Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1916, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.09.1916, Blaðsíða 8
112 SKINFAXI Félagsmál. TJ. M. F. K. hélt 10 ára afmæli sitt 4. okt. sl. Dr. GuSm. Finnbogason hélt þar fyrirlestur um lífið í Ameríku og vesturför sína. Var frásögn hans mun hlýlegri en sr. Magn- úsar á Isafirði. Þar hélt Steinþór GuS- mundsson ræSu þá sem birtist hér í blaS- inu. Vegna bilunar í prentsmiðjunni kem- ur þetta blað seinna út en til var ætlast, og lendir því ræða þessi í septemberblað- inu. Fyrirlestramenn, í Sunnlendingafjórðungi verða þessir í vetur: Sigurður á Brúnum fer um Vest- ur-Skaftafellssýslu, Steinþór Guðmundsson um Arnessýslu í jólafríi sínu, en Þorsteinn á DrumboddsstöSum um Borgarfjörð og Mýrar. Um fyrirlestra handa Rangæ- ingum mun og vcra samið. Verður þess getið síðar. Sambandsstjórn mun og hafa í hyggju að senda fyrirlesara um ein- hverja aðra landshluta, og þá ekki síst um Austurland, ef þar verður myndað héraðssamband, sem inun vera á döfinni. íþrdttanámsskeiðið fórst fyrir í þetta sinn. Báru menn við dýrlíðinni, enda mála sannast að miklu er nú dýrari vistin í höfuðstaðnum en nokkrum tíma fyr. Samt er engan bilbug að finna á ungmennafélögunum með íþrótt- irnar. Næsta sporið er að hafa fastan íþróttamann til að ferðast um vetrarlangt og halda námsskeið. Svo íþróttaskólinn, U. M. F. Fljðtsdæla er stærsta félagið á Austurlandi. Sveit- in einhver fegursta bygð á landinu og fólkið fjörugt. Samkomustaður á Val- þjófsstað. Þar er félagið að byggja sér tvílypt fundarhús úr steini, en ekki er það fullbúið. Óvíða er fegurra hússtæði: Víðáttumiklar rennisléttar grundir, sem hallar út að Lagarfljóti. En í baksýn himinhátt blágrýtisfjall með óteljandi hvöss- um stöllum. Þegar hús þetta er fullgert verða þar væntanlega haldin íþróttanáms- skeið Austfirðinga. Skaftfelling-ar hafa nú myndað sitt héraðssambandið fyrir hvora sýsluna og er það í alla staði lofsverl. Þó er ef til vill tæplega komið fullkomið skipulag á sambandið í vestur- sýslunni. Félögin þar eru beðin að gæta þess, að taka ekki inn í þennan félags- skap nein félög, sem ekki geta og vilja ganga inn í U. M. F. I. Sé það gert, lendir héraðssambandið úl úr sambandinu. En til þess mun varla koma. Kristinn Jónsson trésmiður. Frakkastíg 12, Reykjavík hefir stórt upplag af askskíðum, afarvönd uðum. Skíði úr „pitspæn“ og furu. Einnig birgðir af erfiðisvögnum, lystivögnum og aktýgjum. Viðurkent best verð, eftir gæðum, á Islandi. Sömuleiðis hrífuhausum, hrífu- sköftuin og orfum úr ask og furu. sem viljið fá bækur ykkar vel og ódýrt bundnar, ættuð að senda þærjjtil Fjelagsbókbandsins í Reykjavík Ingólfsstræti. Athugið það, að illa bundnar bækur eru engin eign! Ritslóri: Jónas Jónsson frá Hriflu. Félagsprentsmiðjan

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.