Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1916, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.11.1916, Blaðsíða 3
SKINFAXI 123 „Það ungur nemur gamall tamur“. Það á að kenna drengjum að glíma strax og ])eir fara að ganga í skóla. Það á að kenna ]>eim að bera virðingu fyrir glím- unni, eins og öllu sem þjóðlegt er. Þegar drengir fara fyrst í skóla, eru þeir vana- lega svo stálpaðir, að það er hægðarleik- ur að kenna þeim að glíma svo vel fari. Leikfimi er kend í mörgum skólum. Glím- an og leikfimin geta sameinast. Gb'man á að verða skyldu-námsgrein í hverjum opinberum skóla, þar sem leikfimi er kend, V og leikfimiskennararnir eiga að vera færir um að kenna hana. Eg sé ekki að neitt geti verið þessu til fyrirstöðu, ef þeir, sem fyrir skólunum ráða, vilja sinna þessu. Ef þessi hugmynd næði fram að ganga, mundu glímufélög rísa upp þróttmeiri en áður. Áhuginn mundi vaxa og hópur glímumannanna stækka með hverju ári, Það vex ætíð gengi hvers málefnis þvi meira, sem fleiri veita því fylgi. Eg hygg að ílestir drengir mundu lialda áfram að iðka glímu eftir að þeir hætla að ganga i skóla, ef þeim liefir verið kend hún þar og vakinn áhugi þeirra fyrir henni. Glíman verður að lifa og þetta er ráð til þess, að auka gengi hennar. Ef þeir menn vilja sinna þessu, sem ráð hafa á að koma því í framkvæmd, þá vinna þeir þjóðinni meira gagn en margir iiyggja. Vetrarblaðið. Úti-íþróttir. (Eflir Bcnnó). Knattspyrna. XIV. Eins og áður er drepið á, eru bakverð- irnir í leiknum tveir (hægri og vinstri). Hefir það sýnt sig að vera það eina rétta, að þeir væru tveir, til varnar við markið og samvinnu við markvörð. Eins og gef- ur að skilja verður samvinna markvarðar og bakvarða, að vera afargóð, ef vel á að fara. Það er eitthvert það allraleiðasla atvik, sem getur komið fyrir í knattspyrnu, ]>egar marki verður náð, vegna misskiln- ings og samtakaleysis bakvarðanna við markvörðinn. Til að fyrirbyggja allan misskilning og samtakaleysi, hefir það reynst best, að annar bakvörðurinn sé lát- inn vera fjær endamörkum sínum (sbr. myndina í IX. kuíla) fyrir framan víla- völl; hefir bakv. með því oftast tekist að stöðva mótherja og rétta við leikinn. Verk þess bakv. er framar stendur er það, að stöðva þann mótherja er kemur með knött- inn, en starf hins verður þá það að taka á móti knettinum, er mótherji sendir frá sér »g spyrna honum til samherja sinna, og þá helst til jaðarmanna, sem staiula oftast best að vigi, til að reka knöttinn. Gæta skulu bakv. þess, að ráða eigi báðir í senn að sama leikmanni, því þá fer alt út um þúfur; og þeir missa vanalega

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.