Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1916, Síða 7

Skinfaxi - 01.03.1916, Síða 7
SKfNFAXI 31 hafa einhverja von með, aS þeim muni takast að bæta meðferðina á dýrunum. Mér finst ekki nema eðlilegt, að margir spyrji, hvort ungmennafélögin geti stutt nokkuð að dýraverndun. Að svara spurn- ingu þessari játandi er vafalaust óhætt, því sjálfsagt eru margir dýruvinir í hverju ungmennafélagi. En þau ungmennafélög, sem ætla sér að styðja að dýraverndun, þurfa að taka í lög sín svipaða grein og hér fer á eftir: Á hverju vori skal formaður sjá um, að á einum eða fleiri ungmennafélagsfund- um skuli dýraverndun vera til umræðu, og skal formaður hafa framsögu að þvi, eða sjá um hana. Á fundum þessum skal rætt um, að hverju félagið eigi að vinna það árið að dýraverndun, og hvernig það hafi tekist til fyrir félagsmönnum með það, sem þeir unnu að dýraverndun árið áður. Sérstak’ lega skal þess gætt, að reyna ef unt er, að koma því fram, sem félagið hefir byrjað á með dýraverndun. Ef tími ertiláfund- inum, skal formaður sjá um, að lesin verði upp ein góð dýrasaga, annaðhvort úr Dýravininum eða Dýraverndaranum. I haust hefir ungmennafélagið „Framtíð- in“ byrjað á því að vinna að dýravernd- un. og hefir það samþykt að taka í lög sín þessa grein sem tilfærö er hér. I haust vinnur ungmennafélagið meðal annars að því. að sauöféö verði svæft áð- ur en það er skorið á háls, og í vetur verði pantaðar smábyssur til þess að skjóta féð með hér í sveitinni. Yafalaust er meðferðin á dýrunum að batna um land alt, en þó er hún ekki eins góð og hún þarf að vera. Víða mun bónd- inn setja fullmikið á heyin sín á haustin, það hefir reynsla liðinna ára sýnt. Nú á síðastliðnum árum eins og fyrri, hafa víða dáið skepnur af þvi þeim var ætlað slæmt og lítið fóður. Menn vita litið, eða svo er það að sjá, hve mikið sauðkindin kvelst áður en hún deyr úr hor, og hve mikil ábyrgð það er að drepa úr hor. Það er skylda allra góðra Islendinga, og ekki síður okkar yngri mannanna, en hinna eldri, að reyna að stuðla að þvi, að fén- aður hætti að deyja af fóðurskorti. En það mun mega segja, að við ungmenna- félagar margir ráðum litlu á heimilum okkar um heyásetning og meðferð á skepn- um, en þó getum við haft einhver áhrif á þá, sem ráða á heimilum okkar. Og við getum farið vel með þær skepnur, sem við hugsum um, hvort sem þær verða margar eða fáar. Allir unglingar í sveit eru næstum daglega eitthvað við skepnur og hafa því oft tækifæri að sýna dýrunum vont og gott, og breytni þeirra við dýrin fer nokkuð eftir því, hvort þeir sjá full- orðnu mennina fara vel eða illa með dýrin. Það er ekki að búast við, að það hafi góð áhrif á óþroskaða, unglinga er þeir sjá fullorðna fólkið misþyrma skepnunum, eða fullorðna fólkið horfa þegjandi á, að aðrir geri það. Menn gleyma því oft, að allir sem með skepnur fara, verða krafðir til reiknings- skapar um meðferð þeirra. „Og ill með- ferð á skepnum ber vott um grimt og guðlaust hjarta“. Ungmennafélagar! Féiagsskapur okkar er bygður á kristilegum grundvelli. Vernd- um þvi dýrin fyrir illri meðferð, eftir því sem okkur er það hægt. Svínafelli 27. okl. 1915. Jón Pálsson. Félagsmál. Steinþór Guðmnndsson heimsótti 8 ungmennafélög^á ferð sinní um Borgarfjörð um jólin. Hélt hann fyrir- lestur fyrir þau öll. Voru þeir alstaðar vel sóttir bæði af ungmennafélögum og

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.