Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1916, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.03.1916, Blaðsíða 6
30 SKINFAXI þegnskylduvinnan (þriggja mán. verklegt- nám) mundi verða besti alþýðuskóli þjóð- •arinnar. Hinn að þ. v. mundi skjótlega •uppræta flestar manrilegar ódygðir. Þessar skoðanir koma fram i nefndaráliti Mentaskólapilta og n.áliti M. 01. á þingi i fyrra. Slíkum draumsjónamftnnum fylgir enginn, sem skyn ber á málið. 5. Víst hlyti að verða úr þegnskyldu- vinnunni persónuskattur en ekki nám, ef flanað væri að því að lögleiða hana, með- an engir eru til að kenna rétt vinnubrögð. 6. Frá sjónarmiði þess, er þetta ritar, getur þegnskylduvinnan ekki komist í fram- kvæmd svo að gagn sé að, nema hún sé borin fram af^stjórn, sem fylgir henni fram í orði og verki eins og Skúli fógeti iðn- aðarstofnunum. Og þessi stjórn hafi að baki sér mikinn meiri hluta þingmanna, kjósenda og æskulýðsins. 7. Við næstu kosningar geta U. M. F. lítil áhrif haít á atkvæðagreiðsluna. Engin stúlka í félögunum hefir atkvæðisrétt og «kki nema sumir af karlmönnunum. 8. Atkvæðisbærir menn, sem eru hlyntir þegnskylduvinnu en fyrirlíta ráðsmensku þingsins í fyrra (að því er þetta mál snertir) ættu að skila auðum seðlum við kosn- ingarnar. 9. Mér og minum skoðanabræðrum munu liggja i léttu rúmi ásakanir um svik við þegnskylduhugmyndina. Við höfum þann hlýleik til málsins, að við viljum ekki koma því í fóstur hjá mftnnum, sem ber- sýnilega eru ekki enn þeim vanda vaxnir. 10. Vonandi skilst mönnum nú, að ung- mennafélögin standa á engan hátt á bak við, né eru riðin við, að-gerðir hr. Sig. Grímssonar og hr. Matth. Ólafssonar í þegn- skyldumálinu. Er því mælst til, að félög- unum verði ekki, í sambandi við atkvæða- greiðsluna í haust, blandað inn í umræður um mál, sem á þessu stigi er þeim alger- lega óviðkomandi. 11. Til að taka af öll tvímæli, mun stjórn U. M. F. í. skýra afstöðu félaganna til þegnskyldumálsins, áður en Iangt um Iíður. Dýraverndun. Flestir vilja víst fara eins vel með dýr- in og hægt er, en víðast hvar a Iandinu er meðferð á dýrum ekki eins góð og hún gæti verið og ætti að vera. Það má með sanni segja, að „Dýraverndunarfélag ís- lands" ætlar sér að vinna að góðu og þörfu hlutverki, og er vonandi að það ásamt Dýravininum komi því til leiðar, að menn sýni dýrunum meiri ástúð og nærgætni, en gert heíir verið. „Dýraverndunarfélag íslands" ætlar að reyna að stofna sem víðast dýraverndunarfélög út um landið, og er ekki nema gott um það að segja. En mér kemur til hugar, hvort það mundi ekki vera hægt fyrir ungmennafélögin að styðja dýraverndun. Eg get vel búist við, að um þetta verði skiftar skoðanir, og bæði færðar ástæður með og móti því, en mér sýnist fleira mæla með. Þar sem ungmennafélög eru í fámenn- um sveitum, íinst mér það gæti dregið úr félagsskapnum, að hafa félögin mörg í sveitinni. Og viða þar sem ég þekki til, er þaðefnilegastaog duglegasta ungafólkið, sem í ungmennafélagi er. Og frekar get eg búist við, að það fólk viljr; og hafi mátt til, að styðja að dýraverndun heldur en hitt unga fólkið, sem ekki vill vera í ung- mennafélagi. En athugandi er, hvort það sé rétt af ungmennafélögunum að styðja að dýra- verndun. Mér finst það geti heyrt undir stefnuskrá þeirra. Við ungmennafélagar höfum lofað að styðja að heill og vernd fósturjarðar okkar, og finst mér við gera það vel, ef við styðjum að dýraverndun. En áður en ungmennafélögin taka það fyr- ir að styðja að dýraverndun, verða þau að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.