Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1924, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.01.1924, Blaðsíða 3
SKINFAXI 3 En þó að hreyfing þessi hafi verið fá- tæk af fjármunum, á hún þó annað verðmæti, sem er mikið meir,a um vert. Hún er ávöxtur af hugsjónum víðsýn- ustu vorliugans manna, sem uppi voru meðal islensku þjóðarinnar, í byrjun þessarar aldar, og slóðu þá i blóma lífs- iiis. Frá þessum mönnum er runnið f jör- cgg ungmennafélaga og það veldur því, að þau eru til lífs lagin. En engin stefna lifir á hugsjónum ein- um saman, hversu þörf og þjóðnýt sem hún kann áð vera. Lifið heimtar starf og því lögmáli hljóta allir að lúta. Yinn- an er aflgjafi allrar sannrar menning- ar. Og þó það verði aldrci markmið ung- mennafélaganna, að safna auði, þá er það nauðsynlegt að fjármál þeirra séu i góðu iagi, því annars geta þau fátt unn- ið af skyldustörfum sínum, og fá því litlu til leiðar komið. ]?etta hafa félögin fundið. ]?að er auðséð af skýrslum þeirra, að þó eignir séu viða litl.ar, eru skuldir (>víða og má því fjárhagurinn tcljast sæmilegur. Félögin hafa notað ýms ráð til að afla sér fjár. Tillög félagsmanna eru nokkuð mismunandi, en víðast eru þau mjög lág, og ekki mun það sigurvænlegt að hækka þau að miklum mun. En í'Ieiri hragða geta félögin ne}rtt sem fjárvon er að. Oft hafa þau efnt til hlutaveltu og dansleika og stundum unnið nokkurt fé á því. ]?cssi viðleitni er oft n.auðsynleg og stundum sjálfsögð. Hún eflir gleðina og hefir margt fleira lil síns ágætis. En ekki mun það félög- unum holt að nota þcssi gróðabrögð mjög oft. Komið hefir það fyrir, að ung- mennafélög hal'a dansað sig i hel, og cr það slæmur d.auðdagi. En gallar hlutaveltanna eru meðal annars fólgnir i því, að þær stýðja enga framleiðslu. þær láta aur,ana hafa vista- skifti, án þess að auka gildi nokkurs hlutar. Til eru þeir menn, sem láta sig það litlu skifta, hvernig krónan er fengin, en telja það höfuðatriðið, að ná henni. Aðrir kalla þessa menn blóðsugur eða rándýr i viðskiftaheiminum, og telja öll- um skylt að vinna fyrir því fé, sem þeim hlotnast. ]?eir menn mundu óska þess, að allir ungmennafélagar legðu nokkra vinnu fram til að styðja félög sín fjár- hagslega. petta gætu allir gert, án þess að leggja mikið á sig, og mundi enginn óríkari eftir en áður. Stúlkur gætu prjónað eða saumað ýmsa smámuni. Og piltum ætti að vera það innan hand- ar ,að slá t. d. hestajárn, flétta reipi, smíða amboð, cða í stuttu máli sagt áð vinna einhvern grip, sem að gagni mætti verða, og gefa hann til félagsheilla. ]?að væri fagur siður ef hver félagsmaður gæl'i árlega einhvern grip, sem hann hefði sjálfur unnið. Muniim þessum ætti að safna á einn stað og greiða verðlaun úr félagssjóði fyrir þá, sem hcst væru gerðir. Að því húnu ælti að selja þá og nota andvirðið til félagsþarfa. þessi aðferð hlyti að hafa marga góða kosti. Hún mundi veita félögunum drjúgar tekjur og styðja innlendan heimilisiðnað að miklum mun. En lang- mesta þýðingu Iiefir þetta fyrir mann- gildi þeirra, sem verkin vinna. þeir njóta ánægjunnar af því að sjá félag sitl þroskast af þeirra eigin verkum. péir findu að heildarhagurinn væri orð- inn að þætti af þeim sjálfum, því það er órjúfandi samband milli persónunn- ar og verkanna. — Yinnugleðin fell- ur verkamanninum í skaut og sú gleði er hæði heilbrigð og sönn.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.