Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1916, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.12.1916, Blaðsíða 11
SKINFAXI njóta góðra áhrifa af, en að lesa þessar almennu útlendu skáldsögur ætti sérhver að finna sig vaxinn upp úr. Valdimar Benediktsson f'rá Syðri-Ey. Heima og erlendis. Heimboðið. I sumar sem leið ritaði Jónas Þorbergs- son grein í Skinf. um það að vel væri við eigandi að við Islendingar byðum heim Stephani Stephanssyni, þjóðskáldinu góða vestur í Klettafjöllum. Vakti grein þessi allmikla eftirtekt, sem að líkindum fór, þvi að flestum þótti, sem uppástunga þessi væri fremur of seint fram komin, en of snemma. Litlu síðar kom dr. Guðm. Finn- bogason heim úr vesturför sinni og hóf þá þegar máls á hinu sama við nokkra menn hér í bænum. Var nú a. m. k. byrjunin hafin. En svo kom dálítii heppi- eg tilviljun sem ýtti því lengra áleiðis. Jón- as Þorbergsson kom heirn með Goðafossi, síðustu ferðinni, sem skipið fór. Dvaldi hann þá nokkra daga i Reykjavík og var þá á einurn ungmennafélagsfundi. Hóf- ust nú umræður um heimboðið, og var þegar hafist handa og söfnuðust á því eina kvöldi um 450 kr. í heimboðssjóð- inn. Nefnd var kosin til að fá nokkur önn- ur félög til að beitast líka fyrir málinu Gekk það einkarvel. AUsherjarnefnd kos- in af mörgum félögum, starfar nú að heimboðsmálinu, og mun ætlast til að skáldinu verði boðin heimför nú í vor. Myndi Stephán þá dvelja hér á landi fram eftir sumrinu. Á öðrum stað hér í blað- inu birtist áskorun frá heimboðsnefndinni til þeirra er styðja vildu málið, á einn eða annan hátt. Má vænta þess að þeir verði margir. Harðlndin og- heyleysið. Eins og flestum mun kunnugt voru af- skaplegir óþurkar á öllu Suðurlandi síð- astliðið sumar. Varb heyfengur i minna lagi og lélegur til gjafar. Kvað svo ramt að þvi að sumir menn fóru að óttast hey- leysi af því að harður kafli kom um nýj- ársleytið. Hvernig sem tíðin kann að hafa verið, er slíkur ásetningur fjarri ölln viti. Það er að treysta algerlega á hverf- ula vetrarbeit, og hlýtur að leiða til ills ENSKUBÁLKUR. Frithiofs Homestead. Tóe banquet-hall, a house by itself, was timhered of hard fir, Nol five hundred men (at ten times twelve to the hundred) Filled up the roomy ha.ll, when assembled for drinking at Yule-tide, Through the hall, as long as it was, went a table of holm-oak Polishéd and white, as of steel; the co- lumnes twain of the high-seat Stood at the end thereof, two gods car- ved out of an elm-tree. Longfelloiv þýddi. Hær Friðlijófs. Skálinn var einhýsi eitt, og allur af kjarn- furu gjörður, fleiri en fimmhundruð stór, með Friðþjófi drengir þar gátu drukkið í senn hinn munntama mjiið með mæring að jólum. Inn gekk um endlangan sal eilt eikarborð mikið og fagurt; inst við það öndvegið stóð, en Æsir tveir súlurnar voru. Mattli. Joch. þýddi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.