Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1916, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.09.1916, Blaðsíða 4
108 SKINFAXI spyrna i áttina að endamörkum mótflokks* ins, samkvæmt ákvæðum 2.gr. knattspyrnu* laganna: 1) í npphafi leiks. 2) eftir skorað mark. 3) eftir leikhlé að hálfnuðum leik. II. Brottspyrna („kicking off“) er fyrsta spyrna eftir leiktöf (markspyrna, aukaspyrna, „dómara spyrna“ [þegar dóm- ari lætur knöttinn detta á jörðu]. III. Yítaspyrnan er sérstæð, o: spyrna frá vítaspyrnumerki (ekki miðjuspyrna), en í áttina að endamörkum mótflokksins (eins og upphafspyrna). Minni U. M. F. Reykjavíkur. Flutt á 10 ára afmæli þess 4. okt. 1916. Sumarið er nú á enda, haustið komið og veturinn nálgast hröðum skrefum. Lit- skrúð blómanna er horfið, grænu engin, fölnuð og þar sem ládeyðan faldist fyrir skömmu undir gullþiljum sólarlagsins, þar hníga nú sigþungar og háreistar úthafsöld" urnar að bjargi og knýta löðurbelti um nes og eyjar. Þar sem smáfuglar hopp- uðu um steina og kvökuðu kátir í forsæl- unni, þar hvin nú haustgolan í geigvænum gljúfrum og haustmyrkrið teygir armana lengra og lengra inn á lendur ljóssins og heggur af báðum endum dagsins. Haustið er komið. — Árstíðin, sem bjartsýnn framsóknarandi æskumannsins á svo erfitt með að átta sig á eða skilja til hlítar. Hversu ógeðfelt er það ekki, að sjá Ijósið fara halloka fyrir myrkrinu, lífið fyrir dauðanum, ylinn fyrir kuldanum og nepjunni. Napurt hlýtur sálarlíf þess manns að vera, sem ekki sér neitt á haust- in nema aðkomu skammdegisins, og ham- ingjunni sé lof að þetta er aðeins rang- hverfan á haustinu. Hauststormarnir hrista laufin af trjánum, en þá falla líka góm- sætir ávextir til jarðar. Haustið er ávaxta- tími, ekki aðeins í náttúrunni, heldur einn- ig í sálum mannanna. Yndi og blíða sumarsins sáir frækornum í hjörtu manna, kveikir kærleiksneista, sem fyrst bálast upp fyrir alvöru, þegar haustnæðingarnir byrja. Þegar nautnastundin er liðin, þá fara menn fyrst að búa að þvi, sem þeir hafa notið> ef nautnin hefir verið holl. Þegar fræ* kornið er dáið vex jurtin upp og ber ávöxt. Fyrir 10 árunf]síðan söfnuðust nokkr" ir ungir menn saman hér í Reykja- vík, til að reka smiðshöggið á stofnun fé- lags þess, sem nú býður ykkur velkomin til að fagna 10 ára almæli sínu. Mér er lítið kunnugt um, hvaða menn þetta voru. Þekti engan þeirra þá og hefi aðeins kynst fáum þeirra síðan. En eg tel víst að þeir hafi notið sumarsins, að þeir hafi sogið sólargeislana inn í sálir sínar og þráð að láta þá skína frá sér aftur, þegar myrkrið færðist yfir. Og vér höfum lært af þeim að herða viljastál vort við kærleikseldinn, að fagna vetri við ávaxtaforðann og gleðj- ast við frækornin, sem eru að sprengja af sér hýðið og eiga eftir að vakna og bera ávöxt. Á þessum 10 árum hefir félagið verið mörgum ungling vermireitur, sem hlúð hef- ir að djörfustu vonunum hans, varið þær fyrir haustmyrkri og næðingum, og þótt nú séu fáir viðstaddir, sem samferða hafa orðið þetta 10 ára skeið frá byrjun, þá veit eg að þeir sem lengst hafa erfiðað, rétta okkur nýliðunum hönd sína og við gleðjumst í sameiningu með afmælisbarn- inu, sem fyrir 10 árum síðan fæddist í þennan heim, eins og Mínerva, sem stökk út úr höfði Sevs, búin öllum hertýgjum. U. M. F. Reykjavíkur er ekki tápmeira nú en það var þá. Það fæddist með engu minna starfsþoli en það hefir nú til að bera, og ekki er líklegt að sýnileg afrek þess aukist um helming á næstu 10 árurn. Miður vinveittir menn núa okkur því ósparl um nasir, að alt sé að komast í kaldakol í höndum okkar og sjálfir lökum við í

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.