Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1916, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.1916, Blaðsíða 10
138 SKINFAXI Liggur það |)ó í augum uppi, a8 mikill fengur væri að hafa nákvæmar og áreið- anlegar fyrirsagnir um líf og starf einstakra manna og pjóðarheildarinnar. Ef eg er bóndi, ríður mér á að vita, hvað gefst best í búskapnum, hvernig eg á að haga jarð- yrkju og garðrækt, húsabyggingum, girð- ingum, gripahirðingu o. s. frv. til þess að fá sem mestan arð af atvinnunni og framkvæmdirnar komi að sem bestum not- um yfirleitt. Eins er með hverja aðra at- vinnu, að það er ómetanlegt hagræði að fá leiðbeiningar um sem flest atriði henn- ar, leiðbeiningar sem statt og stöðugt má reiða sig á. Auðvitað ber manni eins fyrir því að hafa vakandi auga fyrir öllu sem leitt getur til nýrra umbóta, láta reynsl- una og eftirtektina kenna nýjar aðferðir og sýna nýjar leiðir. Nokkuð eigum við af ritum um þetta efni, einkum viðvíkj- andi landbúnaði, og ættu ungir menn að kynna sér þau nákvæmlega. 5. Tímarit og bókaútgáfufélög. Tíma- ritin grípa inn í efni flestra annara bóka- flokka. Þau færa okkur allskonar sögur, kvæði, fræðigreinar o. s. frv. Af þeim höfum við mörg, t. d. Skírni, Andvara, Eimreiðira, Tímarit kaupfél., Búnaðarritið, Iðunni og hið nýja eigulega rit „Rétt“. Öll þessi rit geyma kynstrin öll af þörf- um fróðleik ásamt ýmsu skemtiefni. Þess- ar bækur þaif að lesa á hverju heimili og ættu nokkrir menn að kaupa öll bestu tímaritin í félagi og þarf það enginn skaði að verða fyrir útgefendur. Hið íslenska bókmentafélag og Þjóðvina- félagið gefa árlega út úrvalsbækur. Verst er hvað útgáfu stórra rita miðar seint, má vera að nokkuð standi á samningu bók- anna, en mikið mun það stafa af féleysi. Væri brýn þörf að félögin fengi ríflegan styrk af landsfé, ekki einungis til þess að útgáfa hvers rits gengi fljótar, heldur líka til þess að miklu fleiri bækur kæmust á prent, sem félagsmenn fengju án þess að ársgjöld þeirra hækkuðu. Við þurfum að fá bækur frá félögunum með hverri póst- ferð og félausir menn sem bókhneigðir og fróðleiksfúsir eru, þurfa að fá bækurnar gefins. Menningin er aflgjafi þjóðfélag- anna, og bækurnar undirstaða menningar- innar, en öllum er ljóst hvílík efling það gæti orðið bókmentum okkar, félög þessi hefðu nægilegt fé til framkvæmda. Efni i bækur sem tilhlýðilegt væri að félögin gæfu út, liggur alstaðar fyrir. Um menning og atvinnuvegi eru ótal atriði órædd enn, og fjölmargt viðvikjandi sögu landsins á ýmsum tímum, um Iandið sjálft, haf þess og himinn, um málið, um hag fræði o. m. fl. Þá er og óumflýanleg nauðsyn að eignast allar þær kenslubæk- ur sem vér þurfum með, á okkar eigin máli. Er það mesta furða að nokkur kennari eða nemandi og yfirleitt nokkur skuli una því að margar kenslubækurnar skuli vera á útlendum málum. Það er hrein og bein svívirðing og þjóðarsynd að slíkt skuli enn eiga sér stað. Hér er aðeins fátt talið af öllu því efni sem þörf er á að rita um mörg og stór bindi og auðvitað skapast ætíð ný efni sem fræðimennirnir þurfa að taka til með- ferðar. Vér eigum nokkra góða fræði- menn og iíkindi eru til að þeim fjölgi og að við eignumst sérfræðinga í sem flest- um fræði og menningaratriðum. Þá ríður •á því fyrir þjóðfélagið að gera þeim kleift að vinna sem mest og best í þess þarfir. Það getur og haft holl áhrif að fá þýð- ingar af því besta úr bókmentum erlendra þjóða. Sjálfsagt ber þá að velja það sem best getur átt við okkur og okkar stað- hætti. Auk þessara tveggja félaga sem að of- an eru nefnd eru fleiri félög er prýða bókmentir okkar góðum bókum og eiga þau skilið hylli og samúð þjóðarinnar. Enn mætti nefna fjölda bókaflokka og sérstakra bóka sem við ættum að lesa og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.