Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1916, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.12.1916, Blaðsíða 9
SKINFAXÍ bjartari og hlýrri og opnar honum fagurt og yndislegt víðsýni. I stuttu máli, góðar bækur eru til ómetanlegs gagns og ánægju. Það er fjarri mér að draga úr, að tím- inn sé notaður til að vinna. En eg held því fram, að nauðsynlegt sé að unna sér hvíldar við og við, en þær hvíldarstundir má nota til gagns á margan hátt, m. a. með því að lesa nytsamar bækur. Það er einkar ánægjulegt að eiga dálítið af góðuni hókum, vel bundnar og vej geymdar. En til að fullnægja lestrarþörf- inni eru hókasöfn og lestrarfélög ómiss- andi. Haganlegast er að stofna lestrarfélög, sem hvert fyrir sig ná yfir litla sveit eða kauptún; bókunum er svo vandlega haldið saman ár frá ári og þannig myndað bóka- safn, sem smámsaman stækkar, en ann- ars mun það vera algengt að lestrarfélög selja bækur sínar jafnharðan og búið er að lesa þær, þ. e. a. s. það sem eftir er af þeim á vorin þegar þær eru búnar að ganga á milli félagsmanna. Bókafélög og einstakir bókaeigendur ættu að hafa það hugfast, að fara vel með bækur sínar. Það sem menn ættu sérstaklega að sækj- ast eftir að lesa má nefna m. a. 1. Sagnarit, svo sem íslendingasögur, ásamt öðrum ísieuskum ritum frá þeim tímum er þær gerðust og þar til er þær voru færðar i letur, rit Jóns sagnfræðings og yfirleitt kenslubækur og lesbækur í sögu landsins og sem mest af ritum er að henni lúta; einnig æfisögur merkra manna( íslenskra og útlendra* mannkynssöguna o. m. fl. í þessum bókum er ótæmandi brunn- ur sannrar nautnar og fróðleiks. Ætli barnafræðendum að vera ljúft að fræða börnin nákvæmlega um efni þessara rita og halda við og efla þekkingu þjóðarinn- ar á gömlu sögunum, sem nú eru miklu minna lesnar en vera skyldi. 2. Ljóðabækur. Hvernig sem liggur á manni og hvernig sem maður er á sig kominn, er alt af söm og jöfn lifandi nautn að lesa góðar ljöðabækur. Allir bestu strengir mannssálarinnar hljóma þar til okkar háværum syngjandi tónum, lyft- andi, vekjandi, vermandi, hvort sem kvæð- in eru um sorg eða gleði, sigur eða ósig- ur. Myndirnar og orðin sem þau geyma, taka sér bústað i hjartanu og hljóma af tungunni við strit og stríð, i sorg og gleði, í einveru og fjölmenni. í þeim eigum við sifelt sumar og sól, afl og fjör. í stuttu máli, góðar ljóðabækur eru ómetanlegir fjársjóðir einstaklingsins og þjóðfélagsins. Eg ætla ekki að nefna neinar sérstakar ljóðabækur. Af þeim eigum við svo mörg gullvæg bindi, að af þeim getur mikill fjár- sjóður verið á hverju heimili á Islandi. 3. Skáldsögur. Á meðal skáldsagna eigum við mikil og ágæt verk á máli voru. Af þýðingum má benda á t. d. Sögur her- læknisins, sögur Henrik Zienkiewicz, nokkr- ar norskar og þýskar o. fl. Af íslenskum skáldsögum er nú orðið allmíkið safn og og þar í margar ágætar bækur. Guðm. Magnússon hefir nú gert allmargar sög- ur með nákvæmum lýsingum á íslensku þjóðlífi og mannlífi á ýmsum sviðum og margar ánægjustundir eiga flest heimili sögum hans að þakka, þótt sjálfsagt geti þeir fundið galla á sumum þeirra er leggja sig í framkróka til þess. Einar Hjörleifsson er nú al-viðurkendur sem lista- skáld enda eru flestar sögur hans mjög skemtilegar aflestrar. Þá hefir Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm auðgað bókmentir okkar með dágóðum sögum. Meðal góðra skáldsúgna má og telja Pilt og stúlku, sögur Guðm. Friðjónssonar sumar. Áheim- leið eftir Guðrúnu Lárusdóttur er lagleg saga og enn margar fleiri. Leikrit eru náskyld skáldsögum og eigum við nokkur leikrit sem mikið lof hafa hlotið. 4. Leiðbeiningabækur. Það eru þær bækur aðallega sem menn græða peninga við að lesa. Auðvitað þarf maður þá að fara eftir fyrirsögnum þeirra. Annars eigum við langt um of lítið af þeim ritum# Lr-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.