Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1916, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.12.1916, Blaðsíða 8
186 SKIN FAXI Ijúfsára kend. Hann íinnur og skilur hversu óendanlega lítill hann er — um- lukfur hinni víðáttumiklu hátign, sem al- staðar ríkir. Hann langar til að verða merkur og nýtur maður og að geta unnið sjálfum sér og öðrum gagn og sóma og jafnframt verið í innilegri sátt og sam- bandi við föður tilverunnar. Óteljandi fyrirætlanir fæðast í huga hans og hul- instjald ókomna timans og kapp áhugans jafnar yfir allar hindranir. Hann sér brautir liggja í allar áttir og sérhver þeirra liggur fram og upp á himinfjöll hamingjunnar svo fremi, sem ekki er vilst af henni út í ógöngurnar. Svo byrjar baráttan um hverja leiðina skuli velja; hverja hann sé hæfastur til að ganga. Honum er það ljóst, að mikið er komið undir réttu vali. Með þessar hugsanir endar hann göngu sina við lágar og hrör- legar bæjardyr heimilis síns. Hann gengur inn, heilsar ástvinum sínum sem fagna honum vel. Aldrei hefir Iionum verið jafn ljóst sem nú, hversu hús öll eru þar að hruni komin og hversu margt er til að starfa, jörðinni til bóta. Á einu vetfangi ákveður hann lífsstarf sitt, það er: Þetta heimili — þessa jörð skal hann taka að sér af gömlum og hrumum foreldrum. Takist honum að byggja upp vandaðan og heilnæman bæ og peningshús og að gera miklar jarðabætur og framíleyta sér og fjölskyldu sinni sómasamlega, hefir hann unnið stórvirki, föðurlandinu, eftirkom- endunum og sjálfum sér til gagns, og þá verðskuldar hann orðstír sem aldrei deyr. Valdimar Bénediktsson frá Syðri-Ey, Bæ kar. Það er mikill sannleikur í málshættinum „Blindur er hóklaus maður“. Að vísu geta menn haft augun opin fyrir algengri stritvinnu og kunnað að bjarga sér eins og maður segir í daglegu tali, án bóka, en fjarska verður sjóndeildarhringur þeirra manna þröngur og fáskrúðugur. Bókvitið verður ekki í askana látið, sögðu gömlu mennirnir. Fyrir þeim vakti hvíldarlaust einhliða erfiði. Þó var ekki óalgengt að kveðnar voru rímur, og það má segja liðnum tímum til hróss, að ís- lendingasögur og önnur fornrit okkar voru meira lesin en nú tíðkast. Enn má nefna að húslestrar voru lesnir. Að öðru leyti var bókalestur lítill sem enginn og myrk- ur þekkiugarleysisins á flestum sviðum, hvildi eins og mara yfir almenningi. Nú er þetta mikið breytt, þó sumt eldra fólkið amist ennþá mjög við lestri og yfirleitt þeim menningarlindum, sem nú streyma um þjóðlíf vort. Hafa og nokkuð til síns máls, að því leyti að sumu fer aftur sem gjarnan virðist að þroskast mætti og efl- ast við vaxandi mentun. Þó hvílir nokkur skuggi yfir lestrarfýsn margra. Það er val bókanna. Því er mið- ur, að margir vilja ekki annað lesa en það sem einskisvert er, svo sem mikið af þeim útlendu skáldsögum, sem verið er að þýða og láta fólk kaupa. Mest alt er þetta glæpamannasögur og jafnframt leynilög- reglusögur, flest í mesta máta óeðlilegt og sama tuggan í flestum sögunum. Þetta er margt fólk sólgið i að lesa. En líti það í sögur eða Ijóðabækur, sem kjarnmikill skáldskapur og lífsspeki er í, þá þykir þeim ekkert til koma og kveða svo upp þann dóm, að bókin sé ómerkileg og höf- undurinn glópur einn. Góðar hækur eru þær menningarlindir seni öllum geta orðið lil gagns að bergja af. Gagns segi eg. Enginn getur neitað því, að þó lestur yfirleitt geíi ekki af sér peninga, sem þó getur iðulega átt sér stað, þá er hann í öðrum skilningi mikilsvirði. Hver góð bók þroskar skilnmginn á lífinu og tilgangi þess, örvar hæfileika mannsins, sýna honum nýja heima, gerir huga hans

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.