Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1916, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.12.1916, Blaðsíða 3
'SKINFAXI þú móðir kær, er mig þú lagSir rótt í mjúka hvílu, baðst mig ár og síð, ab breyta eftir bobum frelsarans, að biSja oft viS lága jötu hans. Eg veit þú biSur líka nú í nótt og nafniS Jesú líður vörum frá. Þú fyrir börnum þínum biður hljótt og beygir kné þín snjóvgu leiði hjá míns látna föður. Ljúft og kært mér er, að lifa i anda slika stund með þér. Nú liður yfir hafið hugur þinn til hans, sem máske einn á verði biður. Hann þráir mjúka móðurfaðminn sinn og mælir lágt, — svo varla heyrist: ' Friður. Það líður þar frá sálu sérbvers manns til sala himins, föður Iausnarans. Af votum hvörmum hrynja höfug tár og hjartnæm bæn til Drottins liður rótt: „Ó, faðir, send þú henni hros um brár, ó, besta móðir, góða jólanótt!“ Svo hugsar ’ann um heimalandið bjarta — og horfir út í dauöamyrkrið svarla. Eg einnig hljóður kem i kvöld til þín og hvísla: Elsku mamma, góða nótt! Eg kyssi þreyttu augun; ofurhljótt eg aftur fer — og gleði hjartans dvin, sem hugann áðan helgri fylti þrá. Því löngun mín og von er visið strá, er vindur lemur, skekur til og frá. Nú sérhver von er brostin; brautin mín er breðaklungur. Líður svipafjöld um sorgarvegi; samt er eg í kvöld í anda heima, hugsar æ til þin. 131 En úti friðarstjarnan skæra skin og skrýdd er hvítu feðrastorðin mín. Nú barnið týnda biður guðs um frið, að hrosi altaf náðin hans þér við! 1916. Axel Thorsteinsson. íhald og íramsókn. I. En sá tvo menn „skjóta i mark“. Ann- ar var stórhuga framsóknarmaður, hinn var hægfara íhaldsmaður, sem hafði mikla lífsreynslu aö baki og vonbrigði. Þeir skutu af boga. Ihaldsmaðurinn leit í odd- inn á örinni og sagði: „Mér sýnist þessi ör muni kljúfa skotspóninn, ef um of er fylgt eftir skeytinu“, og ör hans komst að eins þrjá fjórðu leiðarinnar, þá féll hún máttlaus niður. — Framsóknarmaðurinn mælti: „Hadta verður á það, hvort spónn- inn klofnar eða ekki. Eg mun ekki draga af kröftunum“. Hann skaut y fir markið. „Svona látið þið þessir unggæðingar“, sagði hinn ihaldssami og hristi höfuðið. „Þarna eyddir þú mikilli orku lil einkis“. „Þar skjátlast þér“, sagði hinn. „Nú veit ég, að ég á yfir þeirri orku að ráða, sem þarf, til þess að skjóta í markið. Eg veit, meira að segja, að ég næ til þess með ör minni, þó það verði flutt lengra burtu. Þá leggur þú bogann á hak þér og snýr heimleiðis, en ég mun enn freista“. II. Eg hefi hlustað á nokkura hina íhaldssanv ari menn um þessar umleitanir, sem koma fram í Rétti. Þeir viðurkenna að kenn. ingarnar séu að mörgu leyti góðar og heil-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.