Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1916, Page 1

Skinfaxi - 01.12.1916, Page 1
12. BLAÐ REYKJAVÍK, DESEMBER 1916. Skipulag ungmennafélaganna. Ein er sú hiið ungmennafélagshreyf- ingarinnar, sem lítið hefir verið talað um, en er þó mjög mikilsverð. Það er sú mikla æfing sem samvinnan veitir ung- lingunum, æfing í að starfa saman í stór- um heildum og að hlíta föstu skipulagi. Þetta er mikilsvert af því, að sundur- lyndi og sjálfbyrgingshátlur eru erfða- gallar Islendinga. Forfeður okkar þjáðust af sama meininu í Noregi. Og einangr- unin í dreifðu bygðunum hér á landi gerði þessa vöntun ennþá bagalegri. Vegna staðhátta var meginhluti þjóðarinnar alls ókunnur landinu, nema átthögunum. Og skoðanir manna mótuðust í samræmi við þetta. Flestir urðu átthagabundnir i hugs- un og verki, þó ekki væri að lögum. Alloft leiddi af þessu deyfð og sljóleika. Hver bjó að sínu. En þar sem dugnaður- inn var meiri, breyttist heimóttarskapurinn of oft í átthagagorgeir, sem vilti fólkinu sýn, ól upp í einstaklingunum ramskakkar skoðanir um eigin mátt og rétt. Sjálf- byrgingurinn vildi vera sjálfum sér nógur og trúa á mátt og megin. En þegar hann kom að Grettistakinu, sem lá þvert yfir götuna* þá varð hann ráðþrota. Þrautin varð óleyst, Bjargið óhreyft eftir á alfara leiðinni. Einstaklingurinn gat ekki Iyft því. Ekki heldur fáir menn. Til að ryðja því úr veginumSjíþurfti samhuga og samæfða t.íóð. VII. ÁR. Grettistokin eru mörg á leið íslensku þjóðarinnar. Og þau eru miklu fleiri en þurft hefði að vera, vegna þúsund ára gamallar sundrungar í þjóðfélaginu. Og þau halda áfram að liggja þvert yfir götu, þangað til bitur reynsla hefir kent brendu börnunum að forðast eldinn. Það sem unga fólkið þarf að vita er það, að ekkert heimili er nógu sterkt til að standa eitt saman. Heldur ekki ein sókn, hreppur eða sýsla. Þjóðin öll, eða sama sem það, þarf að geta orðið sam- taka, þegar mikið liggur við. Samband ungmennafélaganna er spor í áttina. Það er einn þráður í hinni miklu afltaug, sem myndast þarf áður en þjóðin getur lyfti Grettistaki. Það á nú ítök í uieira en hálfu landinu, og það er stöð- ugt að tæra út kvíarnar, eftir þvi sem framsýnir menn í ýmsum landshlutum skilja betur, að einstök félög og smásam- bönd eru ekki nema dægurflugur, bundin við einstaka dugandismenn sem halda þeim uppi um stundarsakir. Fyrir þessu er margföld reynsla. En það væri undarlegt, og næstum óeðlilegt, ef sundrunginn hyrfi alt í einu, og alstaðar, eins og þoka fyrir morgun- sól. Það væri eins og Englendingar kom- ast að orði „of gott til að vera satt“. Sigurinn fæst ekki nema með baráttu og dýrkeyptri reynslu. Samheldnin meðal unga fólksins er heldur ekki of mikil ennþá. Það er margt sem skilur, og margt af því framúrskarandi smátt, ekki nema af- brigðij afj átthagastærilælinu. Annarstaðar

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.