Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1924, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.01.1924, Blaðsíða 5
SIvINFAXl 5 þjóðarinnar, þrátt fyrir ónóga kenslu- krafta og ófullkomin skilyrði. Frá þeim hafa árlega dreifst út um landiö leið- andi menn, sem flestir hafa lent í flokki ungmennafclaga eða íþróttafé- laga og átt einna drýgstan þátt i starf- semi þeirra. Með vaxandi lýðmentun, fleiri og fullkomnari sveitaslcólum und- ir leiðslu starfhæfra manna, yröu íþrótt- irnar almenningseign og gætu komið að þjóðlegum notum. pað mun ætið verða erfiðara að sam- eina holt íþróttanám við skóla í kaup- stöðum, eða borgum, þar sem fólks- fjöldinn er mestur. par er svo margt annaSð, sem heimtar æskuna á sill vald og glepur henni sýn. Flest það, sem er þjóðunum hollast og nauðsynlegast set- ur höft á einhverjar eðlisþrár einstak- linganna, og svo er með- íþróttirnar. J?ess vegna vill svo oft farast fyrir að lúrða um þær tímaleyfar, sem þeim eru ætlaðar. En það er hlufverk allra skóla að glæða áhuga nemendanna fyr- ir líkamsmentun og kenna þeim að skilja gildi hennar. J?ess verður að krefjast, að leikfimi sé gcrð að skyldunámsgrein, a. m. k. i öllum skólum, sem styrk fá af al- mannafé, því hún er lykill að öllum öðrum íþróttum, vörn gegn veikindum og meðal við líkamslýtum. J’að er ilt til Jæss að vita, a’ð í Reykjavík skuli vera starfræktir skólar ár eftir ár, án þess að ætla leikfimi eina einustu ld.st. af námstímanum. T. d. má nefna Sjó- mannaskólann, Verslunarskólann, Sam- vinnuskólann og Iðnskólann. J?að væri stórt spor stigið i áttina lil umbóta, ef öllum skólum yrði gert. að skyldu, að ætla leikfiminni a. m. k. 2—3 kenslu- sl. á viku. Jafnframt þyrftu þeir auð- vitað að fá riflegri styrk frá þvi opin- hera. En hvað er sjálfsagðara en það? Engir ættu að vera framstigidli í at- gerfismálum þjóðarinnar, en einmitt leiðtogarnir. peim hlýtur að skiljast, að slíkt má ekki „nema um of við nögl sér.“ Ymsir munu segja, að óþarfi sé að hafa leikfimiskenslu við skóla i Reykja- vík, vegna þess að alhr liafi tækifæri til áð ganga í íþróttafélög og leikfimis- flokka þeirra. J?ar til er því a5 svara, að reynslan hefir sýnt, að þau tækifæri eru ckki notuð nema að litlu leyti. Orsök- in er auðvitað aðallega sú, að áhuginn er ekki nógu almennur og svo hefir það aukakostnað í för méð sér. Sjerstaka áhcrslu verður að leggja á leikfimis- og íþrótlakenslu við kennara- skólann, því hver cinasti barnakennari á að vera fær um að kenna leikfimi og leiðbeina í ýmsum fleiri íþróttum. Skil- yrðin til leikfimiskenslu fyrir barna- kennara eru að vísu lítt viðunandi og jafnvel óviðunandi, s. s. viY farkenslu í sunium sveitum, en vanræksla kenn- ara og fræðslunefnda hefir líka verið langt um þarfir fram í þeim efnum. Mest ríður á að æfa íþróttir strax á bernskuárunum. J?á er proslcaskeiðið örasl og líkaminn móttækilegastur fyr- ir breytilegar hreyfingar. Öll hörn verða að fá að leika sér og gefa lífsfjöri sínu útrás. íþróttirnar geta tekið nokkurn hluta leiktímans, þvi vcl má haga æf- ingum svo, að þær verða barnanna bestu leikir. Enginn kennari og enginn skóli má liggja á liði sínu i þarfir íþróttanna. A þeim hornsteini byggir þjóðin mest. Námskeið. Golt og nauðsynlegt er að halda íþróttanámskeið þar sem mögulegt er að koma J?ví við, og völ er á hæfum kennurum. Víða hafa ung- mennafélögin haldið sundnámskeið ein- hvern hluta vorsins og hafa J^au gefist vel. Ætlu þau sist af öllu a’S lcggjast niður, ]>vi sundið er hollasta og sjálf- sagðasta íþróttin og auk ]?ess gefst jafn- framt tækifæri til ýmsra annara iþrótta- iðkana.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.