþróttanámsskeið það, er haldið var á Akureyri í vetur og U. M. F. Akureyrar gektt fyrir, stóð yfir frá 27. nóv. til 22. des. Æft var á hverjum virkum degi. Fyrri helming námstím. var hyrjað á morgnana kl. 8V2 með leikfimiskerfi J. P. Miillers, „Mín aðferð", og teknir bæði fimleikirnir fyrir og eftir baðið. En seinni helminginn var leikfimi kend í leikfimishúsi Gagn- fræðaskólans, og voru æfingarnar eftir bað- ið teknar þá á eftir, vegna þess að hægra var um baðið þar. Fimleikarnir fyrir baðið voru eftir það æfðir áður en farið var út á leikvöllinn, kl. 12. Þar voru æfð köst (kringluk. kúluvarp og spjótk.), stökk (hást. langst., þríst. og stangarst.) og lilaup, þar með talið grinda- hl., — hlaup var oft ómögulegt að æfa vegna fannkyngis, stökkin var oftast hægt að æfa, en kftstin all af. Aðeins einu sinni fórst úti-æfing fyrir, vegna hríðar. Þegar ekki var hægt að æfa stökk úti, var æft í sal sem „Hótel Akureyri" hafði léð til þess; einnig voru þar æfð viðbrögð til sprett- hlaupa. Salnr þessi var einnig notaður til glímuæfinga og „Miillersæfinga". Fyrstu daga námsskeiðsins var auðjörð og ófrosin, og var gott til æfinga meðan svo var. En fyrst í des. fór að snjóa, og snjóaði fljólt svo mikið, að nær knésnjór varð á jafnsléttu. Varð þá að moka göt- ur fyrir atrennu í köstum og stökkum og bera ösku o. þ. h. í. Varð þetta oft að gerast á hverjum degi. Stangarstökkið var verst viðureignar; var því hagað þann- ig, að gata var mokuð fyrir tilhlaup, stung- in upp hola fyrir stöngina, og snjónum mokað i hrúgu, í stað gryfju, þar sem komið var niður. Oft var töluvert kalt á þessum úti-æfingum, t. d. var einu sinni 16 stiga frost, límdust þá áhöldin — þar sem járn var — oft við hendurnar. Þessar æfingar fóru fram á grasvelli ca. 110 metra löngum og 50—60 m.breiðum, sem U. M. F. Akureyrar og Gagnfræðaskól- inn eiga í sameiningu. A kveldin kl. 9 voru glímuæfingar á „Hótel Akureyri". Æfingar í leikfimi fóru fram milli 6 og 7 e. h. A sunnudögum var aldrei æft. Námsskeiðsmenn voru um 20, hvaðan- æfa að úr Eyjafjarðar ogÞingeyjarsýslum. Þeir bjuggu flestir hér og þar í bænum, en nokkrir — 6—8 — á hótelinu; hafði náms- skeiðsnefndin samið um vist þeirra þar. Tilætlunin var víst fyrst, að allir byggju þar, og átti að hafa þar nokkurskonar íþróltaskóla með heimavist. En það fyrir- komulag kom sér ver fyrir suma, og var þess vegna breytt. Það kom fyrir þegar slæmt var veður, að ekki heimtust allir á úti-æfingarnar, voru það einkum utan-hót- elsmenn sem þá vantaði. Um það leyti sem námsskeiðið endaði, var haldin kapp- glíma, og glimt í tveim flokkum — mið- þunga og þyngsta. í kringum 20. des. fóru námsskeiðsmenn að týnast heim ; þeir áttu mislangt, og allir vildu auðvitað vera komnir heim fyrir jólin. Nokkrir menn af Akureyri fengu tilsögn á kveldin, fáeina tima, og voru aðallega æfð stökk og viðbrögð til spretthlaupa. Því miður voru þær æfingar alt of fáar. Muninn. Svar til hr. Sig. Grímssonar. 1. Ungmennafélögin bera enga ábyrgð á því, að þegnskylduvinnan er orðin að þingmáli. 2. Þegnskylduvinnan er ekki og hefir aldrei verið á stefnuskrá U. M. F. I. 3. Félag Mentaskólapilta kom málini* inn i þingið, og ber því siðferðislega á- byrgð á, að það er orðið að þingmáli nú. 4. Tveir helstu aðilar málsins hafa stórspilt fyrir því nú. Annar telur að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.