Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1916, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.03.1916, Blaðsíða 8
32 SKTNFAXI. öðrum. (Það er alstaðar venja, að leyfa öllum aðgang að fyrirlestrum þeim, sem haldnir eru að tilhlutun fjórðungsstjórnar). Á fundum var Steinþór í fiestum félög- unum og lætur vel yfir áhuga Borgfirðinga. Nýlega brá Steinþór sér upp í Kjós, til hins nýstofnaða ungmennafélags þar. Segir hann það öflugt félag og fjörugt með af- brigðum. Margir duglegir menn kváðu vera í félaginu, þar á meðal nokkrir efnis- bændur. Uiiðmuiidur Hjaltason fór fyrirlestraferð um Hnappadals- og Mýrasýslur fyrir jólin. Hélt fyrirlestra í 7 félögum, Télög' sem borgað hafa Sambandsskatt fyrir árið 1916, og sent skýrslu [fyrir 1915 til fjórðungsstjórnar Sunnlendinga. U. M. F. Björn Hítdælakappi, —„— Hekla1) — „— Stafholtstungna1) — „— Afturelding1) — „— Gnúpverja — „— Gnúpa-Bárður. 1) Skýrslu vantar. Sig-nrgreir Friðriksson. bóksali í Skógarseli tekur á móti borg- un fyrir Skinfaxa í Suðurþingeyjarsýslu. Eru kaupendur þar, einkum þeir, sem eiga létt með að ná til hans, eða þeirra um- boðsmanna, sem hann [kann að setja, beðnir, að borga blaðið til hans. Mun verða gerð tilraun með þetta skipulag víð- ar, ef það þykir gefast vel. Mörgum mönn- um þykir bagalegt að verða að senda eina og tvær krónur í ábyrgðarbréfum. Ætlast til að innanhéraðsinnheimta geti sem víð- ast komist á. Tóbaksblndindi. Mjög mörg ungmennafélög hafa tóbaks- bindindisflokka, og er það í alla staði lofs- SKOFAXI. Mánaðarrit U. M. F. í. Verð: 2 krónur. Ritstjóri: Jónas Jónsson, Skólavörðustíg 35. Simi 418. Afgreiðslumaður: Egill Guttormsson. Skólavörðustíg 16. Sími 144. vert. Ætti jafnvel í þeim flokkum að hafa utanfélagsmenn, ef þeir vildu þar vera. Halda svo einn fund góðan á ári og láta þar við sitja. Með þessu móti mundi þó nokkur hluti þjóðarinnar verða laus við þennan dýra og óþrifalega vana. Nokkur tóbaksbindindisfélög í landinu hafa með sér samband. Og þetta sam- band hefir gefið út ársskýrslu sína, og fá hana allir, sem eru í „Bandalaginu". En í þetta sinn verða ýmsum tóbaksbindindis- flokkum, einkum í skólum og ungmenna- félögum, send nokkur eintök afskýrslunni og lög B. T. I. Það er fyrirspurn til fé- laganna og tlokkanna um það, hvort þau vilja ganga í bandalagið. Þau sem það vilja, snúi sér sem fyrst til Steindórs leik- fimiskennara Björnssonar í Reykjavík. Hann er ritari fyrir B. T. I. Héraðssamband. Fyrir nokkru var Skinfaxa skrifað, að í Austur-Skaftafellssýslu væri héraðssamband að myndast, og er vonandi að það komist á í vetur. Félög án sambanda eru eins og dægraflugur. Félög í sambandi geta orð- ið einhver öflugasta lyftistöng í framsókn og viðreisn þjóðarinnar. .lóii Kjartansson er nú á ferð um Mýrar og Borgarfjörð og heldur þar fyrirlestra. Ritstjóri: Jónas Jónsson frá Hriflu. Félagsprentsmiðjan

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.