Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1916, Page 2

Skinfaxi - 01.11.1916, Page 2
SK1NFAX1. 122 hafa til að vinna, verða að taka höndum saman og lyfta grettistakinu, því að sam- æfa þjóðina, brúa milli heimilanna, hrepp- anna og héraðanna. Æfa unglingana við hin léttu viðfangsefni, sem eru við hæfi æskunnar, svo að sú kynslóð geti betur rult úr vegi stóru steinunum af þjóðar- brautinni. Hin héruðin, sem ennþá eru óhæf fyrir félagsmenningu, koma seinna til sögunnar. En að breyta hugarfari og andlegu ásigkomulagi fólksins í andlegu fúablettunum, er erfiðasta viðfangsefnið, sem nú blasir við dugandi mönnum, sem upp eru að vaxa. Og það verk þarf að vinna. Crlíman. „Hrörnar þöll, sús stendur þorpi á ldýrat henni börkur né barr.“ Nú er islenska glíman að verða olnboga- barn þjóðarinnar. Nú er hún hrakyrt af mörgum og fáir leggja henni liðsyrði. Láta margir gildlega gegn henni og vinna henni það ógagn er þeir mega. Reyna þeir að koma þeirri flugu í munn fávís- um mönnum, að hún sé hættuleikur og litt fallin til gamans, því stór meiðsl geti hlotist af. Þar að auki sé hún Ijót og leiðinleg íþrótt. Þeir menn, sem slíkt mæla, þekkja lítið til glímunnar, og sýnist svo að ekki þyrfti að saka, þótt menn þessir vildu gerast henni gustillir. En það verður jafnan svo, að íleiri trúa lasti en lofi. Hvaðan þess- ar óvinsældir eru runnar, veit eg ekki gerla, en rekja má víst sum sporin að dyr- um glímumannannanna sjálfra. Þeir hafa fáir borið þá virðingu fyrir íþróttinni, sem hún á skilið. Nú eru aldrei kappglímur háðar af því að engir fást til að glíma. Nú eru gli'mu- félög að leggjast niður af því að enginn vill læra að glíma. Nú talar fólkið um íslensku glímuna eins og úrelt gaman. Svona er nú komið fyrir þjóðlegustu og fegurstu íþrótt vorri. Tómlæti Islendinga ríður ekki við einteyming. Það lítur helst út fyrir, að glíman ætli að leggjast niður með öllu‘. Er slíkt all- mikil skömm fyrir íslendinga, að týna þannig íþrótt, sem heíir verið þjóðariþrótt þeirra frá landnámstíð og aðrar þjóðir hafa ekki þekt til skamms tíma. En nú eru ýmsar þjóðir farnar að iðka þessa íþrótt, og engan skyldi undra, þótt Mörlandinn yrði eftirbátur þeirra í sinni eigin íþrótt áður én langt um líður. En hvað þarf að gera til þess að firra þjóðina þeirri skömm, að glata þessari íþrótt og láta aðrar þjóðir verða sér snjall- ari í henni? Hvað þarf að gera til þess, að glímunni verði skipað á þann bekk, er henni ber? Það á að kcmia glíntu í öllum kariiaskóluni.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.