Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1923, Qupperneq 3

Skinfaxi - 01.10.1923, Qupperneq 3
SKINFAXI 59 alt af boðriir og búnir til þess að leið- beina. Ennfremur þarf að haga útlánum þannig að margir geti notað sömu bók- ina á stuttum tíma. Fyrir skömmu var drepið á það hér í blaðinu hvernig mætti samrýma bóka- kaup ungmennafélaga og haga þeint þannig að sem flestir gætu ált þar hlut að máli. Æskilegt væri að menn létu Skinfaxa vita hvernig þeim geðjast að þeirri tillögu. Líkamlegar í þ r ó t tir voru kjarninn í gullaldarmenning Islendinga. Reynslan hefir sannað að liver sú þjóð, sem vanrækir þessa uppeldisgrein, hlýt- ur að vciklast og úrkvnjast. þetta skyldu þeir, sem gerðust brautryðjendur ís- lenskra ungmennafélaga. Ýmsir þeirra voru afburða íþróttamenn, svo sem Jó- hannes Jósefsson o. fl. íþróttirnar liafa alt af verið eitt af aðal viðfangsefnum félaganna og hljóta að verða það svo lengi sem félagsskapnum er lífs auðið. íslendingar geta tamið sér ýmsar íþróttir, sem aðeins verða iðkaðar á vetr- um, svo er um skauta- og sldðaferðir. Iþróttir þessar hafa margt til síns ágæt- is. pær styrkja líkamann og fegra hreyf- ingar hans. Ekki heimta þær dýra leik- velli né fjölmenna flokka. þeirra geta allir notið, hvar sem snjór fellur og vötn frjósa. pess vegna hafa þær ómetan- legt noíagildi og reynast jafnan best, þegar mest reynir á. Tæpast getur sá Islendingur talist ferðafær, sem hvorki kann á skautum né skíðum. Konung- bornum Norðmönnum þótti mikill sómi að því að renna vel á isleggjum og marg- ir urðu stórfrægir af skíðaferðum sín - um. Hcmingur Ásláksson rann svo hart sem fugl flygi og undruðust flestir fræknleik lians. Og sagan segir að Arn- ljótur gyllina léti tvo menri standa að baki sér á skíðum sínum og skreið þó svo harl sem laus væri. (Um þennan mikla skíðamann hefir Björnstjerne Björnson samið stórfrægt skáldrit). þessa frægu aðferð Arnljóts notaði Ein- ar á Hraunum þegar hann steig á skíð- in sín á Siglufjarðarskarði og rann, með konu að baki sér, niður á jafnsléttu. Norðmenn halda árlega mörg skauta- og skíðamót. pykir það hin besta skemt- un. Einkum eru skíðaferðir í heiðri hafðar þar í landi. I júlí og ágúst ferð- ast Norðmenn oft um háfjöll til þess að geta farið á skíðum. Um páskaleytið, síðast liðinn vetur, var sá er þetta ritar staddur að Voss í Noregi. pangað kom mesti fjöldi ferða- manna frá Björgvin og öðrum stórbæj- um til þess að njóla sveitasælunnar, og fjallaloftsins í páskaleyfinu. Alt var ferðafólkið göngubúið og bafði sldði meðferois. Síst var þar færra af kon- um en körlum. Ferðafólkið lagði á fjallið fyrir ofan Voss, og varð að ganga i 2—3 stundir, áður en það náði skiða- færinu. Eg fylgdist með upp fjallið og hafði ánægju af að sjá að á skíðamóti þeirra rikti ósvikið norrænt frelsi, fjör og þróttur. Hér hefir verið bent á nokkur upp- eldisráð bæði andleg og líkamleg, sem ungmennafélögin nota einkum á vetr- um. En hin eru þó miklu fleiri, sem ótal- in eru og mun síðar verða hreyft við ýmsum þeirra hér í blaðinu. pess skal og getið að Skinfaxi tekur fegins hendi við öllum góðum tillögum, sem miða að því að bæta uppeldi æskulýðsins. Hér er um ótæmandi verkefni að ræða — þjóð- þrifamál, sem alla varðar. G. B.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.