Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.09.1916, Side 1

Skinfaxi - 01.09.1916, Side 1
9. BLAÐ REYKJAVÍK, SEPTEMBER 1916. VII. ÁR. Rangnefnd ungmennafélög. Eitt atriði verða áhugasamir félagsmenn í okkar hóp að taka til alvarlegrar athug- unar. Það er að ýms félög, sem lítið eða ekkert eiga skylt við félagsskap okkar, hnupla ungmennafélagsnafninu, líklega til að skreyta sig með þvi, en gera þvi ann- ars óvirðing með aðgerðaleysi, eða vesal- mannlegri framkomu. Þetta er mjög baga- legt fyrir uugmennafélögin í heild sinni, því að eins og eðlilegt er, fer ókunnugt fólk mest eftir nafninu og áfellir svo ung- mennafélögin fyrir ýmislegt sem aílaga fer hjá „skrall“-félögum, er tekið hafa í heim- ildarleysi nafn þeirra. Þetta er bæði óþarft og hættulegt. Óþarft af því að það er sjálfsagt fyrir hvern einstakling eða heild að vernda og verja sitt nafn, og svo eig- um við að gera. Og hættulegt af því að þessi félög verða margoft til að kasta skugga á hin eiginlegu ungmennafélög, og hindra þau þar með frá að ná tilgangi sínum. Allir munu viðurkenna að von. legt sé að enginn félagsskapur vilji þola til lengdar að nafni hans sé rænt og það óvirt, af óviðkomandi mönnum. Og þá er auðvitað ekki annað fyrir hendi en að gera sér ljóst, hvaða félög í landinu eiga rétt á þessu nafni. Þad eru sambands^ félögin, öll þau einstöku félög sem mynda U. M. F. 1. og engin önnur. Þetta ætti að vera öllum Ijóst. Ungmennafélagshreyf* ingin kemur hingað frá Noregi, með nokkr* um mönnunii og á þar sameiginlegar ræt* SKINFAXI. Mánaðarrit U. M. F. í. Verð: 2 krðnur. Ritstjóri: Jónas Jónsson, Skólavörðustíg 35. Simi 418. Afgreiðslumaður: Egill Guttormsson. Skólavörðustíg 8. ur. Félög þessi mynda síðan samband með sameiginleg lög og stjórn, skapa sér ákveðna dagskrá og starfa að henni. Þetta eru ungmennafélögin. En þeim koma alls ekkert við ýms skemti- eða iþróttafélög, sem risið hafa upp hér og þar á la.ndinu, en ekki viljað laga lög sín og skipulag eftir U. M. F. í. Það er með öllu óskilj- anlegt, að nokkurt félag skuli vilja sigla undir fölsku flaggi, enda mun það injög oft vera gert af gáleysi fremur en öðru verra. En þá ættu þessi félög að sjá sóma sinn, og annaðhvort hætta að ganga undir ungmennafélagsnafninu, eða þá að ganga í sambandið og vinna skipulega að þess áhugamálum, þegar þeim er bent á, og sannað með rökum, að þeir hafa verið á rangri leið. Og sérstaklega má búast við, að þeir menn sem stýra þessum ut- anveltufélögum, en standa annars nærri ungmennafélögunum í hug og hjarta, láti sér þessa bendingu að kenningu verða, og gangi inn í U. M. F. I. Hinir, sem ekk* ert vilja nema drykk og dans, ættu vitan* lega að kenna félagsskap sinn við þá iðju, sem þeim er skapi næst.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.