Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1924, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.01.1924, Blaðsíða 7
SKINFAXI 7 hver iþróttafl. yrði valinn úr 100—150 meðlimum. Héraðssamb. ættu svo að velja úrvalsfl. úr þeim heildum, er sam- an kæniu á mótum þeirra, og skyldi þeim flokkum ætlað að keppa á alls- herjarmóti — eða Islandsmóti. Hér er aðeins drepið á þetta til þess að benda á eitthvert heimsteypt form, en það vcrður ekki rökrætt að þessu sinni' vegna þess, Iivað rúmið er tak- markað. pað skipulag, sem nú er, getur tæp- lega talist viðunandi. Annaðhvort vcrð- ur að takast Jjolri samvinna milli í. S. í. og U. M. F. í. svo að mögulegt veúði að koma á samfeldu skipulagi, eða að öðrum kosti, að þau starfi hvort öðru öháð og hvorugt þeirra hafi öðru frem- ur einveldisrétt yfir íþróttamálum, en jafnan rétt lil þátttöku í íslandsmót- um og alheimsmótum. — Íþróttamót- in eru nokkurskonar þjóðhátíðir. Til þeirra verður að vanda, jafnt liinna smærri sem stærri. J?að er bein þjóð- ræknisskylda. Heimaæfingar. Oft liefir verið rcynt að koma mönnum í skilning um það, að daglegar likamsæfingar væru jafn- nauðsynlegar og fæðan, og sú stranga rcgla, sem óhjákvæmilega yrði að t’ylgja þeim, væri jafnl'ramt orsök lil meiri hófsemi í mat og drykk og ýmsum óþörfum — jafnvcl skaðlegum nautn- um. Ágætar bælcur, s. s. „Min aðferð“ o. fl. hafa verið gefnar út til leiðbein- inga í þeim efnuin. Fæstum ætti þvi að vera vorkunn að iðka einfaldar æfing- ar, — s. s. hörundsstrokur o. fl. — í beimahúsum, þó þeir gælu engrar kenslu notið. Ólal dæmi eru fyrir hendi, bæði bér á landi og annarstaðar, sem sanna undramátt binna reglubundnu líkams- æfinga, en þrált fyrir það velta tugir manna út af úr vesalmensku og kveif- arskap. Hvers vegna? Ekki fyrir skiln- ingsleysi, heldur fyrir h i r ð u le y s i. Ungmennáftlagar! Berið dæmi fast- lynda reglumannsins að augum óhófs- manna þeirra, sem hugsa eingöngu urii unaðssemdir líðandi stundar. Kynnið ykkur æfisögu Benjamins Franklins og lærið af henni. Sjáið liver ávöxtur verð- ur af reglusemi hans og hófsemi. Skrif- ið upp tímaseðil fyrir tómstundir ykk- ar, og gleymið ekki að ælla íþróttunum þar rúm. pess mun engan iðra. u. M- F. Huld. Yefnaðarnámskeið. Ilér í Nauteyrarhreppi hefir vefnað- ur verið lítiið þektur um alllangt ára- bil, því hann liefir að mestu dáið út með eldra fólkinu. pess vegna ákvað U. M. I7. Huld að efna til vel’naðarnám- skeiðs, lil að auka þekkingu sveitar- manna á þeim iðnaði. En félagið sá, að allmikið starf og fé mundi þurfa til námslceiðsins, þar sem þelta var hyrjunarstarfsemi og flestir ókunnugir þessum málum. pað var því í nokkuð mikið ráðist fyrir fátækt og fáment félag. Af þessum ástæðum kvaddi félagið konur hreppsins til fund- ar við sig, til að ræða þetta mál og liét á þær að Ijá því lið sitt. pær tóku málinu vel og hélu félaginu stuðningi sínum. pað efndu þær drengi- lcga, bæði með því, að starfa við undir- húning námskeiðsins og með stórmynd- arlegum fjárframlögum. Félagið á þeim mildar og góðar þakkir að gjalda, fyrir þálttöku þeirra í þessu máli. Félagið sá sér clcki fært, kostnaðarins vegna, að kaupa nýjan vefstól til nám-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.